Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. desember 2024 12:04 Erindi borgarans til borgarinnar var ekki svarað í tvö ár. Vísir/Vilhelm Lögfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar segist taka ábendingar Umboðsmanns Alþingis um aðgengi fólks að starfsfólki og þjónustu sviðsins alvarlega. Mannleg mistök hafi leitt til þess að gagnabeiðni frá borgara var ekki afgreidd í tvö ár. Í gær birti umboðsmaður bréf sem hann sendi Reykjavíkurborg fyrr í mánuðinum, vegna kvörtunar manns sem beið í meira en tvö ár eftir afgreiðslu beiðni sinnar um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá umhverfis- og skipulagssviði. Lögfræðingur hjá borginni segir miður að farist hafi fyrir að afgreiða gagnabeiðni mannsins, sem barst í ágúst 2022. Beiðnin hafi einfaldlega gleymst. „Síðan er það í raun ekki fyrr en kvörtun berst til umboðsmanns og umboðsmaður snýr sér að okkur, að það er orðið við þessari gagnabeiðni. Auðvitað hefði átt að afgreiða hana á þessum tíma, eins og gengur og gerist,“ segir Auðun Helgason, deildarstjóri lögfræðideildar hjá umhverfis- og skipulagssviði Umboðsmaður sjálfur í vandræðum að fá svör Í bréfinu sagði að umboðsmanni hefði gengið erfiðlega að fá svör við spurningum sínum, meðal annars þar sem ekki væri hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma. Umboðsmaður hafi ítrekað þurft að ganga eftir skýrari svörum við fyrirspurnum sínum með tölvubréfi. Auðun Helgason er deildarstjóri lögfræðideildar umhverfis- og skiplagssviðs Reykjavíkurborgar. „Í þessu tilviki var reynt að ná í starfsmann sem var upptekinn en það má kannski leiðrétta það að það er að öllu jöfnu hægt að hafa samband við starfsfólk, og ef það er upptekið þá á fólk að hringja til baka. Una tilmælum umboðsmanns og taka þau til sín Niðurstöðu umboðsmanns verði unað og skoðað hvort mál sem þetta eigi sér einhverja hliðstæðu. „Að sjálfsögðu tökum við þessu tilmæli til okkar. Við erum enn í samskiptum við umboðsmann Alþingis og reiknum með að bregðast við bréfinu eigi síðar en í dag.“ Með hvaða hætti verður það gert? „Það stendur enn út af borðinu að svara aðallega tveimur spurningum. Þær varða leiðbeiningarskyldu umhverfis- og skipulagssviðs og fara nánar út í það hvernig símsvörun fer fram almennt hjá sviðinu,“ segir Auðun. Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Í gær birti umboðsmaður bréf sem hann sendi Reykjavíkurborg fyrr í mánuðinum, vegna kvörtunar manns sem beið í meira en tvö ár eftir afgreiðslu beiðni sinnar um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá umhverfis- og skipulagssviði. Lögfræðingur hjá borginni segir miður að farist hafi fyrir að afgreiða gagnabeiðni mannsins, sem barst í ágúst 2022. Beiðnin hafi einfaldlega gleymst. „Síðan er það í raun ekki fyrr en kvörtun berst til umboðsmanns og umboðsmaður snýr sér að okkur, að það er orðið við þessari gagnabeiðni. Auðvitað hefði átt að afgreiða hana á þessum tíma, eins og gengur og gerist,“ segir Auðun Helgason, deildarstjóri lögfræðideildar hjá umhverfis- og skipulagssviði Umboðsmaður sjálfur í vandræðum að fá svör Í bréfinu sagði að umboðsmanni hefði gengið erfiðlega að fá svör við spurningum sínum, meðal annars þar sem ekki væri hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma. Umboðsmaður hafi ítrekað þurft að ganga eftir skýrari svörum við fyrirspurnum sínum með tölvubréfi. Auðun Helgason er deildarstjóri lögfræðideildar umhverfis- og skiplagssviðs Reykjavíkurborgar. „Í þessu tilviki var reynt að ná í starfsmann sem var upptekinn en það má kannski leiðrétta það að það er að öllu jöfnu hægt að hafa samband við starfsfólk, og ef það er upptekið þá á fólk að hringja til baka. Una tilmælum umboðsmanns og taka þau til sín Niðurstöðu umboðsmanns verði unað og skoðað hvort mál sem þetta eigi sér einhverja hliðstæðu. „Að sjálfsögðu tökum við þessu tilmæli til okkar. Við erum enn í samskiptum við umboðsmann Alþingis og reiknum með að bregðast við bréfinu eigi síðar en í dag.“ Með hvaða hætti verður það gert? „Það stendur enn út af borðinu að svara aðallega tveimur spurningum. Þær varða leiðbeiningarskyldu umhverfis- og skipulagssviðs og fara nánar út í það hvernig símsvörun fer fram almennt hjá sviðinu,“ segir Auðun.
Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira