Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. desember 2024 12:22 Frá Þórshöfn í Langanesbyggð. Vísir/Vilhelm Innviðaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita kjörnum fulltrúa um stutta bókun á fundi sveitarstjórnar hafi ekki verið í samræmi við lög. Fulltrúinn vildi þakka sjálfboðaliða fyrir vel unnin störf. Í áliti ráðuneytisins, sem birt var 20. nóvember, er farið yfir málsatvik. Þar segir að kvörtun hafi borist frá fulltrúum L-lista í sveitarstjórn vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu sveitarfélagsins. Á sveitarstjórnarfundi í desember á síðasta ári hafi verið verið að skipa nýjan varamann í kjörstjórn sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarfulltrúi hafi þá óskað eftir því að bóka í fundargerð þakkir til fráfarandi varamanns, en oddviti neitað honum um bókunina. Töldu fulltrúar L-lista þetta ekki í samræmi við lög, venjur eða samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Vildu leiðbeiningar um almennar kveðjur Ráðuneytið óskaði eftir skýringum sveitarfélagsins um kvörtunina og fékk þau svör að oddviti hafi ekki talið bókunina í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga, þar sem hún varðaði ekki málið sem til umfjöllunar var í sveitarstjórn. „Það er mat sveitarfélagsins, þ.e. telji ráðuneytið að fundir sveitarstjórna séu rétti vettvangur fyrir almennar kveðjur sveitarstjórnarmanna, að þá verði að hlutast til um og veita sveitarstjórnum almennar leiðbeiningar um hvernig málsmeðferð skuli háttað í slíkum tilvikum,“ sagði meðal annars í svarbréfi sveitarfélagsins til ráðuneytisins. Þá var bent á að fulltrúar í sveitastjórnum ættu þess jafnan kost að koma á framfæri kveðjum sínum við samborgara og aðra, með margvíslegum hætti á tímum nútímatækni og „margháttaðra venja sem hafa þróast á löngum tíma.“ Sveitarfélagið kynni sér álitið Ráðuneytið tók málið til umfjöllunar á grundvelli framkominna gagna, en í áliti þess segir að í ákvæðum sveitarstjórnarlaga sé kveðið á um málfrelsi sveitarstjórnarmanna, en til að eiga rétt á að fá athugasemdir bókaðar í fundargerð verði þær að vera stuttar og tengjast afstöðu sveitarstjórnarmanns til þeirra mála sem til umræðu eru. Í áliti ráðuneytisins segir að ljóst sé að um hafi verið að ræða stutta athugasemd, þar sem hún var ein setning. Þar kemur einnig fram að túlka beri takmarkanir á rétti sveitastjórnarmanns til að bóka stutta athugasemd um afstöðu sína til máls sem er til umræðu með þröngum hætti. Niðurstaða ráðuneytisins var því sú að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita fulltrúanum um bókunina hafi ekki verið í samræmi við sveitarstjórnarlög. Hins vegar telji ráðuneytið ekki ástæðu til að fella úr gildi úrskurð oddvitans, og málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins. „Er sveitarfélaginu bent á að kynna sér þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu,“ segir í niðurlagi álits ráðuneytisins. Langanesbyggð Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Í áliti ráðuneytisins, sem birt var 20. nóvember, er farið yfir málsatvik. Þar segir að kvörtun hafi borist frá fulltrúum L-lista í sveitarstjórn vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu sveitarfélagsins. Á sveitarstjórnarfundi í desember á síðasta ári hafi verið verið að skipa nýjan varamann í kjörstjórn sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarfulltrúi hafi þá óskað eftir því að bóka í fundargerð þakkir til fráfarandi varamanns, en oddviti neitað honum um bókunina. Töldu fulltrúar L-lista þetta ekki í samræmi við lög, venjur eða samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Vildu leiðbeiningar um almennar kveðjur Ráðuneytið óskaði eftir skýringum sveitarfélagsins um kvörtunina og fékk þau svör að oddviti hafi ekki talið bókunina í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga, þar sem hún varðaði ekki málið sem til umfjöllunar var í sveitarstjórn. „Það er mat sveitarfélagsins, þ.e. telji ráðuneytið að fundir sveitarstjórna séu rétti vettvangur fyrir almennar kveðjur sveitarstjórnarmanna, að þá verði að hlutast til um og veita sveitarstjórnum almennar leiðbeiningar um hvernig málsmeðferð skuli háttað í slíkum tilvikum,“ sagði meðal annars í svarbréfi sveitarfélagsins til ráðuneytisins. Þá var bent á að fulltrúar í sveitastjórnum ættu þess jafnan kost að koma á framfæri kveðjum sínum við samborgara og aðra, með margvíslegum hætti á tímum nútímatækni og „margháttaðra venja sem hafa þróast á löngum tíma.“ Sveitarfélagið kynni sér álitið Ráðuneytið tók málið til umfjöllunar á grundvelli framkominna gagna, en í áliti þess segir að í ákvæðum sveitarstjórnarlaga sé kveðið á um málfrelsi sveitarstjórnarmanna, en til að eiga rétt á að fá athugasemdir bókaðar í fundargerð verði þær að vera stuttar og tengjast afstöðu sveitarstjórnarmanns til þeirra mála sem til umræðu eru. Í áliti ráðuneytisins segir að ljóst sé að um hafi verið að ræða stutta athugasemd, þar sem hún var ein setning. Þar kemur einnig fram að túlka beri takmarkanir á rétti sveitastjórnarmanns til að bóka stutta athugasemd um afstöðu sína til máls sem er til umræðu með þröngum hætti. Niðurstaða ráðuneytisins var því sú að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita fulltrúanum um bókunina hafi ekki verið í samræmi við sveitarstjórnarlög. Hins vegar telji ráðuneytið ekki ástæðu til að fella úr gildi úrskurð oddvitans, og málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins. „Er sveitarfélaginu bent á að kynna sér þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu,“ segir í niðurlagi álits ráðuneytisins.
Langanesbyggð Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira