Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2024 20:23 Gísli Örn Garðarsson, baksviðs í Þjóðleikhúsinu í kvöld. vísir Leikritið Yerma, jólasýning Þjóðleikhússins í ár, er frumsýnt í kvöld. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri verksins segir jólahald fara „allt í rugl“ þegar frumsýning er haldin annan í jólum. Gísli Örn ræddi leikverkið rétt fyrir frumsýningu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Áhorfendur eiga von á stóru leikhúsi,“ segir Gísli Örn. „Þetta er mjög tilfinningaríkið leikhús, í bland við léttleika og húmor. Þetta er svolítið eins og lífið, fjallar um hjón sem ákveða að fara í það ferðalag að eignast barn, eftir að hafa ákveðið að eignast alls ekki barn. Við fylgjum þeim í þessu ferðalagi. Þetta er um það þegar við sem manneskjur ætlum að stjórna öllu sjálf, en svo er það náttúran sem ræður algjörlega hvað gengur upp og hvað ekki.“ Stórskotalið leikara fer fyrir sýningunni, nánar tiltekið þau Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Thors, Guðjón Davíð Karlsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir. Gísli segir að allt sé vel æft í sýningunni, þar á meðal uppklappið. „Það þarf að huga að öllu. Nú er korter í frumsýningu og við erum enn þá að nostra við lokin. Þetta er eins og að fá jólamáltíðina aftur, þar sem allt verður að vera fullkomið þegar klukkan slær sex“ Hvaða áhrif hefur það að sýna annan í jólum? Hvernig hefur jólahaldið verið á þínu heimili? „Það fer náttúrulega allt í rugl, þetta er eiginlega ekki á neinn leggjandi. Þetta er smá eins og að stökkva hástökki, og á Þorláksmessu ertu að fara að taka stökkið en þá segir einhver „bíddu, við þurfum að halda jólin“ og svo kemurðu þér aftur fyrir á annan í jólum og þá máttu loksins hoppa.“ Leikritið er byggt á samnefndu meistaraverki Federico García Lorca frá árinu 1934 sem gerist í spænsku sveitasamfélagi. Höfundur leikritsins, hinn heimsþekkti leikhúsmaður Simon Stone, flytur atburðarásina inn í borgarsamfélag samtímans, samkvæmt því sem kemur fram á vefsíðu Þjóðleikhússins. Menning Leikhús Jól Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Gísli Örn ræddi leikverkið rétt fyrir frumsýningu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Áhorfendur eiga von á stóru leikhúsi,“ segir Gísli Örn. „Þetta er mjög tilfinningaríkið leikhús, í bland við léttleika og húmor. Þetta er svolítið eins og lífið, fjallar um hjón sem ákveða að fara í það ferðalag að eignast barn, eftir að hafa ákveðið að eignast alls ekki barn. Við fylgjum þeim í þessu ferðalagi. Þetta er um það þegar við sem manneskjur ætlum að stjórna öllu sjálf, en svo er það náttúran sem ræður algjörlega hvað gengur upp og hvað ekki.“ Stórskotalið leikara fer fyrir sýningunni, nánar tiltekið þau Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Thors, Guðjón Davíð Karlsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir. Gísli segir að allt sé vel æft í sýningunni, þar á meðal uppklappið. „Það þarf að huga að öllu. Nú er korter í frumsýningu og við erum enn þá að nostra við lokin. Þetta er eins og að fá jólamáltíðina aftur, þar sem allt verður að vera fullkomið þegar klukkan slær sex“ Hvaða áhrif hefur það að sýna annan í jólum? Hvernig hefur jólahaldið verið á þínu heimili? „Það fer náttúrulega allt í rugl, þetta er eiginlega ekki á neinn leggjandi. Þetta er smá eins og að stökkva hástökki, og á Þorláksmessu ertu að fara að taka stökkið en þá segir einhver „bíddu, við þurfum að halda jólin“ og svo kemurðu þér aftur fyrir á annan í jólum og þá máttu loksins hoppa.“ Leikritið er byggt á samnefndu meistaraverki Federico García Lorca frá árinu 1934 sem gerist í spænsku sveitasamfélagi. Höfundur leikritsins, hinn heimsþekkti leikhúsmaður Simon Stone, flytur atburðarásina inn í borgarsamfélag samtímans, samkvæmt því sem kemur fram á vefsíðu Þjóðleikhússins.
Menning Leikhús Jól Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira