Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2024 14:04 Brosið fer ekki af Hvergerðingum þessa dagana, ekki síst þeirra sem vinna í stjórnsýslunni því það átti engin von á svona myndarlegum styrk frá Evrópusambandinu til byggingar nýju skolphreinistöðvarinnar. Aðsend Mikil gleði ríkir í Hveragerði þessa dagana því Hveragerðisbær var að fá 342 miljóna króna styrk frá Evrópusambandinu vegna byggingar nýrrar skolphreinsistöðvar í bænum. Brosið fer ekki af Hvergerðingum þessa dagana, ekki síst þeirra sem vinna í stjórnsýslunni því það átti engin von á svona myndarlegum styrk frá Evrópusambandinu til byggingar nýju skolphreinistöðvarinnar og um leið að þróa heildstæðar úrgangslausnir og sýna framfarir í meðhöndlun á úrgangi. Einnig mun Hveragerðisbær sýna fram á nýtt eftirlit með seyru og örplasti en það hefur ekki verið gert áður hér á landi. Pétur G. Markan er bæjarstjóri í Hveragerði. „Eitt af okkar stóru verkefnum undanfarið hefur verið að skipuleggja og fara svo í kjölfarið í framkvæmdir á nýrri skolphreinsistöð, sem verður þá viðbót við skolphreinsistöðina, sem er í dag, sem er til fyrirmyndar á landsvísu, þriggja þrepa skolphreinsistöð, sem hefur þjónað vel en er komin tími á. Nú þurfum við að bæta við hana og þessi styrkur mun nýtast geysilega vel í þá uppbyggingu og það verkefni,” segir Pétur. Pétur segir að nýja skolphreinsistöðin verði á heimsmælikvarða því hún verði svo flott og fullkominn. „Svo er það bara þannig að það hlýtur að vera hluti af sjálfsmynd allra bæjarfélaga að vera með skólphreinsimálin sín í lagi og hér hafa þau verið í lagi og ég held að það mættu margir taka okkur til fyrirmyndar í þessu,” segir Pétur. Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, sem er sérstaklega kátur þessa dagana með myndarlega styrkinn frá Evrópusambandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En dugar styrkurinn frá Evrópusambandinu fyrir nýju skolphreinsistöðinni eða hvað ? „Nei, þetta dugar nú ekki til. Hlutur bæjarins verður mjög myndarlegur á endanum. Við höfum oft verið að horfa einhvers staðar í kringum milljarð í svona lokakostnað við stöðina. Þetta eru dýrar stöðvar, þetta er dýr innviðauppbygging,” segir Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði. Mikil ánægja hjá íbúum í blómabænum í Hveragerði með styrkinn til nýju skolphreinsistöðvarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Evrópusambandið Skólp Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Brosið fer ekki af Hvergerðingum þessa dagana, ekki síst þeirra sem vinna í stjórnsýslunni því það átti engin von á svona myndarlegum styrk frá Evrópusambandinu til byggingar nýju skolphreinistöðvarinnar og um leið að þróa heildstæðar úrgangslausnir og sýna framfarir í meðhöndlun á úrgangi. Einnig mun Hveragerðisbær sýna fram á nýtt eftirlit með seyru og örplasti en það hefur ekki verið gert áður hér á landi. Pétur G. Markan er bæjarstjóri í Hveragerði. „Eitt af okkar stóru verkefnum undanfarið hefur verið að skipuleggja og fara svo í kjölfarið í framkvæmdir á nýrri skolphreinsistöð, sem verður þá viðbót við skolphreinsistöðina, sem er í dag, sem er til fyrirmyndar á landsvísu, þriggja þrepa skolphreinsistöð, sem hefur þjónað vel en er komin tími á. Nú þurfum við að bæta við hana og þessi styrkur mun nýtast geysilega vel í þá uppbyggingu og það verkefni,” segir Pétur. Pétur segir að nýja skolphreinsistöðin verði á heimsmælikvarða því hún verði svo flott og fullkominn. „Svo er það bara þannig að það hlýtur að vera hluti af sjálfsmynd allra bæjarfélaga að vera með skólphreinsimálin sín í lagi og hér hafa þau verið í lagi og ég held að það mættu margir taka okkur til fyrirmyndar í þessu,” segir Pétur. Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, sem er sérstaklega kátur þessa dagana með myndarlega styrkinn frá Evrópusambandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En dugar styrkurinn frá Evrópusambandinu fyrir nýju skolphreinsistöðinni eða hvað ? „Nei, þetta dugar nú ekki til. Hlutur bæjarins verður mjög myndarlegur á endanum. Við höfum oft verið að horfa einhvers staðar í kringum milljarð í svona lokakostnað við stöðina. Þetta eru dýrar stöðvar, þetta er dýr innviðauppbygging,” segir Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði. Mikil ánægja hjá íbúum í blómabænum í Hveragerði með styrkinn til nýju skolphreinsistöðvarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Evrópusambandið Skólp Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira