Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 11:20 Hætta skapaðist á því að farþegaþotur Icelandair og Play rækjust á við Keflavíkurflugvöll í febrúar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að þjálfun í flugturni á Keflavíkurflugvelli hafi haft áhrif á árekstrarhætta skapaðist á milli farþegaþotna Icelandair og Play í febrúar. Uppákoman var skráð sem alvarlegt flugumferðaratvik. Atvikið átti sér stað í lokaaðflugi fyrir flugbraut nítján á Keflavíkurflugvelli 20. febrúar. Áhöfn Airbus 320-vélar Play var þá við lendingaræfingar í sjónflugi á flugbrautinni um sama leyti og Boeing 737-8 vél Icelandair var í blindu aðflugi. Þjálfun var þá í gangi í flugturninum á flugvellinum. Nemi sem sinnti bæði turn- og grundbylgju var um það bil hálfnaður í verklegri þjálfun sinni en flugumferðarstjórinn sem þjálfaði hann var í fyrsta skipti með nema í flugumferðarstjórn, að því er segir í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar um atvikið. Flugturninn gaf Play-vélinni fyrirmæli um að hún væri næst til lendingar á flugbraut nítján. Skömmu síðar upplýsti hann stjórnendur Play-vélarinnar um flugumferð við níu sjómílu lokastefnu. Á þeim tíma var Icelandair-vélin hins vegar komin nær flugbrautinni. Á þessum tímapunkti er flugumferðarstjórinn sagður hafa sagt nemanum að ratsjármynd liti illa út en að hún breyttist með framvindu flugvélanna. Í viðtali hjá rannsóknarnefndinni sagði flugumferðarstjórinn að hann hefði talið að umferðarhringur Play-vélarinnar væri öðruvísi en hann var í raun þrátt fyrir að vélin hefði þá verið að æfingum í að vera í einn og hálfan tíma og að áhöfnin hefði rétt áður verið í sambandi við nemann um upplýsingar sem hún þyrfti fyrir aðflugið. Sáu aðra farþegaþotu þegar þeir komu niður úr skýjunum Flugmenn Icelandair-vélarinnar sögðu rannsóknarnefndinni að þegar þeir skiptu yfir á turnbylgju hefðu þeir heyrt að einhver væri að beygja inn á undan þeim en ekki hver. Þeir hefðu talið líklegast að það væri lítil kennsluvél í snertilendingum. Tekið er fram í skýrslu rannsóknarnefndar að kveðið sé á um í verklagshandbók flugumferðarstjóra að lýsa skuli nálægum loftförum svo hægt að bera kennsl á þau auðveldlega. Fyrirmælin sem flugmennirnir fengu frá nema var að vél þeirra væri önnur í röðinni til lendingar á flugbrautinni. Það þótti flugmönnunum skrítið í ljósi þess að þeir voru á lokastefnu og komnir mjög nálægt flugvellinum. Um leið og Icelandair-vélin kom niður í skýjunum tóku flugmennirnir eftir Play-vélinni sem stefndi á sama stað og sömu hæð og þeir á lokastefnunni. „Ok. Við sjáum umferð. Hún er er að nálgast mjög núna, ICEAIR29E,“ kallaði áhöfn Icelandair-vélarinnar þá. Minnst í þriggja kílómetra fjarlægð og fimmtán metra hæðarmun Þegar þetta gerðist voru rúmir fjórir kílómetrar á milli vélanna. Play-vélin var þá í 1.200 fetum á hægri þverlegg fyrir flugbrautina ena Icelandair-vélin í um 1.900 fetum í lækkun á lokastefnu sinni inn að flugbrautinni. Áhöfn Play-vélarinnar brást við því með að breyta stefnu sinni og var í kjölfarið sagt að koma inn til lendingar á eftir Icelandair-vélinni. Þegar flugvélarnar voru sem næst hvor annarri að lengd var 1,56 sjómílur á milli þeirra, tæpir þrír kílómetrar. Hæðaraðskilnaður var þá 375 fet, um 114 metrar. Minnst munaði fimmtíu fetum, um fimmtán metrum, en þá voru þær í rétt rúmlega þriggja kílómetra fjarlægð frá hvor annarri samkvæmt skýrslunni. Rannsóknarnefndin ályktaði að þjálfunin í flugturninum hefði haft áhrif á atvikið en gerði engar tillögur í öryggisátt vegna þess. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Atvikið átti sér stað í lokaaðflugi fyrir flugbraut nítján á Keflavíkurflugvelli 20. febrúar. Áhöfn Airbus 320-vélar Play var þá við lendingaræfingar í sjónflugi á flugbrautinni um sama leyti og Boeing 737-8 vél Icelandair var í blindu aðflugi. Þjálfun var þá í gangi í flugturninum á flugvellinum. Nemi sem sinnti bæði turn- og grundbylgju var um það bil hálfnaður í verklegri þjálfun sinni en flugumferðarstjórinn sem þjálfaði hann var í fyrsta skipti með nema í flugumferðarstjórn, að því er segir í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar um atvikið. Flugturninn gaf Play-vélinni fyrirmæli um að hún væri næst til lendingar á flugbraut nítján. Skömmu síðar upplýsti hann stjórnendur Play-vélarinnar um flugumferð við níu sjómílu lokastefnu. Á þeim tíma var Icelandair-vélin hins vegar komin nær flugbrautinni. Á þessum tímapunkti er flugumferðarstjórinn sagður hafa sagt nemanum að ratsjármynd liti illa út en að hún breyttist með framvindu flugvélanna. Í viðtali hjá rannsóknarnefndinni sagði flugumferðarstjórinn að hann hefði talið að umferðarhringur Play-vélarinnar væri öðruvísi en hann var í raun þrátt fyrir að vélin hefði þá verið að æfingum í að vera í einn og hálfan tíma og að áhöfnin hefði rétt áður verið í sambandi við nemann um upplýsingar sem hún þyrfti fyrir aðflugið. Sáu aðra farþegaþotu þegar þeir komu niður úr skýjunum Flugmenn Icelandair-vélarinnar sögðu rannsóknarnefndinni að þegar þeir skiptu yfir á turnbylgju hefðu þeir heyrt að einhver væri að beygja inn á undan þeim en ekki hver. Þeir hefðu talið líklegast að það væri lítil kennsluvél í snertilendingum. Tekið er fram í skýrslu rannsóknarnefndar að kveðið sé á um í verklagshandbók flugumferðarstjóra að lýsa skuli nálægum loftförum svo hægt að bera kennsl á þau auðveldlega. Fyrirmælin sem flugmennirnir fengu frá nema var að vél þeirra væri önnur í röðinni til lendingar á flugbrautinni. Það þótti flugmönnunum skrítið í ljósi þess að þeir voru á lokastefnu og komnir mjög nálægt flugvellinum. Um leið og Icelandair-vélin kom niður í skýjunum tóku flugmennirnir eftir Play-vélinni sem stefndi á sama stað og sömu hæð og þeir á lokastefnunni. „Ok. Við sjáum umferð. Hún er er að nálgast mjög núna, ICEAIR29E,“ kallaði áhöfn Icelandair-vélarinnar þá. Minnst í þriggja kílómetra fjarlægð og fimmtán metra hæðarmun Þegar þetta gerðist voru rúmir fjórir kílómetrar á milli vélanna. Play-vélin var þá í 1.200 fetum á hægri þverlegg fyrir flugbrautina ena Icelandair-vélin í um 1.900 fetum í lækkun á lokastefnu sinni inn að flugbrautinni. Áhöfn Play-vélarinnar brást við því með að breyta stefnu sinni og var í kjölfarið sagt að koma inn til lendingar á eftir Icelandair-vélinni. Þegar flugvélarnar voru sem næst hvor annarri að lengd var 1,56 sjómílur á milli þeirra, tæpir þrír kílómetrar. Hæðaraðskilnaður var þá 375 fet, um 114 metrar. Minnst munaði fimmtíu fetum, um fimmtán metrum, en þá voru þær í rétt rúmlega þriggja kílómetra fjarlægð frá hvor annarri samkvæmt skýrslunni. Rannsóknarnefndin ályktaði að þjálfunin í flugturninum hefði haft áhrif á atvikið en gerði engar tillögur í öryggisátt vegna þess.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira