Fimm barna móðir aldrei séð nokkurt barna sinna jafnveikt Tómas Arnar Þorláksson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 15. desember 2024 19:19 Súrefnismettun Aprílar var orðin svo lág að hún þurfti á súrefnisgrímu að halda. Móðir hennar segir það verstu tilfinningu í heimi að horfa á barn sitt svona veikt. Fimm barna móðir segir ekkert barna sinna nokkurn tímann hafa orðið jafn veikt og tveggja ára dóttir hennar þegar hún smitaðist af RS-veirunni fyrir um viku síðan. Hún segir sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja, sem þegar hafa byrjað að nota byltingarkennt mótefni. Hin tæplega tveggja ára Apríl Nótt smitaðist af RS-veiru fyrir rétt rúmri viku síðan en yfirlæknir á Barnaspítalanum hefur varað við því að árlegi faraldurinn sé óvanalega harður í ár. Fleiri börn veikist og einkenni séu alvarlegri. Heilsu stelpunnar fór hrakandi á fjórða degi Fyrst um sinn hafi einkenni Aprílar verið eins og hver önnur pest en eftir þrjá daga af háum hita leist Söru ekki á blikuna og hringdi tvisvar í síma Heilsugæslunnar þar sem henni hafi verið ráðlagt að gefa Apríl hitalækkandi og bíða. Á fjórða degi hafi heilsu hennar þó farið hrakandi. Sara hætti að borða og vildi ekkert gera nema vera í fangi móður sinnar. „Hættir að leika sér, hættir að borða og vill helst bara vera í fanginu á mér og biður um að fá að fara lúlla. Ég hringi aftur en er ráðlagt það sama en á miðnætti þetta kvöld, þá ákveð ég það að mér lýst ekki á blikuna ég ætla hlusta á innsæið,“ segir Sara. Hún keyrði þá með dóttur sína á Barnaspítalann þar sem kom í ljós að Apríl væri lág í súrefnismettun og lá í kjölfarið inni í tvær nætur með súrefnisaðstoð þar til hún náði bata. „Maður sér að súrefnismettunin er orðin lág. Maður hefur aldrei nokkurn tímann lent í því og barnið komið með súrefnisgrímu og þá upplifir maður ótrúlega mikinn ótta við hvað tekur við. Vitandi þó að maður sé í góðum höndum þarna á Barnaspítalanum, þá er þetta auðvitað versta tilfinning í heimi,“ segir hún. Fjölskyldan er gríðarlega ánægð með starfsfólk Barnaspítalans.Vísir/Ívar Fannar Foreldrar skuli treysta innsæinu Sara hvetur foreldra til að vera vakandi fyrir einkennum og treysta innsæi sínu. „Ég er fimm barna móðir og ég hef aldrei séð neitt barnanna minna svona veikt af umgangspest. Ekki af Covid, ekki af neinu,“ segir hún og bætir við: „Bara látið lækni kíkja á barnið ef ykkur lýst svo á, ef staðan er þannig. Ekkert að skammast sín fyrir að vilja það.“ Ekkert barna Söru hefur orðið eins veikt og Apríl varð af RS-veirunni í vikunni. Sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að íslensk börn muni mögulega fá byltingarkennt mótefni við veirunni á næsta ári. Sara vonar að það verði raunin og hvetur foreldra að nýta sér úrræðið þegar að því kemur. „Þó fyrr hefði verið. Ég veit að þetta hefur verið notað erlendis og það er svolítið sorglegt að Ísland þurfi að vera eftirbátur í þessum efnum því þetta er mikilvægasta fólkið okkar börnin,“ segir Sara. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Hin tæplega tveggja ára Apríl Nótt smitaðist af RS-veiru fyrir rétt rúmri viku síðan en yfirlæknir á Barnaspítalanum hefur varað við því að árlegi faraldurinn sé óvanalega harður í ár. Fleiri börn veikist og einkenni séu alvarlegri. Heilsu stelpunnar fór hrakandi á fjórða degi Fyrst um sinn hafi einkenni Aprílar verið eins og hver önnur pest en eftir þrjá daga af háum hita leist Söru ekki á blikuna og hringdi tvisvar í síma Heilsugæslunnar þar sem henni hafi verið ráðlagt að gefa Apríl hitalækkandi og bíða. Á fjórða degi hafi heilsu hennar þó farið hrakandi. Sara hætti að borða og vildi ekkert gera nema vera í fangi móður sinnar. „Hættir að leika sér, hættir að borða og vill helst bara vera í fanginu á mér og biður um að fá að fara lúlla. Ég hringi aftur en er ráðlagt það sama en á miðnætti þetta kvöld, þá ákveð ég það að mér lýst ekki á blikuna ég ætla hlusta á innsæið,“ segir Sara. Hún keyrði þá með dóttur sína á Barnaspítalann þar sem kom í ljós að Apríl væri lág í súrefnismettun og lá í kjölfarið inni í tvær nætur með súrefnisaðstoð þar til hún náði bata. „Maður sér að súrefnismettunin er orðin lág. Maður hefur aldrei nokkurn tímann lent í því og barnið komið með súrefnisgrímu og þá upplifir maður ótrúlega mikinn ótta við hvað tekur við. Vitandi þó að maður sé í góðum höndum þarna á Barnaspítalanum, þá er þetta auðvitað versta tilfinning í heimi,“ segir hún. Fjölskyldan er gríðarlega ánægð með starfsfólk Barnaspítalans.Vísir/Ívar Fannar Foreldrar skuli treysta innsæinu Sara hvetur foreldra til að vera vakandi fyrir einkennum og treysta innsæi sínu. „Ég er fimm barna móðir og ég hef aldrei séð neitt barnanna minna svona veikt af umgangspest. Ekki af Covid, ekki af neinu,“ segir hún og bætir við: „Bara látið lækni kíkja á barnið ef ykkur lýst svo á, ef staðan er þannig. Ekkert að skammast sín fyrir að vilja það.“ Ekkert barna Söru hefur orðið eins veikt og Apríl varð af RS-veirunni í vikunni. Sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja Sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að íslensk börn muni mögulega fá byltingarkennt mótefni við veirunni á næsta ári. Sara vonar að það verði raunin og hvetur foreldra að nýta sér úrræðið þegar að því kemur. „Þó fyrr hefði verið. Ég veit að þetta hefur verið notað erlendis og það er svolítið sorglegt að Ísland þurfi að vera eftirbátur í þessum efnum því þetta er mikilvægasta fólkið okkar börnin,“ segir Sara.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46