Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Bjarki Sigurðsson skrifar 14. desember 2024 18:46 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að mögulega sé stutt í mótefni við RS-veirunni. Vísir/Sigurjón Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. RS-veiran leggst á öndunarveg og getur verið þung fyrir fyrirbura og ung börn. Sýkingin gengur oftast yfir á einni viku og algeng einkenni eru hnerri, nefrennsli, hitavella og þurr hósti. Þá getur veiran valdið berkju- og lungnabólgu í börnum yngri en eins árs. „Tilfinningin er að þetta sé ansi harður faraldur í ár. Bæði mörg börn sem eru að veikjast og þau eru að fá ansi mikil einkenni. Það eru nokkur börn sem hafa þurft að fara inn á gjörgæslu og það tekur oft langan tíma að komast í gegnum veikindin,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann. Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir veiruna leggjast þungt á börn í ár.Landspítali Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni. Nokkur Evrópuríki hafa hafið mótefnagjafir gegn veirunni og vill Valtýr að svo verði einnig á Íslandi. „Þó það komi ekki veg fyrir smit, þá dregur það verulega, allt að áttatíu prósent, úr alvarlegum veikindum,“ segir Valtýr. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir er með málið til skoðunar. „Ég tek bara heilshugar undir með Valtý, þetta er mikilvægt málefni. Það er komið þetta nýja mótefni sem fékkst góð reynsla á síðasta vetur, meðal annars í Evrópu. Við erum einmitt að skoða þetta,“ segir Guðrún. Álagið á Barnaspítala hringsins er mikið vegna RS-veirunnar.Vísir/Sigurjón Málið er nokkuð langt komið og það gæti verið stutt í mótefnagjöf. Það er þó mikil flækja að koma þessu í gegnum kerfið og á endanum verður þetta ákvörðun næsta heilbrigðisráðherra. „Það er ekkert útilokað og upprunalega vorum við að hugsa um að fá þetta inn jafnvel veturinn 2025-26,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Landspítalinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. 13. desember 2024 15:58 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
RS-veiran leggst á öndunarveg og getur verið þung fyrir fyrirbura og ung börn. Sýkingin gengur oftast yfir á einni viku og algeng einkenni eru hnerri, nefrennsli, hitavella og þurr hósti. Þá getur veiran valdið berkju- og lungnabólgu í börnum yngri en eins árs. „Tilfinningin er að þetta sé ansi harður faraldur í ár. Bæði mörg börn sem eru að veikjast og þau eru að fá ansi mikil einkenni. Það eru nokkur börn sem hafa þurft að fara inn á gjörgæslu og það tekur oft langan tíma að komast í gegnum veikindin,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann. Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir veiruna leggjast þungt á börn í ár.Landspítali Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni. Nokkur Evrópuríki hafa hafið mótefnagjafir gegn veirunni og vill Valtýr að svo verði einnig á Íslandi. „Þó það komi ekki veg fyrir smit, þá dregur það verulega, allt að áttatíu prósent, úr alvarlegum veikindum,“ segir Valtýr. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir er með málið til skoðunar. „Ég tek bara heilshugar undir með Valtý, þetta er mikilvægt málefni. Það er komið þetta nýja mótefni sem fékkst góð reynsla á síðasta vetur, meðal annars í Evrópu. Við erum einmitt að skoða þetta,“ segir Guðrún. Álagið á Barnaspítala hringsins er mikið vegna RS-veirunnar.Vísir/Sigurjón Málið er nokkuð langt komið og það gæti verið stutt í mótefnagjöf. Það er þó mikil flækja að koma þessu í gegnum kerfið og á endanum verður þetta ákvörðun næsta heilbrigðisráðherra. „Það er ekkert útilokað og upprunalega vorum við að hugsa um að fá þetta inn jafnvel veturinn 2025-26,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Landspítalinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. 13. desember 2024 15:58 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. 13. desember 2024 15:58