Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2024 09:02 Jake Paul, Mike Tyson, Björgvin Páll Gústavsson, Imane Khelif, Anthony Ammirati og Mari Järsk komu öll við sögu í mest lesnu íþróttafréttum ársins. Grafík/Sara Einlægar hlaupadrottningar, hneykslismál á Ólympíuleikunum og strákarnir okkar á EM í handbolta voru meðal þess sem lesendur íþróttafrétta á Vísi vildu helst skoða á árinu sem nú er að líða. Sérstaklega virðist Mari Järsk hafa unnið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar með sínu opna, skemmtilega og einlæga fasi. Viðtal við hana eftir sigur í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð í vor, þar sem hún hljóp tæplega 382 kílómetra, vakti mikla athygli. Það gerði einnig viðtal við Elísu Kristinsdóttur, einstæða móður í fullu starfi sem hleypur yfir 100 kílómetra í viku og varð í 2. sæti hlaupsins í vor, og viðtal við Rakel Maríu Hjaltadóttur sem rann illa í hálku á HM landsliða í bakgarðshlaupi í október. Fréttir tengdar strákunum okkar á stórmótum í handbolta vekja jafnan athygli en vinsælasta fréttin af EM í Þýskalandi í janúar var vegna ummæla Alfreðs Gíslasonar, þjálfara Þýskalands, eftir að Þjóðverjar klúðruðu íslenska þjóðsöngnum fyrir leik þjóðanna í Köln. Dramatíska jafnteflið gegn Serbíu í fyrsta leik Íslands á EM fékk lesendur einnig til þess að sökkva sér ofan í greinar um þann leik. Þá opnaði landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sig með sínum einstaka hætti í þríleiknum „Ekki bara leikur“ í hlaðvarpinu Besta sætið, sem birtist á Vísi. Mest lesna heimsfréttin sneri að þátttökku hinnar alsírsku Imane Khelif í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París. Ítalskur andstæðingur hennar bar sig aumlega eftir tap í bardaga þeirra. Falskar fullyrðingar um að Khelif væri í raun karlmaður breyttu því ekki að Khelif varð Ólympíumeistari kvenna í veltivigt. Sömuleiðis vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum þegar hlaupadrottningin Shelly-Ann Fraser-Pryce komst ekki í tæka tíð inn á keppnissvæðið fyrir undanúrslit í 100 metra hlaupi, og þegar getnaðarlimur Frakkans Anthony Ammirati skemmdi fyrir honum í stangarstökki. Pétur Marteinsson er löngu hættur að spila fótbolta en hann er svo sannarlega ekki gleymdur hjá stuðningsmönnum Hammarby eins og sýndi sig á grannaslag við Djurgården í sumar. Stuðningsmennirnir höfðu þá útbúið risastóran fána með mynd af eftirminnilegu atviki þegar Pétur lét leikmann Djurgården gjörsamlega heyra það, eins og fjölmargir lesenda Vísis lásu um. Það vakti líka athygli þegar Alexandra Hafsteinsdóttir hætti sem aðstoðarþjálfari U18-landsliðs kenna í íshokkí, vegna óánægju með Íshokkísambandið sem hún sakaði um að taka of laust á kynþáttaníði. Netflix-bardagi Mike Tyson og Jake Paul vakti mikla athygli hér eins og víða um heim, og það gerðu einnig fréttir af því að Michael Schumacher hefði sést á meðal fólks, í brúðkaupi dóttur sinnar á Spáni. Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var mikið í fréttum, þó ekki væri það bara vegna magnaðrar frammistöðu sinnar í ítölsku A-deildinni með Genoa á síðustu leiktíð. Frétt um viðbrögð Alberts við ummælum framkvæmdastjóra Genoa, sem sakaði Albert um að hafa hálfvegis neytt félagið til að leyfa honum að fara til Fiorentina í sumar, var mikið lesin. Nýjasta greinin á listanum yfir þær mest lesnu á árinu er viðhorfspistill Vals Páls Eiríkssonar, íþróttafréttamanns á Stöð 2 og Vísi, sem fór yfir þá niðurstöðu að HM í fótbolta fari fram í Sádi-Arabíu árið 2034. Annáll 2024 Fréttir ársins 2024 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Sjá meira
Sérstaklega virðist Mari Järsk hafa unnið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar með sínu opna, skemmtilega og einlæga fasi. Viðtal við hana eftir sigur í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð í vor, þar sem hún hljóp tæplega 382 kílómetra, vakti mikla athygli. Það gerði einnig viðtal við Elísu Kristinsdóttur, einstæða móður í fullu starfi sem hleypur yfir 100 kílómetra í viku og varð í 2. sæti hlaupsins í vor, og viðtal við Rakel Maríu Hjaltadóttur sem rann illa í hálku á HM landsliða í bakgarðshlaupi í október. Fréttir tengdar strákunum okkar á stórmótum í handbolta vekja jafnan athygli en vinsælasta fréttin af EM í Þýskalandi í janúar var vegna ummæla Alfreðs Gíslasonar, þjálfara Þýskalands, eftir að Þjóðverjar klúðruðu íslenska þjóðsöngnum fyrir leik þjóðanna í Köln. Dramatíska jafnteflið gegn Serbíu í fyrsta leik Íslands á EM fékk lesendur einnig til þess að sökkva sér ofan í greinar um þann leik. Þá opnaði landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sig með sínum einstaka hætti í þríleiknum „Ekki bara leikur“ í hlaðvarpinu Besta sætið, sem birtist á Vísi. Mest lesna heimsfréttin sneri að þátttökku hinnar alsírsku Imane Khelif í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í París. Ítalskur andstæðingur hennar bar sig aumlega eftir tap í bardaga þeirra. Falskar fullyrðingar um að Khelif væri í raun karlmaður breyttu því ekki að Khelif varð Ólympíumeistari kvenna í veltivigt. Sömuleiðis vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum þegar hlaupadrottningin Shelly-Ann Fraser-Pryce komst ekki í tæka tíð inn á keppnissvæðið fyrir undanúrslit í 100 metra hlaupi, og þegar getnaðarlimur Frakkans Anthony Ammirati skemmdi fyrir honum í stangarstökki. Pétur Marteinsson er löngu hættur að spila fótbolta en hann er svo sannarlega ekki gleymdur hjá stuðningsmönnum Hammarby eins og sýndi sig á grannaslag við Djurgården í sumar. Stuðningsmennirnir höfðu þá útbúið risastóran fána með mynd af eftirminnilegu atviki þegar Pétur lét leikmann Djurgården gjörsamlega heyra það, eins og fjölmargir lesenda Vísis lásu um. Það vakti líka athygli þegar Alexandra Hafsteinsdóttir hætti sem aðstoðarþjálfari U18-landsliðs kenna í íshokkí, vegna óánægju með Íshokkísambandið sem hún sakaði um að taka of laust á kynþáttaníði. Netflix-bardagi Mike Tyson og Jake Paul vakti mikla athygli hér eins og víða um heim, og það gerðu einnig fréttir af því að Michael Schumacher hefði sést á meðal fólks, í brúðkaupi dóttur sinnar á Spáni. Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var mikið í fréttum, þó ekki væri það bara vegna magnaðrar frammistöðu sinnar í ítölsku A-deildinni með Genoa á síðustu leiktíð. Frétt um viðbrögð Alberts við ummælum framkvæmdastjóra Genoa, sem sakaði Albert um að hafa hálfvegis neytt félagið til að leyfa honum að fara til Fiorentina í sumar, var mikið lesin. Nýjasta greinin á listanum yfir þær mest lesnu á árinu er viðhorfspistill Vals Páls Eiríkssonar, íþróttafréttamanns á Stöð 2 og Vísi, sem fór yfir þá niðurstöðu að HM í fótbolta fari fram í Sádi-Arabíu árið 2034.
Annáll 2024 Fréttir ársins 2024 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Sjá meira