Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 09:31 Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Ómar Ingi Magnússon eru handknattleiksfólk ársins. Vísir/Getty Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Ómar Ingi Magnússon hafa verið valin handknattleiksfólk ársins af stjórn HSÍ. Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, greindi frá vali sínu í gær og sagði frá því að Elín Jóna, 28 ára gamall markvörður íslenska landsliðsins og Aarhus Håndbold, og Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta íslenska landsliðsins og Magdeburg, hefðu orðið fyrir valinu. Elín Jóna spilaði stórt hlutverk með íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu sem fram fór í lok þessa árs þar sem hún varði 26 skot og var með rúmlega 34 prósent hlutfallsvörslu. Ómar Ingi hefur einnig verið lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu undanfarin ár, en á árinu 2024 varð hann þýskur meistari og þýskur bikarmeistari með Magdeburg. Umsögn HSÍ um þau Elínu Jónu og Ómar Inga má sjá hér fyrir neðan: Handknattleikskona ársins Handknattleikskona ársins 2024 er Elín Jóna Þorsteinsdóttir, 28 ára, markvörður hjá úrvalsdeildarliðinu Aarhus Håndbold í Danmörku og A landsliðinu kvenna. Elín Jóna er ein burðarása kvennalandsliðsins sem tók nýverið þátt í EM 2024 í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Elín Jóna varði þar 76 skot á EM eða 34,21% markvörslu í þremur leikjum Íslands. Elín Jóna hefur leikið undanfarin ár í Danmörku og skipti um mitt síðasta ár um lið þegar hún færði sig yfir í Aarhus Håndbold sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni. Elín Jóna er frá Seltjarnarnesi og lék með Gróttu upp yngri flokka félagsins og hóf að leika með meistaraflokki Gróttu tímabilið 2014 – 2015 og varð um vorið Íslandsmeistari. Árið 2015 skipti Elín Jóna yfir í Hauka og lék með liði félagsins til 2018 þegar hún fór í atvinnumennsku. Elín Jóna hefur leikið í Danmörku með Vendsyssel Håndbold, Ringkøbing Håndbold, EH Aalborg og Aarhus Håndbold. Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur leikið 68 landsleiki og skorað 4 mörk. Handknattleiksmaður ársins Handknattleikskarl ársins 2024 er Ómar Ingi Magnússon, 27 ára hægri skytta Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Ómar Ingi varð Þýskalandsmeistari og bikarmeistari í handknattleik í vor auk þess hann varð þriðji markahæstur í Bundesligunni, efstu deild Þýskalands, á síðustu leiktíð. Magdeburg komst einnig í Final4, úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu, með Ómar Inga innanborðs. Með landsliðinu náði Ómar 10. sæti á EM 2024 í Þýskalandi. Á mótinu skoraði Ómar Ingi 19 mörk. Einnig lék hann stórt hlutverk með landsliðinu þegar það tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM 2025 með tveimur öruggum sigrum gegn Eistlandi í maí. Ómar lék með yngri flokkum Selfoss og spilaði með meistaraflokki bæði á Selfossi og með Val áður hann hélt í atvinnumennsku til Danmerkur 2016. Þar lék hann með bæði Aarhus Håndbold og Aalborg Håndbold áður en hann flutti sig um set og hóf að leika með SC Magdeburg sumarið 2020 hvar hann hefur átt mikilli velgengni að fagna. Ómar hefur leikið 88 landsleiki og skorað í þeim 317 mörk. Ómar Ingi Magnússon var kjörinn Íþróttamaður ársins 2021 og 2022 auk þess að vera í hópi tíu efstu í kjörinu fyrir árið 2024. HSÍ Handbolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, greindi frá vali sínu í gær og sagði frá því að Elín Jóna, 28 ára gamall markvörður íslenska landsliðsins og Aarhus Håndbold, og Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta íslenska landsliðsins og Magdeburg, hefðu orðið fyrir valinu. Elín Jóna spilaði stórt hlutverk með íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu sem fram fór í lok þessa árs þar sem hún varði 26 skot og var með rúmlega 34 prósent hlutfallsvörslu. Ómar Ingi hefur einnig verið lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu undanfarin ár, en á árinu 2024 varð hann þýskur meistari og þýskur bikarmeistari með Magdeburg. Umsögn HSÍ um þau Elínu Jónu og Ómar Inga má sjá hér fyrir neðan: Handknattleikskona ársins Handknattleikskona ársins 2024 er Elín Jóna Þorsteinsdóttir, 28 ára, markvörður hjá úrvalsdeildarliðinu Aarhus Håndbold í Danmörku og A landsliðinu kvenna. Elín Jóna er ein burðarása kvennalandsliðsins sem tók nýverið þátt í EM 2024 í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Elín Jóna varði þar 76 skot á EM eða 34,21% markvörslu í þremur leikjum Íslands. Elín Jóna hefur leikið undanfarin ár í Danmörku og skipti um mitt síðasta ár um lið þegar hún færði sig yfir í Aarhus Håndbold sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni. Elín Jóna er frá Seltjarnarnesi og lék með Gróttu upp yngri flokka félagsins og hóf að leika með meistaraflokki Gróttu tímabilið 2014 – 2015 og varð um vorið Íslandsmeistari. Árið 2015 skipti Elín Jóna yfir í Hauka og lék með liði félagsins til 2018 þegar hún fór í atvinnumennsku. Elín Jóna hefur leikið í Danmörku með Vendsyssel Håndbold, Ringkøbing Håndbold, EH Aalborg og Aarhus Håndbold. Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur leikið 68 landsleiki og skorað 4 mörk. Handknattleiksmaður ársins Handknattleikskarl ársins 2024 er Ómar Ingi Magnússon, 27 ára hægri skytta Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Ómar Ingi varð Þýskalandsmeistari og bikarmeistari í handknattleik í vor auk þess hann varð þriðji markahæstur í Bundesligunni, efstu deild Þýskalands, á síðustu leiktíð. Magdeburg komst einnig í Final4, úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu, með Ómar Inga innanborðs. Með landsliðinu náði Ómar 10. sæti á EM 2024 í Þýskalandi. Á mótinu skoraði Ómar Ingi 19 mörk. Einnig lék hann stórt hlutverk með landsliðinu þegar það tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM 2025 með tveimur öruggum sigrum gegn Eistlandi í maí. Ómar lék með yngri flokkum Selfoss og spilaði með meistaraflokki bæði á Selfossi og með Val áður hann hélt í atvinnumennsku til Danmerkur 2016. Þar lék hann með bæði Aarhus Håndbold og Aalborg Håndbold áður en hann flutti sig um set og hóf að leika með SC Magdeburg sumarið 2020 hvar hann hefur átt mikilli velgengni að fagna. Ómar hefur leikið 88 landsleiki og skorað í þeim 317 mörk. Ómar Ingi Magnússon var kjörinn Íþróttamaður ársins 2021 og 2022 auk þess að vera í hópi tíu efstu í kjörinu fyrir árið 2024.
HSÍ Handbolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira