Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Árni Sæberg skrifar 17. desember 2024 06:44 Haraldur gefur lítið fyrir áform Róberts Wessmann og félaga í Alvotech um að byggja leikskóla. Vísir/Vilhelm Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, virðist gefa lítið fyrir áform um aukna aðkomu atvinnulífsins að leikskólamálum. Hugsanavilla virðist vera í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en hinu opinbera að laða til sín kennara og fæstir spyrji að því hvað sé best fyrir sjálf börnin. Þetta kemur fram í aðsendri grein Haraldar Freys hér á Vísi. Þar svarar hann fréttum um aukna aðkomu atvinnulífsins að leikskólamálum, nú síðast áformum Alvotech um að reisa þrjá leikskóla. „Borist hafa af því fréttir að fyrirtæki eins og Alvotech og Arion banki hafi hug á því að stofna leikskóla eða einhvers konar dagvistunarúrræði fyrir börn starfsmanna sinna. Fyrir þessum hugmyndum hefur Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, meðal annars talað. Margar áleitnar spurningar vakna þegar svona umræða fer af stað. Gallarnir eru margir og nægir að nefna forgang fyrir börn starfsfólks fyrirtækjanna sem sveitarfélög, sem gera samning við slík einkafyrirtæki, setja sem kröfu,“ segir Haraldur. Einar óskaði eftir aðkomu Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði í síðustu viku að hann hefði hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritunar í leikskóla. Einar sagði meðal annars að gert væri ráð fyrir því skilyrði að bæði börn starfsmanna fyrirtækjanna og önnur börn úr Reykjavík ættu kost á leikskólaplássi í skólunum sem einkaaðilar kæmu að því að byggja. Spyr hvernig brugðist væri við stofnun grunnskóla Arion banka Haraldur segir að með stofnun skóla á vegum atvinnuveitenda skapist ójafnræði sem erfitt væri fyrir sveitarfélög að rökstyðja. Hingað til hafi verið sátt innan samfélagsins um að leikskólarnir séu byggðir upp á samfélagslegum grunni, líkt og grunnskólarnir. „Hvernig væri umræðan ef Alvotech og Arion banki hygðust stofna grunnskóla? „Talsmenn fyrirtækjanna segja að lakur árangur íslenskra nemenda á Pisa prófinu muni til lengri tíma skekkja samkeppnisstöðu þeirra. Við þurfum betur menntað starfsfólk og þar skiptir miklu máli að grunnurinn sé góður.““ Þá spyr hann sig hvort að með stofnun leikskólanna sé allsherjarstefnubreyting á þeim samfélagssáttmála sem ríkt hefur um skólakerfið að raungerast. Ekki hægt að brúa bilið á ofurhraða Haraldur segir að þessi hugmynd fyrirtækja að setja á laggir leikskóla spretti upp úr þeim vanda sem ofvöxtur leikskólakerfisins hafi skapað. Leikskólastigið hafi þróast hratt sem skólastig og í raun allt of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir samfélagsins um að taka sífellt inn yngri og yngri börn án þess að hugsa málið fyllilega til enda hafi aukið á vandann og komið öllum í erfiða stöðu. Að ætla á ofurhraða að brúa bilið milli leikskóla og fæðingarorlofs með leikskólum myndi setja aukinn þrýsting á kerfi sem þoli ekki meiri þrýsting. „Almennt hefur umræðan um brúun bilsins að litlu leyti verið út frá forsendum og þörfum barna. Fáir leita svara við spurningunni: „Hvað er best fyrir 1-2 ára börn?““ Fyrirtækin framleiði ekki kennara Þá segir Haraldur að vandi leikskólakerfisins sé skortur á fagmenntuðu starfsfólki. Hvorki Alovotech né Arion banki muni framleiða kennara á örskotsstundu. Staðan sé einfaldlega þannig að á meðan verið er að ná nýliðun á flug sé eina raunhæfa lausnin að brúa bilið með lengra fæðingarorlofi, skilyrtu milli kynja. Það mætti til dæmis skoða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu kerfi sem tali saman við fæðingarorlofskerfið þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast. Það hafi verið slegið met í innritun í leikskólakennaranám mörg ár aftur í tímann. Nýliðunin muni hins vegar taka tíma þar sem kerfið hafi stækkað hraðar en ráðið verði við. „Það virðist vera einhver hugsanavilla í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en opinberum aðilum að laða til sín kennara. Staðreyndin er þessi. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum, reknum af sveitarfélögunum, er 26 prósent. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18 prósent. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka.“ Mjög djúpt á umboði frá Einari Loks segir Haraldur að stærsta verkefni sveitarfélaga sé að fjölga leikskólakennurum. Ekki sé unnt að ná að viðhalda nægilega háum gæðum í námi á leikskólastigi vegna mikils skorts á kennurum. Í dag vanti 2.469 kennara til að uppfylla lagalegar skyldur sem kveði á um að 67 prósent þeirra sem sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Haraldur Freyr Gíslason Til að fjölga kennurum enn frekar þurfi að gera störf í leikskólum eftirsóttari, draga úr starfsmannaveltu og styðja við starfsfólk og stjórnendur leikskóla. Það sé aðallega tvennt sem muni stuðla að fjölgun kennara: Laun þurfi að vera samkeppnishæf við aðra sérfræðinga á markaði. Það þurfi að skapa kennurum á leikskólastiginu starfsaðstæður sem þeir vilja starfa í. „Eini raunverulegi staðurinn þar sem hægt er að vinna markvisst að þessum tveimur punktum er við kjarasamningsborðið. Þar sitjum við núna. Við það borð veita einstaklingar eins og Einar Þorsteinsson borgarstjóri umboð til þess að gera kjarasamninga sem raunverulega geta fjölgað kennurum á leikskólastiginu. Það er sami Einar Þorsteinsson og kvartar yfir því að ekki fáist nægilega margir kennarar til starfa í leikskólum landsins. Eins og staðan er í dag virðist vera mjög djúpt á umboði frá honum til að gera það sem þarf. Hér fer ekki saman hljóð og mynd.“ Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Alvotech Arion banki Tengdar fréttir Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. 13. desember 2024 20:44 Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06 Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Arion banki ætlar á næstu mánuðum að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Forstöðumaður segist vona til þess að daggæslan létti líf fleiri en bara starfsmanna. 15. nóvember 2024 09:13 Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21. 14. nóvember 2024 14:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Haraldar Freys hér á Vísi. Þar svarar hann fréttum um aukna aðkomu atvinnulífsins að leikskólamálum, nú síðast áformum Alvotech um að reisa þrjá leikskóla. „Borist hafa af því fréttir að fyrirtæki eins og Alvotech og Arion banki hafi hug á því að stofna leikskóla eða einhvers konar dagvistunarúrræði fyrir börn starfsmanna sinna. Fyrir þessum hugmyndum hefur Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, meðal annars talað. Margar áleitnar spurningar vakna þegar svona umræða fer af stað. Gallarnir eru margir og nægir að nefna forgang fyrir börn starfsfólks fyrirtækjanna sem sveitarfélög, sem gera samning við slík einkafyrirtæki, setja sem kröfu,“ segir Haraldur. Einar óskaði eftir aðkomu Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði í síðustu viku að hann hefði hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritunar í leikskóla. Einar sagði meðal annars að gert væri ráð fyrir því skilyrði að bæði börn starfsmanna fyrirtækjanna og önnur börn úr Reykjavík ættu kost á leikskólaplássi í skólunum sem einkaaðilar kæmu að því að byggja. Spyr hvernig brugðist væri við stofnun grunnskóla Arion banka Haraldur segir að með stofnun skóla á vegum atvinnuveitenda skapist ójafnræði sem erfitt væri fyrir sveitarfélög að rökstyðja. Hingað til hafi verið sátt innan samfélagsins um að leikskólarnir séu byggðir upp á samfélagslegum grunni, líkt og grunnskólarnir. „Hvernig væri umræðan ef Alvotech og Arion banki hygðust stofna grunnskóla? „Talsmenn fyrirtækjanna segja að lakur árangur íslenskra nemenda á Pisa prófinu muni til lengri tíma skekkja samkeppnisstöðu þeirra. Við þurfum betur menntað starfsfólk og þar skiptir miklu máli að grunnurinn sé góður.““ Þá spyr hann sig hvort að með stofnun leikskólanna sé allsherjarstefnubreyting á þeim samfélagssáttmála sem ríkt hefur um skólakerfið að raungerast. Ekki hægt að brúa bilið á ofurhraða Haraldur segir að þessi hugmynd fyrirtækja að setja á laggir leikskóla spretti upp úr þeim vanda sem ofvöxtur leikskólakerfisins hafi skapað. Leikskólastigið hafi þróast hratt sem skólastig og í raun allt of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir samfélagsins um að taka sífellt inn yngri og yngri börn án þess að hugsa málið fyllilega til enda hafi aukið á vandann og komið öllum í erfiða stöðu. Að ætla á ofurhraða að brúa bilið milli leikskóla og fæðingarorlofs með leikskólum myndi setja aukinn þrýsting á kerfi sem þoli ekki meiri þrýsting. „Almennt hefur umræðan um brúun bilsins að litlu leyti verið út frá forsendum og þörfum barna. Fáir leita svara við spurningunni: „Hvað er best fyrir 1-2 ára börn?““ Fyrirtækin framleiði ekki kennara Þá segir Haraldur að vandi leikskólakerfisins sé skortur á fagmenntuðu starfsfólki. Hvorki Alovotech né Arion banki muni framleiða kennara á örskotsstundu. Staðan sé einfaldlega þannig að á meðan verið er að ná nýliðun á flug sé eina raunhæfa lausnin að brúa bilið með lengra fæðingarorlofi, skilyrtu milli kynja. Það mætti til dæmis skoða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu kerfi sem tali saman við fæðingarorlofskerfið þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast. Það hafi verið slegið met í innritun í leikskólakennaranám mörg ár aftur í tímann. Nýliðunin muni hins vegar taka tíma þar sem kerfið hafi stækkað hraðar en ráðið verði við. „Það virðist vera einhver hugsanavilla í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en opinberum aðilum að laða til sín kennara. Staðreyndin er þessi. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum, reknum af sveitarfélögunum, er 26 prósent. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18 prósent. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka.“ Mjög djúpt á umboði frá Einari Loks segir Haraldur að stærsta verkefni sveitarfélaga sé að fjölga leikskólakennurum. Ekki sé unnt að ná að viðhalda nægilega háum gæðum í námi á leikskólastigi vegna mikils skorts á kennurum. Í dag vanti 2.469 kennara til að uppfylla lagalegar skyldur sem kveði á um að 67 prósent þeirra sem sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Haraldur Freyr Gíslason Til að fjölga kennurum enn frekar þurfi að gera störf í leikskólum eftirsóttari, draga úr starfsmannaveltu og styðja við starfsfólk og stjórnendur leikskóla. Það sé aðallega tvennt sem muni stuðla að fjölgun kennara: Laun þurfi að vera samkeppnishæf við aðra sérfræðinga á markaði. Það þurfi að skapa kennurum á leikskólastiginu starfsaðstæður sem þeir vilja starfa í. „Eini raunverulegi staðurinn þar sem hægt er að vinna markvisst að þessum tveimur punktum er við kjarasamningsborðið. Þar sitjum við núna. Við það borð veita einstaklingar eins og Einar Þorsteinsson borgarstjóri umboð til þess að gera kjarasamninga sem raunverulega geta fjölgað kennurum á leikskólastiginu. Það er sami Einar Þorsteinsson og kvartar yfir því að ekki fáist nægilega margir kennarar til starfa í leikskólum landsins. Eins og staðan er í dag virðist vera mjög djúpt á umboði frá honum til að gera það sem þarf. Hér fer ekki saman hljóð og mynd.“
Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Alvotech Arion banki Tengdar fréttir Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. 13. desember 2024 20:44 Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06 Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Arion banki ætlar á næstu mánuðum að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Forstöðumaður segist vona til þess að daggæslan létti líf fleiri en bara starfsmanna. 15. nóvember 2024 09:13 Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21. 14. nóvember 2024 14:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. 13. desember 2024 20:44
Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06
Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Arion banki ætlar á næstu mánuðum að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Forstöðumaður segist vona til þess að daggæslan létti líf fleiri en bara starfsmanna. 15. nóvember 2024 09:13
Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21. 14. nóvember 2024 14:05