„Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2024 10:13 Ragnar Þór Pétursson veltir fyrir sér hlut barnanna þegar kemur að tómstundastarfinu. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson grunnskólakennari og fyrrverandi formaður Kennarasambandsins veltir fyrir sér hvert álagið sé orðið á börnin vegna skipulagðs tómstundastarfs í ljósi þess hvernig foreldrar tali um álagið sem fylgir því að fara á viðburði tengda starfinu. Tilefnið er umræða sem sprottið hefur upp meðal foreldra um það mikla álag sem fylgir jólunum og því að sækja alla þá viðburði sem tengjast skólanum, frístund og tómstundum barnanna. Foreldrar hafa lýst því að þeir séu hreinlega að drukkna, á hverju ári aukist álagið í desember. Það sé orðið óheilbrigt og streitan óbærileg. Eins og mæður eigi þrjú börn að meðaltali Ragnar Þór veltir hinni hlið málsins upp í færslu á Facebook. Ragnar sem fyrrverandi formaður Kennarasambandsins hefur löngum velt þessum málum fyrir sér. „Íslenskar mæður eiga orðið töluvert færri en tvö börn að meðaltali. Ein tómstund eða íþrótt kostar hinsvegar meiri peninga en til voru fyrir heilu barnahópana á heimilum fyrri ára. Miðað við umræðuna upp á síðkastið virðist samt algengt að mæður eigi að minnsta kosti þrjú börn sem hvert um sig æfir íþrótt, leikur á hljóðfæri og nemur dans eða leiklist.“ Og það sé að drepa foreldrana að önnin í öllu þessu endi á einhverskonar uppákomu fyrir foreldra. „Mín pæling: Ef það er í alvöru orðið mikið maus fyrir þig að fara á viðburði í skipulögðu tómstundastarfi barna þinna, hvert heldur þú að álagið sé orðið á börnin sjálf af öllu þessu starfi?“ Ekkert um að vera í janúar Óhætt er að segja að töluverð umræða myndist við færslu Ragnars og sitt sýnist hverjum. Jón Ólafsson tónlistarmaður er stuttorður og segir foreldra vel gera sér grein fyrir þessu. Helena Eydís Ingólfsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings segir að sér finnist merkilegt að ofan í umræðu um að halda desember sem hversdagslegustum og að börn séu mest í sinni rútínu sé verið að skipuleggja sýningar, tónleika og mót. Síðan komi langur og leiðinlegur janúar þar sem ekkert sé um að vera. „Af hverju hafa tónlistarskólar til dæmis ekki frekar nýárstónleika en jólatónleika og af hverju ekki nýársmót eða þorramót í hinum ýmsu íþróttagreinum frekar en desember-, aðventu- eða jólamót svo fjölskyldur geti betur stýrt samveru sinni og afþreyingu í desember,“ skrifar Helena. Hún segist vita að allir foreldrar hafi val um þátttöku. „En ef ég afþakka fótboltamótið þriðja sunnudag í aðventu getur liðið ekki keppt. Þann dag hefði ég samt kannski frekar viljað setja saman piparkökuhús með mínu barni.“ Börn og uppeldi Frístund barna Jól Streita og kulnun Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Sjá meira
Tilefnið er umræða sem sprottið hefur upp meðal foreldra um það mikla álag sem fylgir jólunum og því að sækja alla þá viðburði sem tengjast skólanum, frístund og tómstundum barnanna. Foreldrar hafa lýst því að þeir séu hreinlega að drukkna, á hverju ári aukist álagið í desember. Það sé orðið óheilbrigt og streitan óbærileg. Eins og mæður eigi þrjú börn að meðaltali Ragnar Þór veltir hinni hlið málsins upp í færslu á Facebook. Ragnar sem fyrrverandi formaður Kennarasambandsins hefur löngum velt þessum málum fyrir sér. „Íslenskar mæður eiga orðið töluvert færri en tvö börn að meðaltali. Ein tómstund eða íþrótt kostar hinsvegar meiri peninga en til voru fyrir heilu barnahópana á heimilum fyrri ára. Miðað við umræðuna upp á síðkastið virðist samt algengt að mæður eigi að minnsta kosti þrjú börn sem hvert um sig æfir íþrótt, leikur á hljóðfæri og nemur dans eða leiklist.“ Og það sé að drepa foreldrana að önnin í öllu þessu endi á einhverskonar uppákomu fyrir foreldra. „Mín pæling: Ef það er í alvöru orðið mikið maus fyrir þig að fara á viðburði í skipulögðu tómstundastarfi barna þinna, hvert heldur þú að álagið sé orðið á börnin sjálf af öllu þessu starfi?“ Ekkert um að vera í janúar Óhætt er að segja að töluverð umræða myndist við færslu Ragnars og sitt sýnist hverjum. Jón Ólafsson tónlistarmaður er stuttorður og segir foreldra vel gera sér grein fyrir þessu. Helena Eydís Ingólfsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings segir að sér finnist merkilegt að ofan í umræðu um að halda desember sem hversdagslegustum og að börn séu mest í sinni rútínu sé verið að skipuleggja sýningar, tónleika og mót. Síðan komi langur og leiðinlegur janúar þar sem ekkert sé um að vera. „Af hverju hafa tónlistarskólar til dæmis ekki frekar nýárstónleika en jólatónleika og af hverju ekki nýársmót eða þorramót í hinum ýmsu íþróttagreinum frekar en desember-, aðventu- eða jólamót svo fjölskyldur geti betur stýrt samveru sinni og afþreyingu í desember,“ skrifar Helena. Hún segist vita að allir foreldrar hafi val um þátttöku. „En ef ég afþakka fótboltamótið þriðja sunnudag í aðventu getur liðið ekki keppt. Þann dag hefði ég samt kannski frekar viljað setja saman piparkökuhús með mínu barni.“
Börn og uppeldi Frístund barna Jól Streita og kulnun Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Sjá meira