Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. desember 2024 21:07 Djerf var á lista Forbes yfir þrjátíu áhrifamestu athafnamenn heims undir þrítugu í fyrra. Instagram Sænski áhrifavaldurinn Matilda Djerf, sem á tískufatarisann Djerf Avenue, hefur beðist afsökunar á hegðun í garð starfsmanna sinna hjá fyrirtækinu. Hún var á dögunum sökuð um að niðurlægja starfsmenn sína og leggja þá í einelti. Aftonbladet ræddi við ellefu fyrrverandi og núverandi starfsmenn fyrirtækisins Djerf Avenue á dögunum sem sögðu farir sínar ekki sléttar af eigandanum, sem er jafnframt einn þekktasti áhrifavaldur heims um þessar mundir. Viðmælendur sögðust ýmist hafa orðið vitni að einelti á vinnustaðnum á hverjum degi, Djerf hafi brotið starfsfólk sitt niður með niðurlægingum og hrópum og sýnt af sér yfirlæti og hroka. Þá er Djerf sökuð um fitusmánun, þrátt fyrir að fyrirtækið stærði sig iðulega af því hve margar stærðir væru í boði á fötum Djerf Avenue. Djerf hefur nú birt afsökunarbeiðni á Instagram síðu sína, þar sem hún biður hvern þann sem hún kann að hafa sært afsökunar. „Þegar ég stofnaði Djerf Avenur bjóst ég aldrei við að starfsmennirnir yrðu svona margir og ábyrgðin svona mikil. Ég var ekki tilbún. Ég hef aldrei fyrr stjórnað fyrirtæki, og vegna mikils álags og tíðra breytinga mistókst mér að vera sá leiðtogi og samstarfsmaður sem mig langar til að vera,“ segir meðal annars í færslunni. Hún segist þegar hafa gert ráðstafanir til þess að bæta vinnuumhverfið. Hún hafi til að mynda ráðið inn reyndari framkvæmdastjórn og ráðið sálfræðing og annan mannauðsfulltrúa til starfa hjá fyrirtækinu. Þá hyggst hún sjálf líta í eigin barm. View this post on Instagram A post shared by Matilda Djerf (@matildadjerf) Tíska og hönnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Aftonbladet ræddi við ellefu fyrrverandi og núverandi starfsmenn fyrirtækisins Djerf Avenue á dögunum sem sögðu farir sínar ekki sléttar af eigandanum, sem er jafnframt einn þekktasti áhrifavaldur heims um þessar mundir. Viðmælendur sögðust ýmist hafa orðið vitni að einelti á vinnustaðnum á hverjum degi, Djerf hafi brotið starfsfólk sitt niður með niðurlægingum og hrópum og sýnt af sér yfirlæti og hroka. Þá er Djerf sökuð um fitusmánun, þrátt fyrir að fyrirtækið stærði sig iðulega af því hve margar stærðir væru í boði á fötum Djerf Avenue. Djerf hefur nú birt afsökunarbeiðni á Instagram síðu sína, þar sem hún biður hvern þann sem hún kann að hafa sært afsökunar. „Þegar ég stofnaði Djerf Avenur bjóst ég aldrei við að starfsmennirnir yrðu svona margir og ábyrgðin svona mikil. Ég var ekki tilbún. Ég hef aldrei fyrr stjórnað fyrirtæki, og vegna mikils álags og tíðra breytinga mistókst mér að vera sá leiðtogi og samstarfsmaður sem mig langar til að vera,“ segir meðal annars í færslunni. Hún segist þegar hafa gert ráðstafanir til þess að bæta vinnuumhverfið. Hún hafi til að mynda ráðið inn reyndari framkvæmdastjórn og ráðið sálfræðing og annan mannauðsfulltrúa til starfa hjá fyrirtækinu. Þá hyggst hún sjálf líta í eigin barm. View this post on Instagram A post shared by Matilda Djerf (@matildadjerf)
Tíska og hönnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira