Ósanngjarnt að börn hafi úrslitavald Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. desember 2024 18:49 Jóhanna Pálsdóttir er kennari við Kársnesskóla. Vísir/Samsett Kennari við Kársnesskóla skorar á fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn Kópavogs að endurskoða þá ákvörðun að láta nemendur skólans frá fyrsta upp í tíunda bekk velja nafn á þá nýju skóla sem verða til við skiptingu Kársnesskóla í tvennt. Hún segir fáránlegt að börn skuli hafa þetta ábyrgðarmikla hlutverk og að sjálfsagt væri að skólarnir fengju sín upprunalegu nöfn. Snemma á þessu ári tilkynnti Kópavogsbær að Kársnesskóla yrði skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu sem líður samkvæmt tillögu menntaviðs. Meginástæða þess hafi verið fjölgun nemenda á Kársnesi en undanfarin ár hefur nemendafjöldi skólans verið á milli 600 og 700. Fyrirséð er að enn muni þeim fjölga. Tilfinningatengsl við skólana gömlu Kársnesskóli varð til við sameiningu Kársnesskóla og Þinghólsskóla árið 2001 og Jóhanna Pálsdóttir, kennari við skólann, segr það súrt að íbúar Kársness skuli ekki fá að hafa áhrif á nafngiftirnar og að Kópavogi sé íbúalýðræði greinilega ekki mikilvægt. „Í dag fá nemendur 1.-10. bekkja Kársnesskóla að velja endanlegt nafn á skólunum tveimur sem verða á Kársnesinu um ókomna tíð. Búið er að velja fimm nöfn á hvorn skóla sem voru vinsælust í nemenda- og íbúakönnun á Kársnesinu. Úr þeim nöfnum velja nú börnin, sem eru 6-15 ára gömul. Leik- og grunnskólar bæjarins eru opinberar stofnanir og mér finnst glórulaust að börn hafi úrslitavald um nöfn á þessum stofnunum,“ skrifar hún í færslu á íbúahóp Kársnesinga. Jóhanna segir það súrt að Kársnesingar með minningar af skólunum tveimur skuli ekki fá að láta sína rödd heyrast. „Við sem höfum búið hér áratugum saman og upplifðum sameiningu skólanna á sínum tíma höfum líklega miklu meiri tilfinningatengsl til þessara stofnana en þessi litlu börn,“ skrifar hún. Sjálfsagt að skólarnir fái sín upprunalegu nöfn Jóhanna segist skora á kjörna fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn að endurskoða þessa ákvörðun sína um að láta börn hafa þetta mikilvæga hlutverk. „Gamlir nemendur, Sögufélag Kópavogs og margir líkt og ég geyma alls konar minningar tengdar gömlu nöfnum skólanna. Því finnst mér með ólíkindum að tæpum aldarfjórðungi eftir sameiningu skólanna hafi það ekki verið sjálfsagður hlutur að þeir fengju sín upprunalegu nöfn, sérstaklega þar sem Þinghólsskóli er enn í þeirri byggingu sem hann var byggður til á sínum tíma,“ segir Jóhanna. „Mér finnst sjálfsagt að þau hafi atkvæðarétt - en ég vil fá hann líka sem útsvarsgreiðandi og íbúi á Kársnesinu.“ Kópavogur Grunnskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Hún segir fáránlegt að börn skuli hafa þetta ábyrgðarmikla hlutverk og að sjálfsagt væri að skólarnir fengju sín upprunalegu nöfn. Snemma á þessu ári tilkynnti Kópavogsbær að Kársnesskóla yrði skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu sem líður samkvæmt tillögu menntaviðs. Meginástæða þess hafi verið fjölgun nemenda á Kársnesi en undanfarin ár hefur nemendafjöldi skólans verið á milli 600 og 700. Fyrirséð er að enn muni þeim fjölga. Tilfinningatengsl við skólana gömlu Kársnesskóli varð til við sameiningu Kársnesskóla og Þinghólsskóla árið 2001 og Jóhanna Pálsdóttir, kennari við skólann, segr það súrt að íbúar Kársness skuli ekki fá að hafa áhrif á nafngiftirnar og að Kópavogi sé íbúalýðræði greinilega ekki mikilvægt. „Í dag fá nemendur 1.-10. bekkja Kársnesskóla að velja endanlegt nafn á skólunum tveimur sem verða á Kársnesinu um ókomna tíð. Búið er að velja fimm nöfn á hvorn skóla sem voru vinsælust í nemenda- og íbúakönnun á Kársnesinu. Úr þeim nöfnum velja nú börnin, sem eru 6-15 ára gömul. Leik- og grunnskólar bæjarins eru opinberar stofnanir og mér finnst glórulaust að börn hafi úrslitavald um nöfn á þessum stofnunum,“ skrifar hún í færslu á íbúahóp Kársnesinga. Jóhanna segir það súrt að Kársnesingar með minningar af skólunum tveimur skuli ekki fá að láta sína rödd heyrast. „Við sem höfum búið hér áratugum saman og upplifðum sameiningu skólanna á sínum tíma höfum líklega miklu meiri tilfinningatengsl til þessara stofnana en þessi litlu börn,“ skrifar hún. Sjálfsagt að skólarnir fái sín upprunalegu nöfn Jóhanna segist skora á kjörna fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn að endurskoða þessa ákvörðun sína um að láta börn hafa þetta mikilvæga hlutverk. „Gamlir nemendur, Sögufélag Kópavogs og margir líkt og ég geyma alls konar minningar tengdar gömlu nöfnum skólanna. Því finnst mér með ólíkindum að tæpum aldarfjórðungi eftir sameiningu skólanna hafi það ekki verið sjálfsagður hlutur að þeir fengju sín upprunalegu nöfn, sérstaklega þar sem Þinghólsskóli er enn í þeirri byggingu sem hann var byggður til á sínum tíma,“ segir Jóhanna. „Mér finnst sjálfsagt að þau hafi atkvæðarétt - en ég vil fá hann líka sem útsvarsgreiðandi og íbúi á Kársnesinu.“
Kópavogur Grunnskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira