Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2024 18:17 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, fer fyrir mótmælaaðgerðum norska sambandsins. Getty/Trond Tandberg Norska knattspyrnusambandið ætlar ekki að styðja úthlutun Alþjóða Knattspyrnusambandsins á næstu tveimur heimsmeistaramótum karla en það verður gefið út formlega á morgun hvar mótin fara fram. Það er ekki eins og það sé mikið val eða mikið leyndarmál hverjir muni halda heimsmeistaramótin eftir sex og tíu ár því það er bara eitt framboð til staðar fyrir hvort mót. FIFA hafði gefið það út að HM 2030 fari fram á Spáni, í Portúgal og í Marokkó auk þess sem mótið verður sett með leikjum í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ í tilefni af hundrað ára afmælis heimsmeistaramótsins. HM 2034 mun síðan fara fram í Sádi Arabíu og líklegast í janúar á því ári. Þótt að þetta hafi verið gefið út þá verður það ekki formlega ákveðið fyrr en á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins og fer sú athöfn fram á morgun. Fulltrúar norska sambandsins höfðu áður sent bréf til stjórnar FIFA þar sem úthlutunin var harðlega gagnrýnd. „Fyrir ársþingið þá lét norska knattspyrnusambandið í ljós áhyggjur sínar oftar en einu sinni hvað varðar úthlutun FIFA á heimsmeistaramótunum 2030 og 2034,“ segir í tilkynningu frá norska knattspyrnusambandinu. ESPN segir frá. „NFF gagnrýndi formlega framboðsferlið í bréfi til FIFA og setur fram þá kröfu að það bréf verði lesið upp á ársþinginu. Ef valið verður samþykkt þá verður það ekki samhljóða því norska sambandið mun kjósa gegn því. NFF getur ekki stutt ferli sem meingallað og ósamkvæmt lögmálum FIFA um eigin umbætur,“ segir í fyrrnefndri tilkynningu. „Kosningin á morgun snýst ekki um hver fái HM 2030 og HM 2034, því það hefur þegar verið ákveðið,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska sambandsins. FIFA HM 2030 í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Það er ekki eins og það sé mikið val eða mikið leyndarmál hverjir muni halda heimsmeistaramótin eftir sex og tíu ár því það er bara eitt framboð til staðar fyrir hvort mót. FIFA hafði gefið það út að HM 2030 fari fram á Spáni, í Portúgal og í Marokkó auk þess sem mótið verður sett með leikjum í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ í tilefni af hundrað ára afmælis heimsmeistaramótsins. HM 2034 mun síðan fara fram í Sádi Arabíu og líklegast í janúar á því ári. Þótt að þetta hafi verið gefið út þá verður það ekki formlega ákveðið fyrr en á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins og fer sú athöfn fram á morgun. Fulltrúar norska sambandsins höfðu áður sent bréf til stjórnar FIFA þar sem úthlutunin var harðlega gagnrýnd. „Fyrir ársþingið þá lét norska knattspyrnusambandið í ljós áhyggjur sínar oftar en einu sinni hvað varðar úthlutun FIFA á heimsmeistaramótunum 2030 og 2034,“ segir í tilkynningu frá norska knattspyrnusambandinu. ESPN segir frá. „NFF gagnrýndi formlega framboðsferlið í bréfi til FIFA og setur fram þá kröfu að það bréf verði lesið upp á ársþinginu. Ef valið verður samþykkt þá verður það ekki samhljóða því norska sambandið mun kjósa gegn því. NFF getur ekki stutt ferli sem meingallað og ósamkvæmt lögmálum FIFA um eigin umbætur,“ segir í fyrrnefndri tilkynningu. „Kosningin á morgun snýst ekki um hver fái HM 2030 og HM 2034, því það hefur þegar verið ákveðið,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska sambandsins.
FIFA HM 2030 í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira