Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar 23. desember 2024 08:03 Á síðustu 10 árum hefur byggst upp alþjóðlegur gagnaversiðnaður á Íslandi en áhrif þessarar uppbyggingar á íslenskan efnahag eru oft fremur ósýnileg. Dæmi um þetta eru jákvæð áhrif gagnavera á útlandasambönd Íslands. Þessi jákvæðu áhrif eru einkum vegna hagkvæmni rekstrar á fjarskiptasæstrengjunum sem liggja til Íslands og eru nauðsynlegir fyrir tengsl landsins við umheiminn. Sæstrengirnir eru í eigu og rekstri Farice sem stöðugt treystir rekstrargrundvöll sinn eftir því sem gagnaversiðnaðurinn stækkar og eflist. Ísland er fámennt, dreifbýlt og í miðju norður Atlantshafi með 1200-1500km af opnu hafi milli okkar og Evrópu. Það er áskorun og kostnaðarsamt að byggja og reka örugga fjarskiptainnviði sem tengja Ísland við útlönd. Innviðirnir verða að bera fjarskiptaumferð sem aldrei má rofna og er það hlutverk okkar hjá Farice að tryggja stöðugt samband. Félagið rekur fjarskiptasæstrengina þrjá sem bera nær alla gagnaumferð okkar til útlanda. Kerfið er hannað til þess að þola áföll enda er mikilvægi þess mikið fyrir íslenskt samfélag. Öryggi kerfisins felst í þremur fjarskiptasæstrengjum sem lenda á mismunandi stöðum um landið og eru tengdir fjölda ljósleiðara á landi á Íslandi og erlendis. En eins og með margt á Íslandi er hagkvæmni stærðar áskorun. Til er mikil gagnaflutningsgeta í strengjunum sem hægt er að nýta fyrir alþjóðlega viðskiptavini íslenskra gagnavera. Það er þannig til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag að öflugur gagnaversiðnaður geti byggst upp á Íslandi sem getur nýtt þá umframbandvídd sem sæstrengirnir bera. Á sama hátt er öruggt fjarskiptakerfi ein af forsendum þess að sú gerð gagnaversiðnaðar sem við helst viljum hafa á Íslandi geti þrifist. Gagnaversviðskiptavinir eru mjög mismunandi þar sem sumir þurfa fremur lítil útlandasambönd en aðrir viðskiptavinir eru með miklar gagnaflutningsþarfir og eru sem slíkir verðmætir viðskiptavinir fyrir Farice. Þeim viðskiptavinum sem nota stærri fjarskiptasambönd fer hratt fjölgandi sem er jákvætt fyrir félagið. Það er því til mikils unnið að styðja við uppbyggingu gagnaversiðnaðar á Íslandi og fjölga þannig efnahagsstoðunum samhliða því að styrkja rekstrargrundvöll fjarskiptakerfa landsins okkar, þjóðinni allri til hagsbóta. Höfundur er framkvæmdastjóri Farice. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu 10 árum hefur byggst upp alþjóðlegur gagnaversiðnaður á Íslandi en áhrif þessarar uppbyggingar á íslenskan efnahag eru oft fremur ósýnileg. Dæmi um þetta eru jákvæð áhrif gagnavera á útlandasambönd Íslands. Þessi jákvæðu áhrif eru einkum vegna hagkvæmni rekstrar á fjarskiptasæstrengjunum sem liggja til Íslands og eru nauðsynlegir fyrir tengsl landsins við umheiminn. Sæstrengirnir eru í eigu og rekstri Farice sem stöðugt treystir rekstrargrundvöll sinn eftir því sem gagnaversiðnaðurinn stækkar og eflist. Ísland er fámennt, dreifbýlt og í miðju norður Atlantshafi með 1200-1500km af opnu hafi milli okkar og Evrópu. Það er áskorun og kostnaðarsamt að byggja og reka örugga fjarskiptainnviði sem tengja Ísland við útlönd. Innviðirnir verða að bera fjarskiptaumferð sem aldrei má rofna og er það hlutverk okkar hjá Farice að tryggja stöðugt samband. Félagið rekur fjarskiptasæstrengina þrjá sem bera nær alla gagnaumferð okkar til útlanda. Kerfið er hannað til þess að þola áföll enda er mikilvægi þess mikið fyrir íslenskt samfélag. Öryggi kerfisins felst í þremur fjarskiptasæstrengjum sem lenda á mismunandi stöðum um landið og eru tengdir fjölda ljósleiðara á landi á Íslandi og erlendis. En eins og með margt á Íslandi er hagkvæmni stærðar áskorun. Til er mikil gagnaflutningsgeta í strengjunum sem hægt er að nýta fyrir alþjóðlega viðskiptavini íslenskra gagnavera. Það er þannig til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag að öflugur gagnaversiðnaður geti byggst upp á Íslandi sem getur nýtt þá umframbandvídd sem sæstrengirnir bera. Á sama hátt er öruggt fjarskiptakerfi ein af forsendum þess að sú gerð gagnaversiðnaðar sem við helst viljum hafa á Íslandi geti þrifist. Gagnaversviðskiptavinir eru mjög mismunandi þar sem sumir þurfa fremur lítil útlandasambönd en aðrir viðskiptavinir eru með miklar gagnaflutningsþarfir og eru sem slíkir verðmætir viðskiptavinir fyrir Farice. Þeim viðskiptavinum sem nota stærri fjarskiptasambönd fer hratt fjölgandi sem er jákvætt fyrir félagið. Það er því til mikils unnið að styðja við uppbyggingu gagnaversiðnaðar á Íslandi og fjölga þannig efnahagsstoðunum samhliða því að styrkja rekstrargrundvöll fjarskiptakerfa landsins okkar, þjóðinni allri til hagsbóta. Höfundur er framkvæmdastjóri Farice.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun