Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 08:00 Þórir Hergeirsson fékk nei frá konunni fyrir löngu síðan og það hefur ekkert breyst. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Einkar sigursælum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk með Evróputitli á sunnudaginn var. Framtíðin er óljós en hann skilur sáttur eftir 23 ára starf fyrir norska handknattleikssambandið. Þórir stýrði Noregi í síðasta sinn á sunnudag þegar Noregur vann Danmörku í úrslitaleik EM. Þjálfaratíð hans hefur verið ein óslitin sigurganga frá árinu 2009 en undir stjórn Þóris hefur Noregur unnið EM sex sinnum, Ólympíuleikana tvisvar, síðast í sumar, og heimsmeistaramótið þrisvar. Þá eru ótalin öll silfur og bronsverðlaun liðsins. Hann segir nú skilið við norska liðið sem hann hefur starfað með frá árinu 2001. Hann segir þennan titil vera sér þýðingarmikinn. „Já, verður maður ekki að segja það. Það lifir hvert mót sínu lífi og þetta hefur verið mismunandi þessir titlar sem maður hefur unnið og hver hefur sinn sjarma. Það er ekkert hægt að neita því að það var alveg frábært að geta endað á að vinna og fara í gegnum Evrópumótið án þess að tapa leik,“ segir Þórir. Árangur Noregs undir stjórn Þóris hefur verið lygilegur.Vísir/Sara Þórir er nú kominn heim til Noregs í afslöppun eftir keyrslu síðustu vikna. Jólin taka við og ákvarðanir um framtíðina bíða nýs árs. Tilboðin láta þó ekki á sér standa. „Ég er búinn að fresta öllum framtíðanplönum þangað til eftir áramót. Ég ætla að skoða þetta í rólegheitum í janúar,“ segir Þórir. Fengið fjölda tilboða En hefurðu fengið tilboð? „Já, já. Ég hef fengið tilboð en ég hef bara sagt að ég sé ekki að fara inn í neitt á þessu tímabili. Ef það verður eitthvað á næsta ári, næsta tímabili, þá er það eitthvað sem þarf að skoða vel. Það þarf að vera eitthvað sem passar,“ segir Þórir. Eitt er víst. Að Þórir er ekki á heimleið. „Ég er giftur norskri konu sem sagði við mig snemma, þegar við kynntumst, að hún myndi aldrei flytja til Íslands. Ég hef nú aðeins reynt en ég gafst upp fyrir mörgum árum síðan,“ segir Þórir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Norski handboltinn Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Þórir stýrði Noregi í síðasta sinn á sunnudag þegar Noregur vann Danmörku í úrslitaleik EM. Þjálfaratíð hans hefur verið ein óslitin sigurganga frá árinu 2009 en undir stjórn Þóris hefur Noregur unnið EM sex sinnum, Ólympíuleikana tvisvar, síðast í sumar, og heimsmeistaramótið þrisvar. Þá eru ótalin öll silfur og bronsverðlaun liðsins. Hann segir nú skilið við norska liðið sem hann hefur starfað með frá árinu 2001. Hann segir þennan titil vera sér þýðingarmikinn. „Já, verður maður ekki að segja það. Það lifir hvert mót sínu lífi og þetta hefur verið mismunandi þessir titlar sem maður hefur unnið og hver hefur sinn sjarma. Það er ekkert hægt að neita því að það var alveg frábært að geta endað á að vinna og fara í gegnum Evrópumótið án þess að tapa leik,“ segir Þórir. Árangur Noregs undir stjórn Þóris hefur verið lygilegur.Vísir/Sara Þórir er nú kominn heim til Noregs í afslöppun eftir keyrslu síðustu vikna. Jólin taka við og ákvarðanir um framtíðina bíða nýs árs. Tilboðin láta þó ekki á sér standa. „Ég er búinn að fresta öllum framtíðanplönum þangað til eftir áramót. Ég ætla að skoða þetta í rólegheitum í janúar,“ segir Þórir. Fengið fjölda tilboða En hefurðu fengið tilboð? „Já, já. Ég hef fengið tilboð en ég hef bara sagt að ég sé ekki að fara inn í neitt á þessu tímabili. Ef það verður eitthvað á næsta ári, næsta tímabili, þá er það eitthvað sem þarf að skoða vel. Það þarf að vera eitthvað sem passar,“ segir Þórir. Eitt er víst. Að Þórir er ekki á heimleið. „Ég er giftur norskri konu sem sagði við mig snemma, þegar við kynntumst, að hún myndi aldrei flytja til Íslands. Ég hef nú aðeins reynt en ég gafst upp fyrir mörgum árum síðan,“ segir Þórir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Norski handboltinn Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira