Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. desember 2024 12:03 Steinunn Þórðardóttir, formaðru Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Klukkan ellefu á morgun mun liggja fyrir hvort að félagsmenn Læknafélags Íslands samþykki nýjan kjarasamning sem að félagið gerði við ríkið í lok nóvember. Formaður Læknafélagsins segist vongóð þó að sumir félagar hafi gagnrýnt samninginn en hún viðurkennir að sumu hafi verið fórnað við samningsgerðina. Læknafélag Íslands hefur kynnt samninginn fyrir félagsmönnum síðan komist var að samkomulagi. Kosning félagsmanna um samninginn hófst á mánudag og mun ljúka á morgun. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að nú þegar hafi um 60 prósent félagsmanna tekið þátt í kosningunni. Hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur enda löng og mikil vinna að baki. „Ferlið er búið að vera gífurlega langt og hófst í rauninni um leið og síðasti kjarasamningur var undirritaður, þá fór ýmislegt í verkáætlun. Það var sem sagt árið 2023 um vorið og við erum búin að vera vinna í þessu alveg síðan. Þetta er búið að vera löng vegferð og mjög mikil vinna. Síðasti samningur sem við gerðum var til eins árs og við litum á hann sem ákveðið vopnahlé, þar sem hann var stuttur og vorum ekki að ná öllum okkar kröfum þar.“ Læknum verði vonandi ekki þrælað út lengur Að mati Steinunnar mun samningurinn breyta landslagi lækna á vinnumarkaði. „Aðal áherslan er á betri vinnutíma, á styttingu vinnuvikunnar niður í 36 tíma og líka svolítið á það að allar okkar vaktir gangi upp í þessa 36 klukkutíma vinnuskyldu, sem var ekki raunin. Við vorum mörg hver að taka vaktirnar í rauninni ofan á 40 tíma vinnuviku og það taldist ekki inn í vinnutímann. Ég tel að vinnuframlag okkar sé sýnilegra og það sé erfiðara að píska læknum út. Við erum auðvitað að vonast til þess að fólk muni hækka við sig starfshlutfall þau sem eru í hlutastarfi sem er stór hópur og auðvitað erum við að vonast til þess að fólk sem býr erlendis muni finnast samningurinn aðlagandi og þeta muni valda því að við fáum fleiri hendur hingað til lands.“ Eruð þið vongóð um að læknar erlendis muni snúa aftur heim til landsins? „Já við erum það og ég tel þennan samning vera mjög jákvæðan varðandi okkar starfsumhverfi og þetta nær þessu jafnvægi milli vinnu og einkalífs og að vera ekki þrælað út eins og margir læknar hafa upplifað í starfsumhverfi hérlendis. Við erum að setja upp ákveðnar girðingar gagnvart því í þessum samningi.“ Sumir hafi lýst yfir áhyggjum Þó að um mikinn sigur sé að ræða og bætt kjör fyrir lækna viðurkennir Steinunn að áhyggjur og gagnrýni hafi sprottið upp hjá sumum meðlimum félagsins sem sé eðlilegt þegar að breytingar eru á annað borð. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af varðandi styttingu vinnuvikunnar að það muni hafa áhrif á þjónustu því við vitum öll að læknar eru ekki nægilega margir í landinu. Fólk hefur áhyggjur af efndum til dæmis að yfirvinna verði ekki greidd og annað það hefur viljað brenna við. Við höfum ekki fengið hana borgaða og það þarf að fylgjast vel með því í framkvæmdinni. Mikilvægt hafi verið að gera málamiðlanir við samningsgerðina. „Síðan þurftum við að færa ákveðin verðmæti til sem að ég held að sé mjög þekkt í kjarasamningum, meðal annars til að hækka grunnlaunin sem var krafa frá okkar fólki. Fólk hefur mismunandi skoðanir á því, hvar þeim sé best niðurkomnnir. Þegar tveir aðilar semja þarf alltaf að koma til móts við báða.“ Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur kynnt samninginn fyrir félagsmönnum síðan komist var að samkomulagi. Kosning félagsmanna um samninginn hófst á mánudag og mun ljúka á morgun. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að nú þegar hafi um 60 prósent félagsmanna tekið þátt í kosningunni. Hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur enda löng og mikil vinna að baki. „Ferlið er búið að vera gífurlega langt og hófst í rauninni um leið og síðasti kjarasamningur var undirritaður, þá fór ýmislegt í verkáætlun. Það var sem sagt árið 2023 um vorið og við erum búin að vera vinna í þessu alveg síðan. Þetta er búið að vera löng vegferð og mjög mikil vinna. Síðasti samningur sem við gerðum var til eins árs og við litum á hann sem ákveðið vopnahlé, þar sem hann var stuttur og vorum ekki að ná öllum okkar kröfum þar.“ Læknum verði vonandi ekki þrælað út lengur Að mati Steinunnar mun samningurinn breyta landslagi lækna á vinnumarkaði. „Aðal áherslan er á betri vinnutíma, á styttingu vinnuvikunnar niður í 36 tíma og líka svolítið á það að allar okkar vaktir gangi upp í þessa 36 klukkutíma vinnuskyldu, sem var ekki raunin. Við vorum mörg hver að taka vaktirnar í rauninni ofan á 40 tíma vinnuviku og það taldist ekki inn í vinnutímann. Ég tel að vinnuframlag okkar sé sýnilegra og það sé erfiðara að píska læknum út. Við erum auðvitað að vonast til þess að fólk muni hækka við sig starfshlutfall þau sem eru í hlutastarfi sem er stór hópur og auðvitað erum við að vonast til þess að fólk sem býr erlendis muni finnast samningurinn aðlagandi og þeta muni valda því að við fáum fleiri hendur hingað til lands.“ Eruð þið vongóð um að læknar erlendis muni snúa aftur heim til landsins? „Já við erum það og ég tel þennan samning vera mjög jákvæðan varðandi okkar starfsumhverfi og þetta nær þessu jafnvægi milli vinnu og einkalífs og að vera ekki þrælað út eins og margir læknar hafa upplifað í starfsumhverfi hérlendis. Við erum að setja upp ákveðnar girðingar gagnvart því í þessum samningi.“ Sumir hafi lýst yfir áhyggjum Þó að um mikinn sigur sé að ræða og bætt kjör fyrir lækna viðurkennir Steinunn að áhyggjur og gagnrýni hafi sprottið upp hjá sumum meðlimum félagsins sem sé eðlilegt þegar að breytingar eru á annað borð. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af varðandi styttingu vinnuvikunnar að það muni hafa áhrif á þjónustu því við vitum öll að læknar eru ekki nægilega margir í landinu. Fólk hefur áhyggjur af efndum til dæmis að yfirvinna verði ekki greidd og annað það hefur viljað brenna við. Við höfum ekki fengið hana borgaða og það þarf að fylgjast vel með því í framkvæmdinni. Mikilvægt hafi verið að gera málamiðlanir við samningsgerðina. „Síðan þurftum við að færa ákveðin verðmæti til sem að ég held að sé mjög þekkt í kjarasamningum, meðal annars til að hækka grunnlaunin sem var krafa frá okkar fólki. Fólk hefur mismunandi skoðanir á því, hvar þeim sé best niðurkomnnir. Þegar tveir aðilar semja þarf alltaf að koma til móts við báða.“
Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira