Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2024 12:21 Baldvin Oddsson, lengst til hægri, þykir afburða trompetleikari. Hér er hann með þekktum trompetleikara og hljómsveitarstjóra eftir vel heppnaða tónleika á erlendri grundu. Baldvin Oddsson Baldvin Oddsson, framkvæmdastjóri bandaríska sprotafyrirtækisins The Musicians Club, sagði upp 99 starfsmönnum á einu bretti vegna þess að þeir mættu ekki á morgunfund. Þeir ellefu sem mættu á fundinn fengu að halda starfinu. Þetta kom fram í tilkynningu sem Baldvin sendi starfsfólki sínu. Þessi skilaboð hans hafa verið til umfjöllunar í The Economic Times, en Heimildin fjallar einnig um málið í dag. Í grein Economic Times segir að Baldvin hafi tekið þessa ákvörðun 15. nóvember síðastliðinn. Þá segir að þeir sem misstu vinnuna hafi að mestu leyti verið starfsnemar í fjarvinnu og starfsmenn sem unnu launalaust. Tölvupóstur Baldvins: Til ykkar sem mættuð ekki á morgunfundinn, þið getið litið á þetta skeyti sem formlega tilkynningu: Þið eruð öll rekin. Ykkur mistókst að gera það sem þið höfðuð ásett ykkur að gera, ykkur mistókst að standa við ykkar gerða samninga, og ykkur mistókst að mæta á fundina sem ykkur var ætlað að mæta á og vinna á. Ég mun rifta öllum samkomulögum okkar a milli. Vinsamlegast skilið öllum munum sem þið eruð með, skráið ykkur út af öllum reikningum, og fjarlægið ykkur af Slack undir eins. Ég gaf ykkur tækifæri til að bæta lífskjör ykkar, að vinna hörðum höndum, og eflast. En þið sýnduð mér að þið takið þessu ekki alvarlega. Af 110 voru einungis 11 viðstaddir í morgun. Þessir 11 fá að halda áfram. Restinni hefur verið sagt upp. Hunskist þið út úr fyrirtækinu mínu eins og skot. Baldvin Þess má geta að The Musicians Club sérhæfir sig í sölu hljóðfæra og annarra muna sem hljóðfæraleikarar gætu þurft á að halda. Stendur keikur með ákvörðuninni Í færslu á samfélagsmiðlinum LinkedIn hefur Baldvin brugðist við viðbrögðum ákvörðunnar sinnar. Hann segist bæði hafa fengið góða og slæma athygli. Hann segist standa með ákvörðun sinni. „Á meðan einhverjir reyndu að „slaufa“ mér, hefur það algjörlega snúist í höndunum á þeim. Umferð um síðuna okkar hefur risið upp í 20 þúsund áhorf, sölur hafa aldrei verið meiri, og okkur berast hundruð umsókna á hverjum degi,“ segir Baldvin í færslunni. Jafnframt segist hann hafa fengið margar beiðnir frá forstjórum og mikilsvirtum dagblöðum sem óska eftir að ná tali af honum. „Ég stend með ákvörðunum mínum og þeim gildum sem við byggjum á. Að reka þessa einstaklinga var rétt ákvörðun fyrir félag, og við erum sterkari nokkru sinni,“ skrifar Baldvin sem þakkar þeim sem hafa stutt hann í gegnum þessa vegferð. „Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni“ Baldvin Oddsson vakti athygli á árum áður sem trompetleikari, og þótti gríðarlega góður og efnilegur sem slíkur. Tónlistargagnrýndandinn Jónas Sen fór fögrum orðum um hann í dómi um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2015, en þá var Baldvin einleikari. „Hann er ungur að árum en spilaði eins og engill. Leikur hans var ótrúlega hreinn og fallega mótaður. Hann var fullkomlega áreynslulaus og vandaður. Hröð tónahlaup voru fumlaus og jöfn, trillur svo skýrar að maður dáðist að. Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni, það er alveg ljóst,“ skrifaði Jónas um Baldvin á sínum tíma. Trompetið virðist aldrei langt undan hjá Baldvini sem beinir kröftum sínum helst að viðskiptum þessi dægrin. Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Þetta kom fram í tilkynningu sem Baldvin sendi starfsfólki sínu. Þessi skilaboð hans hafa verið til umfjöllunar í The Economic Times, en Heimildin fjallar einnig um málið í dag. Í grein Economic Times segir að Baldvin hafi tekið þessa ákvörðun 15. nóvember síðastliðinn. Þá segir að þeir sem misstu vinnuna hafi að mestu leyti verið starfsnemar í fjarvinnu og starfsmenn sem unnu launalaust. Tölvupóstur Baldvins: Til ykkar sem mættuð ekki á morgunfundinn, þið getið litið á þetta skeyti sem formlega tilkynningu: Þið eruð öll rekin. Ykkur mistókst að gera það sem þið höfðuð ásett ykkur að gera, ykkur mistókst að standa við ykkar gerða samninga, og ykkur mistókst að mæta á fundina sem ykkur var ætlað að mæta á og vinna á. Ég mun rifta öllum samkomulögum okkar a milli. Vinsamlegast skilið öllum munum sem þið eruð með, skráið ykkur út af öllum reikningum, og fjarlægið ykkur af Slack undir eins. Ég gaf ykkur tækifæri til að bæta lífskjör ykkar, að vinna hörðum höndum, og eflast. En þið sýnduð mér að þið takið þessu ekki alvarlega. Af 110 voru einungis 11 viðstaddir í morgun. Þessir 11 fá að halda áfram. Restinni hefur verið sagt upp. Hunskist þið út úr fyrirtækinu mínu eins og skot. Baldvin Þess má geta að The Musicians Club sérhæfir sig í sölu hljóðfæra og annarra muna sem hljóðfæraleikarar gætu þurft á að halda. Stendur keikur með ákvörðuninni Í færslu á samfélagsmiðlinum LinkedIn hefur Baldvin brugðist við viðbrögðum ákvörðunnar sinnar. Hann segist bæði hafa fengið góða og slæma athygli. Hann segist standa með ákvörðun sinni. „Á meðan einhverjir reyndu að „slaufa“ mér, hefur það algjörlega snúist í höndunum á þeim. Umferð um síðuna okkar hefur risið upp í 20 þúsund áhorf, sölur hafa aldrei verið meiri, og okkur berast hundruð umsókna á hverjum degi,“ segir Baldvin í færslunni. Jafnframt segist hann hafa fengið margar beiðnir frá forstjórum og mikilsvirtum dagblöðum sem óska eftir að ná tali af honum. „Ég stend með ákvörðunum mínum og þeim gildum sem við byggjum á. Að reka þessa einstaklinga var rétt ákvörðun fyrir félag, og við erum sterkari nokkru sinni,“ skrifar Baldvin sem þakkar þeim sem hafa stutt hann í gegnum þessa vegferð. „Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni“ Baldvin Oddsson vakti athygli á árum áður sem trompetleikari, og þótti gríðarlega góður og efnilegur sem slíkur. Tónlistargagnrýndandinn Jónas Sen fór fögrum orðum um hann í dómi um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2015, en þá var Baldvin einleikari. „Hann er ungur að árum en spilaði eins og engill. Leikur hans var ótrúlega hreinn og fallega mótaður. Hann var fullkomlega áreynslulaus og vandaður. Hröð tónahlaup voru fumlaus og jöfn, trillur svo skýrar að maður dáðist að. Baldvin á eftir að ná langt á tónlistarbrautinni, það er alveg ljóst,“ skrifaði Jónas um Baldvin á sínum tíma. Trompetið virðist aldrei langt undan hjá Baldvini sem beinir kröftum sínum helst að viðskiptum þessi dægrin.
Tölvupóstur Baldvins: Til ykkar sem mættuð ekki á morgunfundinn, þið getið litið á þetta skeyti sem formlega tilkynningu: Þið eruð öll rekin. Ykkur mistókst að gera það sem þið höfðuð ásett ykkur að gera, ykkur mistókst að standa við ykkar gerða samninga, og ykkur mistókst að mæta á fundina sem ykkur var ætlað að mæta á og vinna á. Ég mun rifta öllum samkomulögum okkar a milli. Vinsamlegast skilið öllum munum sem þið eruð með, skráið ykkur út af öllum reikningum, og fjarlægið ykkur af Slack undir eins. Ég gaf ykkur tækifæri til að bæta lífskjör ykkar, að vinna hörðum höndum, og eflast. En þið sýnduð mér að þið takið þessu ekki alvarlega. Af 110 voru einungis 11 viðstaddir í morgun. Þessir 11 fá að halda áfram. Restinni hefur verið sagt upp. Hunskist þið út úr fyrirtækinu mínu eins og skot. Baldvin
Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira