Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. desember 2024 00:11 Gervigreindarmyndirnar af Frans páfa þukla á Madonna eru ansi svakalegar. Það virðist vera orðið leikur einn að búa til hálfkynferðislegar myndir af hverjum sem er með gervirgreindarforritum. Madonna vakti töluverða athygli á föstudag þegar hún birti tvær gervigreindarmyndir af sér með Frans páfa á Instagram. Ekki er hægt að lýsa myndunum öðruvísi en að páfinn sé að þukla á Madonnu. Hún birti myndirnar tvær í hringrás (e. story) sinni á Instagram. Á fyrri myndinni má sjá hinn 87 ára Frans knúsa hina 66 ára Madonnu frá hliðinni og þrýsta nefi sínu upp að andliti hennar. Við myndina skrifaði hún: „Á leið inn í helgina svona...“. Á hinni myndinni má sjá Madonnu í lífstykki og heldur Frans þar utan um mitti hennar og virðist ætla sér að kyssa hana. Við þá mynd skrifaði hún: „Það er gott að vera séð....“. Myndirnar vöktu misjöfn viðbrögð netverja. Einhverjum fannst myndirnar vera dónalegar, öðrum óhuggulegar og jafnvel ógeðslegar. Aðrir gátu ekki annað en hlegið að fíflalátunum í poppstjörnunni. Enn er beðið eftir viðbrögðum kirkjunnar. Elskar að hneyksla kirkjuna Madonna er ekki óvön því að hneyksla fólk og hefur gert það allan sinn ferill. Engan hefur hún þó hneykslan eins mikið og kaþólsku kirkjuna en það má upphaflega rekja til tónlistarmyndbandsins fyrir „Like a Prayer“ sem kom út 1989. Myndbandið sýnir Madonnu verða vitni að hópnauðgun og morði hvítra manna á hvítri konu en svartur maður er síðan handtekinn fyrir glæpinn. Þá má sjá meðlimi Ku Klux Klan brenna krossa í myndbandinu og Madonnu kyssa svartan dýrling. Myndbandið vakti svo hörð viðbrögð að Vatíkanið fordæmdi myndbandið og Jóhannes Páll II páfi hvatti fólk til að sniðganga Blond Ambition-tónleikaferðalag söngkonunnar 1990. Á sama tíma hvöttu trúarhópur til sniðgöngu á Pepsi sem höfðu notað lagið í auglýsingu sinni. Það varð til þess að fyrirtækið sleit samningi sínum við stjörnuna og tók auglýsinguna úr loftinu. Madonna fékk á endanum leyfi til að birta auglýsinguna í september 2023 og má sjá hana hér að neðan. Samband Madonnu við kaþólsku kirkjuna hélst áfram stirt. Kardínálinn Ersilio Tonino hvatti til bannfæringar Madonnu eftir að hún var með platkrossfestingu á tónleikum sínum í Róm 2006. Hún virtist þó vera tilbúin að sættast ef marka má tíst hennar frá maí 2022 þar sem hún ávarpaði Frans páfa beint. „Ég er góður kaþólikki. Ég sver það! Ég meina, ég sver ekki! Það eru liðnir nokkrir áratugir frá síðustu játningu. Væri mögulegt að hittast einn daginn til að ræða mikilvæg málefni? Ég hef verið bannfærð þrisvar sinnum. Það hljómar ekki sanngjarnt. Einlæglega Madonna“ Hello @Pontifex Francis —I’m a good Catholic. I Swear! I mean I don’t Swear! Its been a few decades since my last confession. Would it be possible to meet up one day to discuss some important matters ?I’ve been ex communicated 3 times. It doesn’t seem fair. Sincerely Madonna— Madonna (@Madonna) May 5, 2022 Frans páfi svaraði aldrei tístinu en það er spurning hvað hann segir við gervigreindarmyndunum af sér að þukla á Madonnnu. Tónlist Páfagarður Bandaríkin Trúmál Gervigreind Hollywood Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Hún birti myndirnar tvær í hringrás (e. story) sinni á Instagram. Á fyrri myndinni má sjá hinn 87 ára Frans knúsa hina 66 ára Madonnu frá hliðinni og þrýsta nefi sínu upp að andliti hennar. Við myndina skrifaði hún: „Á leið inn í helgina svona...“. Á hinni myndinni má sjá Madonnu í lífstykki og heldur Frans þar utan um mitti hennar og virðist ætla sér að kyssa hana. Við þá mynd skrifaði hún: „Það er gott að vera séð....“. Myndirnar vöktu misjöfn viðbrögð netverja. Einhverjum fannst myndirnar vera dónalegar, öðrum óhuggulegar og jafnvel ógeðslegar. Aðrir gátu ekki annað en hlegið að fíflalátunum í poppstjörnunni. Enn er beðið eftir viðbrögðum kirkjunnar. Elskar að hneyksla kirkjuna Madonna er ekki óvön því að hneyksla fólk og hefur gert það allan sinn ferill. Engan hefur hún þó hneykslan eins mikið og kaþólsku kirkjuna en það má upphaflega rekja til tónlistarmyndbandsins fyrir „Like a Prayer“ sem kom út 1989. Myndbandið sýnir Madonnu verða vitni að hópnauðgun og morði hvítra manna á hvítri konu en svartur maður er síðan handtekinn fyrir glæpinn. Þá má sjá meðlimi Ku Klux Klan brenna krossa í myndbandinu og Madonnu kyssa svartan dýrling. Myndbandið vakti svo hörð viðbrögð að Vatíkanið fordæmdi myndbandið og Jóhannes Páll II páfi hvatti fólk til að sniðganga Blond Ambition-tónleikaferðalag söngkonunnar 1990. Á sama tíma hvöttu trúarhópur til sniðgöngu á Pepsi sem höfðu notað lagið í auglýsingu sinni. Það varð til þess að fyrirtækið sleit samningi sínum við stjörnuna og tók auglýsinguna úr loftinu. Madonna fékk á endanum leyfi til að birta auglýsinguna í september 2023 og má sjá hana hér að neðan. Samband Madonnu við kaþólsku kirkjuna hélst áfram stirt. Kardínálinn Ersilio Tonino hvatti til bannfæringar Madonnu eftir að hún var með platkrossfestingu á tónleikum sínum í Róm 2006. Hún virtist þó vera tilbúin að sættast ef marka má tíst hennar frá maí 2022 þar sem hún ávarpaði Frans páfa beint. „Ég er góður kaþólikki. Ég sver það! Ég meina, ég sver ekki! Það eru liðnir nokkrir áratugir frá síðustu játningu. Væri mögulegt að hittast einn daginn til að ræða mikilvæg málefni? Ég hef verið bannfærð þrisvar sinnum. Það hljómar ekki sanngjarnt. Einlæglega Madonna“ Hello @Pontifex Francis —I’m a good Catholic. I Swear! I mean I don’t Swear! Its been a few decades since my last confession. Would it be possible to meet up one day to discuss some important matters ?I’ve been ex communicated 3 times. It doesn’t seem fair. Sincerely Madonna— Madonna (@Madonna) May 5, 2022 Frans páfi svaraði aldrei tístinu en það er spurning hvað hann segir við gervigreindarmyndunum af sér að þukla á Madonnnu.
Tónlist Páfagarður Bandaríkin Trúmál Gervigreind Hollywood Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira