Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. desember 2024 17:16 Fanney Gunnarsdóttir áhugaljósmyndari fagnaði sjónarspilið að morgni 22. nóvember. Fanney Gunnarsdóttir Skær vígahnöttur náðist á mynd á föstudagsmorgni í nóvember. Þrátt fyrir að vera á stærð við steinvölu varð hann talsvert bjartari en skærustu stjörnuhröp er hann splundraðist á heiðskírum morgunhimninum. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur segir að um sé að ræða talsvert bjartara stjörnuhrap en alla jafna. Eftir að hafa fengið ábendingar og síðar myndir af fyrirbærinu geti hann fullyrt að þarna hafi sprungið vígahnöttur. Að auki hefur hann reiknað út hversu stór vígahnötturinn var, og um það bil hvar og í hve mikilli hæð hann sprakk. „Þetta tiltekna fyrirbæri hefur verið lítil steinvala sem hefur verið á fleygiferð um sólkerfið í örugglega fjóra milljarða ára. Sem dag einn varð í vegi jarðarinnar, þannig að þegar húnstingur sér inn í andrúmsloftið og finnur fyrir núningi andrúmsloftsins, byrjar að lýsa og svo stenst hún ekki álagið og springur. Og þegar hann springur verður hann álíka skær eða skærari en Júpíter,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Vígahnötturinn auk annarra stjarna á himni ofan.Fanney Gunnarsdóttir Rykslóðin sem náðist á mynd Fanneyjar Gunnarsdóttur áhugaljósmyndara áætlar Sævar að hafi verið í yfir sextíu kílómetra hæð. Útreikningar hans sýna að vígahnötturinn hafi sprungið í um tólf gráðu hæð yfir sjóndeildarhring. Steinninn hafi líklega sprungið í um eða yfir 400 kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem myndin var tekin eða tæpa 200 kílómetra vestur af Reykjavík, yfir hafinu milli Íslands og Grænlands. „Þetta eru yfirleitt bara örfáar sekúndur. Og yfirleitt alltaf er um að ræða frekar litla steina sem springa fyrir ofan okkur. Þeir eru yfirleitt um sentímetri plús á stærð og þegar þeir eru stærri þá valda þeir meira sjónarspili,“ segir Sævar. Sævar segir vígahnetti reglulega dúkka upp með þessum hætti, til að mynda hafi stærri og myndarlegri vígahnöttur splundrast nærri Reykjavík í lok síðasta árs. Sjá einnig: Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Árið 2022 náðist myndband af vígahnetti springa hjá Heimskautagerðinu við Raufarhöfn. Hnötturinn kom ferðamönnum í Norðurljósaleiðangri svo sannarlega á óvart. Geimurinn Reykjavík Tengdar fréttir Ýmsir dáðust að vígahnetti sem náðist á myndband Svokallaður vígahnöttur lýsti upp himininn á Vesturlandi um klukkan átta í morgun. 3. nóvember 2023 08:36 Vígahnöttur lýsti upp himininn Vígahnöttur lýsti upp norðurhimininn á ellefta tímanum í kvöld, og sást vel hér á landi. 12. september 2023 23:20 Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2019 21:39 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur segir að um sé að ræða talsvert bjartara stjörnuhrap en alla jafna. Eftir að hafa fengið ábendingar og síðar myndir af fyrirbærinu geti hann fullyrt að þarna hafi sprungið vígahnöttur. Að auki hefur hann reiknað út hversu stór vígahnötturinn var, og um það bil hvar og í hve mikilli hæð hann sprakk. „Þetta tiltekna fyrirbæri hefur verið lítil steinvala sem hefur verið á fleygiferð um sólkerfið í örugglega fjóra milljarða ára. Sem dag einn varð í vegi jarðarinnar, þannig að þegar húnstingur sér inn í andrúmsloftið og finnur fyrir núningi andrúmsloftsins, byrjar að lýsa og svo stenst hún ekki álagið og springur. Og þegar hann springur verður hann álíka skær eða skærari en Júpíter,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Vígahnötturinn auk annarra stjarna á himni ofan.Fanney Gunnarsdóttir Rykslóðin sem náðist á mynd Fanneyjar Gunnarsdóttur áhugaljósmyndara áætlar Sævar að hafi verið í yfir sextíu kílómetra hæð. Útreikningar hans sýna að vígahnötturinn hafi sprungið í um tólf gráðu hæð yfir sjóndeildarhring. Steinninn hafi líklega sprungið í um eða yfir 400 kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem myndin var tekin eða tæpa 200 kílómetra vestur af Reykjavík, yfir hafinu milli Íslands og Grænlands. „Þetta eru yfirleitt bara örfáar sekúndur. Og yfirleitt alltaf er um að ræða frekar litla steina sem springa fyrir ofan okkur. Þeir eru yfirleitt um sentímetri plús á stærð og þegar þeir eru stærri þá valda þeir meira sjónarspili,“ segir Sævar. Sævar segir vígahnetti reglulega dúkka upp með þessum hætti, til að mynda hafi stærri og myndarlegri vígahnöttur splundrast nærri Reykjavík í lok síðasta árs. Sjá einnig: Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Árið 2022 náðist myndband af vígahnetti springa hjá Heimskautagerðinu við Raufarhöfn. Hnötturinn kom ferðamönnum í Norðurljósaleiðangri svo sannarlega á óvart.
Geimurinn Reykjavík Tengdar fréttir Ýmsir dáðust að vígahnetti sem náðist á myndband Svokallaður vígahnöttur lýsti upp himininn á Vesturlandi um klukkan átta í morgun. 3. nóvember 2023 08:36 Vígahnöttur lýsti upp himininn Vígahnöttur lýsti upp norðurhimininn á ellefta tímanum í kvöld, og sást vel hér á landi. 12. september 2023 23:20 Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2019 21:39 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Ýmsir dáðust að vígahnetti sem náðist á myndband Svokallaður vígahnöttur lýsti upp himininn á Vesturlandi um klukkan átta í morgun. 3. nóvember 2023 08:36
Vígahnöttur lýsti upp himininn Vígahnöttur lýsti upp norðurhimininn á ellefta tímanum í kvöld, og sást vel hér á landi. 12. september 2023 23:20
Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2019 21:39