„Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Pétur Guðmundsson skrifar 8. desember 2024 21:17 Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR. Vísir/Anton Brink Jakob Sigurðarson var sáttur með sína menn í KR, sem sóttu eins stigs sigur á Egilsstaði í sextán liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta. Lokatölur 72-73 í leik þar sem KR lenti sautján stigum undir. Eins stig sigur og þið áfram í 8 liða úrslit. Hvað segja menn eftir svona leik? „Gríðarlega sáttur, ánægður og stoltur af strákunum. Þetta var karakter sigur, við lentum undir í seinni hálfleik. Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur. Hrikalega ánægður með úrslitinn og líka auðvitað liðsheildina. Hvað breyttist eftir þrjá leikhluta? „Við byrjum að hitta svolítið betur þriggja stiga – það er auðvelda skýringin. Svo varnarlega vorum við aðeins agressívari, byrjuðum að pressa aðeins meira og sóknarlega hröðuðum við leiknum. Veigar kemur sterkur inn og Orri líka, það hlýtur að hafa verið mikilvægt?“ „Veigar er búin að vera mjög góður fyrir okkur í vetur og sérstaklega í síðustu leikjum. Hann hefur verið að koma af bekknum og alltaf skilað góðu framlagi. Orri byrjaði vel í vetur, við höfum ekki veri að finna hann nógu vel í opnum skotum, enn það kom í kvöld og sérstaklega í fjórða leikhluta. Þar snögghitnaði hann, hann er nátturulega okkar besta skytta. Lars var frábær fyrir okkur í kvöld að djöflast og gerði allt sem þurfti. Þannig það voru margir sem að hjálpuðu til.“ Þið verðið í pottinum næst þegar verður dregið. Markið hlýtur að vera að komast í 4 liða í Smáranum? „Að sjálfsögðu. Ég talaði um það við strákana að fá að spila í bikarúrslitum – að taka þátt í því er eitthvað sem allir vilja gera. Að það þarf að gefa allt í þetta til þess að fá að upplifa svoleiðis og þetta var bara eitt skref í áttina að því. Og sjáum hvað gerist í 8 liða úrslitum.“ Meðvitaður um að það vanti skrokka og er að skoða Að leikmannamálum, er eitthvað nýtt að frétta af þeim? „Ekkert að frétta eins og er. Við erum bara að skoða hvað er í boði. Við erum með stráka sem geta leyst þessar mínútur sem losnuðu og þeir stóðu sig vel í dag. En við erum meðvitaðir um að það vantar skrokka inn í hópinn og við erum að skoða hvað er í boði. Erum ekki að flýta okkur.“ Hvernig leikmanni eruð þið að leita að? „Svona stærri týpu. Allt frá þristi og uppí fimmu.Hvort sem er vængmaður eða senter. Mér finnst við geta aðlagað okkur að báðu. Við erum ss. ekki að leita okkur að einhverri fastri týpu.“ Einhver von á að það verði komið í gegn fyrir leik gegn Haukum? „Nei, það eru engar samræður í gangi þannig ég býst ekki við því.“ KR VÍS-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Eins stig sigur og þið áfram í 8 liða úrslit. Hvað segja menn eftir svona leik? „Gríðarlega sáttur, ánægður og stoltur af strákunum. Þetta var karakter sigur, við lentum undir í seinni hálfleik. Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur. Hrikalega ánægður með úrslitinn og líka auðvitað liðsheildina. Hvað breyttist eftir þrjá leikhluta? „Við byrjum að hitta svolítið betur þriggja stiga – það er auðvelda skýringin. Svo varnarlega vorum við aðeins agressívari, byrjuðum að pressa aðeins meira og sóknarlega hröðuðum við leiknum. Veigar kemur sterkur inn og Orri líka, það hlýtur að hafa verið mikilvægt?“ „Veigar er búin að vera mjög góður fyrir okkur í vetur og sérstaklega í síðustu leikjum. Hann hefur verið að koma af bekknum og alltaf skilað góðu framlagi. Orri byrjaði vel í vetur, við höfum ekki veri að finna hann nógu vel í opnum skotum, enn það kom í kvöld og sérstaklega í fjórða leikhluta. Þar snögghitnaði hann, hann er nátturulega okkar besta skytta. Lars var frábær fyrir okkur í kvöld að djöflast og gerði allt sem þurfti. Þannig það voru margir sem að hjálpuðu til.“ Þið verðið í pottinum næst þegar verður dregið. Markið hlýtur að vera að komast í 4 liða í Smáranum? „Að sjálfsögðu. Ég talaði um það við strákana að fá að spila í bikarúrslitum – að taka þátt í því er eitthvað sem allir vilja gera. Að það þarf að gefa allt í þetta til þess að fá að upplifa svoleiðis og þetta var bara eitt skref í áttina að því. Og sjáum hvað gerist í 8 liða úrslitum.“ Meðvitaður um að það vanti skrokka og er að skoða Að leikmannamálum, er eitthvað nýtt að frétta af þeim? „Ekkert að frétta eins og er. Við erum bara að skoða hvað er í boði. Við erum með stráka sem geta leyst þessar mínútur sem losnuðu og þeir stóðu sig vel í dag. En við erum meðvitaðir um að það vantar skrokka inn í hópinn og við erum að skoða hvað er í boði. Erum ekki að flýta okkur.“ Hvernig leikmanni eruð þið að leita að? „Svona stærri týpu. Allt frá þristi og uppí fimmu.Hvort sem er vængmaður eða senter. Mér finnst við geta aðlagað okkur að báðu. Við erum ss. ekki að leita okkur að einhverri fastri týpu.“ Einhver von á að það verði komið í gegn fyrir leik gegn Haukum? „Nei, það eru engar samræður í gangi þannig ég býst ekki við því.“
KR VÍS-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira