Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 09:00 Mohamed Salah fagnar sigurmarkinu gegn Girona í gærkvöld. Getty/Felipe Mondino Það var nóg skorað af mörkum á fyrra kvöldi Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í þessari viku og nú má sjá mörk gærkvöldsins á Vísi. Liverpool, Real Madrid, Bayern München og fleiri voru í eldlínunni. Liverpool er eina liðið sem hefur unnið alla sex leiki sína til þessa og hefur í raun tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum, eftir 1-0 sigur gegn Girona á Spáni. Arne Slot var ekki ánægður með spilamennsku Liverpool en vítaspyrna Mohamed Salah dugði til sigurs, eftir að Donny van de Beek, fyrrverandi leikmaður Manchester United, braut á Luis Diaz. Í Þýskalandi vann Aston Villa frábæran 3-2 sigur gegn RB Leipzig í bráðfjörugum leik. Markverðir beggja liða gerðu sig seka um slæm mistök en það var Ross Barkley sem skoraði sigurmarkið á 85. mínútu, með skoti sem fór af varnarmanni í netið. Kylian Mbappé, Vinícius Júnior og Jude Bellingham skoruðu allir í 3-2 útisigri meistara Real Madrid gegn Atalanta, toppliði Ítalíu. Charles de Ketelaere skoraði úr víti fyrir Atalanta og Ademola Lookman minnkaði muninn í 3-2 á 65. mínútu en Real landaði mikilvægum sigri og er í 18. sæti deildarinnar með níu stig. Annar toppslagur var í Þýskalandi þar sem Leverkusen vann dramatískan 1-0 sigur gegn Inter, með marki frá franska varnarmanninum Nordi Mukiele á 90. mínútu. PSG vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Salzburg, 3-0, og rétt lafir því í umspilssæti fyrir leiki kvöldsins, í 24. sæti. Goncalo Ramos, Nuno Mendes og Désiré Doué skoruðu mörkin. Flest mörk voru skoruð í Gelsenkirchen, þar sem Shaktar Donetsk varð að sætta sig við 5-1 skell gegn Bayern München. Michael Olise skoraði tvö mörk og þeir Konrad Laimer, Thomas Müller og Jamal Musiala skoruðu einnig, eftir að Kevin hafði komið Shaktar yfir á fimmtu mínútu. Brest vann svo góðan 1-0 sigur gegn PSV með marki Julien Le Cardinal eftir aukaspyrnu. PSV fékk reyndar dæmda vítaspyrnu á 67. mínútu en eftir skoðun á myndbandi hætti dómari við þá ákvörðun. Dinamo Zagreb og Celtic gerðu svo markalaust jafntefli, en mörkin úr 2-1 sigri Club Brugge gegn Sporting Lissabon vantar hér og er beðist velvirðingar á því. Níu leikir eru svo á dagskrá í kvöld, þar á meðal leikir Arsenal og Monaco, Juventus og Manchester City, og Dortmund og Barcelona. Að vanda verður fylgst með öllum leikjum í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2. Staðan í Meistaradeild Evrópu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Liverpool er eina liðið sem hefur unnið alla sex leiki sína til þessa og hefur í raun tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum, eftir 1-0 sigur gegn Girona á Spáni. Arne Slot var ekki ánægður með spilamennsku Liverpool en vítaspyrna Mohamed Salah dugði til sigurs, eftir að Donny van de Beek, fyrrverandi leikmaður Manchester United, braut á Luis Diaz. Í Þýskalandi vann Aston Villa frábæran 3-2 sigur gegn RB Leipzig í bráðfjörugum leik. Markverðir beggja liða gerðu sig seka um slæm mistök en það var Ross Barkley sem skoraði sigurmarkið á 85. mínútu, með skoti sem fór af varnarmanni í netið. Kylian Mbappé, Vinícius Júnior og Jude Bellingham skoruðu allir í 3-2 útisigri meistara Real Madrid gegn Atalanta, toppliði Ítalíu. Charles de Ketelaere skoraði úr víti fyrir Atalanta og Ademola Lookman minnkaði muninn í 3-2 á 65. mínútu en Real landaði mikilvægum sigri og er í 18. sæti deildarinnar með níu stig. Annar toppslagur var í Þýskalandi þar sem Leverkusen vann dramatískan 1-0 sigur gegn Inter, með marki frá franska varnarmanninum Nordi Mukiele á 90. mínútu. PSG vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Salzburg, 3-0, og rétt lafir því í umspilssæti fyrir leiki kvöldsins, í 24. sæti. Goncalo Ramos, Nuno Mendes og Désiré Doué skoruðu mörkin. Flest mörk voru skoruð í Gelsenkirchen, þar sem Shaktar Donetsk varð að sætta sig við 5-1 skell gegn Bayern München. Michael Olise skoraði tvö mörk og þeir Konrad Laimer, Thomas Müller og Jamal Musiala skoruðu einnig, eftir að Kevin hafði komið Shaktar yfir á fimmtu mínútu. Brest vann svo góðan 1-0 sigur gegn PSV með marki Julien Le Cardinal eftir aukaspyrnu. PSV fékk reyndar dæmda vítaspyrnu á 67. mínútu en eftir skoðun á myndbandi hætti dómari við þá ákvörðun. Dinamo Zagreb og Celtic gerðu svo markalaust jafntefli, en mörkin úr 2-1 sigri Club Brugge gegn Sporting Lissabon vantar hér og er beðist velvirðingar á því. Níu leikir eru svo á dagskrá í kvöld, þar á meðal leikir Arsenal og Monaco, Juventus og Manchester City, og Dortmund og Barcelona. Að vanda verður fylgst með öllum leikjum í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2. Staðan í Meistaradeild Evrópu.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira