Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2024 11:30 Þetta er komið gott, segir Roy Keane um samstarf Manchester United og Marcus Rashford. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og knattspyrnuspekingur, segir tíma til kominn fyrir Marcus Rashford, leikmann United, að róa á önnur mið. Rashford var skilinn eftir utan leikmannahóps United er liðið mætti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær, líkt og Alejandro Garnacho. Rúben Amorim, stjóri rauða liðsins í Manchester, virðist vera að senda með því ákveðin skilaboð til leikmannana tveggja og framtíð þeirra óljós. Roy Keane var sérfræðingur í kringum leikinn hjá Sky Sports sem sýndi hann á Bretlandi í gær en United vann leikinn 2-1 án þeirra félaga. Ákvörðunin um að skilja Rashford eftir utan hóps var þar til umræðu. „Þetta er áhugavert vegna þess að þeir hafa báðir tekið þátt í leikjunum undir stjórn Amorims til þessa. Hann hefur skoðað þá og augljóslega séð eitthvað sem honum líkar ekki, hvort sem það er eitthvað innan vallar eða utan, varðandi hugarfar eða slíkt,“ „Að skilja þá eftir utan hóps er stór ákvörðun en að einhverju leyti ekki óvænt því báðir leikmenn hafa verið slakir og honum hefur þótt nóg vera nóg,“ segir Keane. Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, var með Keane í setti og furðaði sig á stöðunni. Sagði Rashford sterkan leikmann sem hlyti að vera hægt að virkja. Þetta yrðu sorgleg endalok fyrir leikmann sem er uppalinn hjá Manchester United. Keane sammældist því að hluta en líkast til væri best fyrir leikmanninn sjálfan, eftir hegðun hans og framlag undanfarin misseri, að hann breyti til. „Þetta gæti verið endirinn. Við skulum ekki afskrifa hann alveg, þetta er einn leikur, en þetta lítur ekki vel út. Ég held að breyting myndi henta honum vel. Hann hefur verið lengi þarna og gert vel, en síðustu tvö ár hafa ekki verið góð og nálgun hans og hugarfar ekki verið gott undanfarið. Ég held það sé gott að slíta þessu samstarfi,“ segir Keane. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Jólin verða rauð í Manchesterborg Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. 15. desember 2024 18:31 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Rashford var skilinn eftir utan leikmannahóps United er liðið mætti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær, líkt og Alejandro Garnacho. Rúben Amorim, stjóri rauða liðsins í Manchester, virðist vera að senda með því ákveðin skilaboð til leikmannana tveggja og framtíð þeirra óljós. Roy Keane var sérfræðingur í kringum leikinn hjá Sky Sports sem sýndi hann á Bretlandi í gær en United vann leikinn 2-1 án þeirra félaga. Ákvörðunin um að skilja Rashford eftir utan hóps var þar til umræðu. „Þetta er áhugavert vegna þess að þeir hafa báðir tekið þátt í leikjunum undir stjórn Amorims til þessa. Hann hefur skoðað þá og augljóslega séð eitthvað sem honum líkar ekki, hvort sem það er eitthvað innan vallar eða utan, varðandi hugarfar eða slíkt,“ „Að skilja þá eftir utan hóps er stór ákvörðun en að einhverju leyti ekki óvænt því báðir leikmenn hafa verið slakir og honum hefur þótt nóg vera nóg,“ segir Keane. Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, var með Keane í setti og furðaði sig á stöðunni. Sagði Rashford sterkan leikmann sem hlyti að vera hægt að virkja. Þetta yrðu sorgleg endalok fyrir leikmann sem er uppalinn hjá Manchester United. Keane sammældist því að hluta en líkast til væri best fyrir leikmanninn sjálfan, eftir hegðun hans og framlag undanfarin misseri, að hann breyti til. „Þetta gæti verið endirinn. Við skulum ekki afskrifa hann alveg, þetta er einn leikur, en þetta lítur ekki vel út. Ég held að breyting myndi henta honum vel. Hann hefur verið lengi þarna og gert vel, en síðustu tvö ár hafa ekki verið góð og nálgun hans og hugarfar ekki verið gott undanfarið. Ég held það sé gott að slíta þessu samstarfi,“ segir Keane. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Jólin verða rauð í Manchesterborg Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. 15. desember 2024 18:31 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Jólin verða rauð í Manchesterborg Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. 15. desember 2024 18:31