Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 23:01 Patrick Drewes fékk kveikjara í höfuðið. Vísir/Getty Gera þurfti langt hlé á leik Union Berlin og Bochum í þýsku úrvalsdeildinni í dag eftir að aðskotahlut var kastað í markvörð Bochum. Þegar leikmenn sneru aftur á völlinn létu þeir leikinn fjara út án þess að reyna að skora. Komið var fram í uppbótartíma í leik Union Berlin og Bochum í dag þegar stuðningsmenn Berlínarliðsins köstuðu aðskotahlutum inn á völlinn. Einn þeirra endaði í höfðinu á Patrick Drewes markverði Bochum og var læknateymi Bochum strax kallað inn á völlinn. Drewes virtist vankaður þegar hann gekk til búningsklefa ásamt öðrum leikmönnum liðanna en gert var tuttugu mínútna hlé á leiknum til að ákveða hvort halda ætti leik áfram. hier mal das Attentat... pic.twitter.com/bsONN5o2Wa— UnionBerlinPins (@UnionBerlinPins) December 14, 2024 Þegar liðin sneru aftur á völlinn fór útileikmaðurinn Philipp Hofmann í markið hjá Bochum sem var búið að framkvæma allar sínar skiptingar og gat því ekki skipt inn varamarkverði. Liðin höfðu hins vegar sannmælst um að láta þrjár mínúturnar sem eftir voru líða án þess að sækja á mark andstæðinganna. Leikmennirnir sendu boltann sín á milli og spjölluðu við andstæðingana á meðan tíminn leið og fjaraði leikurinn því einfaldlega út. „Þjálfarinn okkar og þjálfarinn þeirra, þeir ræddu þetta og þjálfarinn okkar sagði okkur að við ættum bara að fara út á völl og klára leikinn. Það var það sem við gerðum,“ sagði Hoffman í viðtali við Sky eftir leik. Sökudólgurinn handsamaður Hann gaf í skyn að fleiri en einum hlut hefði verið kastað í markvörðinn Drewes. „Þetta er óásættanlegt. Það skiptir engu máli hversu fast var kastað eða hvort það blæddi úr honum. Þetta er ekki viðeigandi.“ Lið Union Berlin verður refsað vegna atviksins og svo gæti farið að Bochum yrði dæmdur 3-0 sigur í leiknum. Félagið tilkynnti eftir leik að lögregla hefði handsamað þann sem talinn er hafa kastað aðskotahlutnum í Drewes. Þýski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
Komið var fram í uppbótartíma í leik Union Berlin og Bochum í dag þegar stuðningsmenn Berlínarliðsins köstuðu aðskotahlutum inn á völlinn. Einn þeirra endaði í höfðinu á Patrick Drewes markverði Bochum og var læknateymi Bochum strax kallað inn á völlinn. Drewes virtist vankaður þegar hann gekk til búningsklefa ásamt öðrum leikmönnum liðanna en gert var tuttugu mínútna hlé á leiknum til að ákveða hvort halda ætti leik áfram. hier mal das Attentat... pic.twitter.com/bsONN5o2Wa— UnionBerlinPins (@UnionBerlinPins) December 14, 2024 Þegar liðin sneru aftur á völlinn fór útileikmaðurinn Philipp Hofmann í markið hjá Bochum sem var búið að framkvæma allar sínar skiptingar og gat því ekki skipt inn varamarkverði. Liðin höfðu hins vegar sannmælst um að láta þrjár mínúturnar sem eftir voru líða án þess að sækja á mark andstæðinganna. Leikmennirnir sendu boltann sín á milli og spjölluðu við andstæðingana á meðan tíminn leið og fjaraði leikurinn því einfaldlega út. „Þjálfarinn okkar og þjálfarinn þeirra, þeir ræddu þetta og þjálfarinn okkar sagði okkur að við ættum bara að fara út á völl og klára leikinn. Það var það sem við gerðum,“ sagði Hoffman í viðtali við Sky eftir leik. Sökudólgurinn handsamaður Hann gaf í skyn að fleiri en einum hlut hefði verið kastað í markvörðinn Drewes. „Þetta er óásættanlegt. Það skiptir engu máli hversu fast var kastað eða hvort það blæddi úr honum. Þetta er ekki viðeigandi.“ Lið Union Berlin verður refsað vegna atviksins og svo gæti farið að Bochum yrði dæmdur 3-0 sigur í leiknum. Félagið tilkynnti eftir leik að lögregla hefði handsamað þann sem talinn er hafa kastað aðskotahlutnum í Drewes.
Þýski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira