Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. desember 2024 08:03 Daníel Tristan Guðjohnsen gerði sér lítið fyrir síðustu helgi og setti þrennu. malmö Eftir að hafa skorað þrennu í bikarleik í vikunni hefur Daníel Tristan Guðjohnsen framlengt samning sinn við sænska félagið Malmö. Samningurinn gildir nú til næstu fjögurra ára, eða til ársloka 2028. Daníel er 18 ára gamall, fæddur 1. mars 2006. Hann gekk til liðs við Malmö árið 2022 úr akademíu Real Madrid, þar áður var hann í akademíu Barcelona. Hann stóð sig vel með unglingaliðinu og gerði samning við aðallið félagsins í apríl 2023. Vegna meiðsla í baki hefur spiltími hans verið af mjög skornum skammti. Undanfarið hefur Daníel hins vegar verið að stíga upp úr meiðslunum og spilað nokkra leiki með unglingaliðinu. Hann fékk svo tækifæri með aðalliðinu síðastliðinn sunnudag og nýtti það vel. Daníel skoraði þrennu í 5-2 sigri gegn Torslanda IK og stuðningsmenn sungu nafn hans í leikslok. Þetta voru fyrstu þrjú mörk hans fyrir aðallið Malmö. ✍️ Malmö FF förlänger kontraktet med Daniel Gudjohnsen.➡️ https://t.co/eXlIW01IjA pic.twitter.com/uMXHL8QT5z— Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2024 „Það er frábært að vera búinn að framlengja við Malmö og ég finn að félagið hefur mikla trú á mér. Þetta hefur verið erfitt ár en nú er ég mættur aftur og líður vel. Ég lærði mikið af meiðslunum og umhverfinu sem ég hef verið í hjá Malmö sem býr yfir mörgum reynslumiklum leikmönnum.“ „Ég myndi að segja að ég sé teknískur leikmaður, þrátt fyrir hæð mína. Ég er alltaf hungraður í að skora mörk eða að hjálpa liðinu að skora. Leikurinn gegn Torlslanda fannst mér nánast óraunveruleg upplifun. Fyrsta markið var fallegast og það var mikill léttir að koma marki að fyrir Malmö. Öðru markinu trúði ég varla og það þriðja er ólýsanlegt. Ég á erfitt með að koma því í orð hversu glaður ég var. Mörkin gefa mér mikið sjálfstraust og ég hlakka til að halda áfram að vaxa sem leikmaður Malmö,“ sagði Daníel við undirritun samningsins. Ítarlega umfjöllun um feril og framtíðaráform Daníels má finna hér á heimasíðu Malmö. Sænski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Daníel er 18 ára gamall, fæddur 1. mars 2006. Hann gekk til liðs við Malmö árið 2022 úr akademíu Real Madrid, þar áður var hann í akademíu Barcelona. Hann stóð sig vel með unglingaliðinu og gerði samning við aðallið félagsins í apríl 2023. Vegna meiðsla í baki hefur spiltími hans verið af mjög skornum skammti. Undanfarið hefur Daníel hins vegar verið að stíga upp úr meiðslunum og spilað nokkra leiki með unglingaliðinu. Hann fékk svo tækifæri með aðalliðinu síðastliðinn sunnudag og nýtti það vel. Daníel skoraði þrennu í 5-2 sigri gegn Torslanda IK og stuðningsmenn sungu nafn hans í leikslok. Þetta voru fyrstu þrjú mörk hans fyrir aðallið Malmö. ✍️ Malmö FF förlänger kontraktet med Daniel Gudjohnsen.➡️ https://t.co/eXlIW01IjA pic.twitter.com/uMXHL8QT5z— Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2024 „Það er frábært að vera búinn að framlengja við Malmö og ég finn að félagið hefur mikla trú á mér. Þetta hefur verið erfitt ár en nú er ég mættur aftur og líður vel. Ég lærði mikið af meiðslunum og umhverfinu sem ég hef verið í hjá Malmö sem býr yfir mörgum reynslumiklum leikmönnum.“ „Ég myndi að segja að ég sé teknískur leikmaður, þrátt fyrir hæð mína. Ég er alltaf hungraður í að skora mörk eða að hjálpa liðinu að skora. Leikurinn gegn Torlslanda fannst mér nánast óraunveruleg upplifun. Fyrsta markið var fallegast og það var mikill léttir að koma marki að fyrir Malmö. Öðru markinu trúði ég varla og það þriðja er ólýsanlegt. Ég á erfitt með að koma því í orð hversu glaður ég var. Mörkin gefa mér mikið sjálfstraust og ég hlakka til að halda áfram að vaxa sem leikmaður Malmö,“ sagði Daníel við undirritun samningsins. Ítarlega umfjöllun um feril og framtíðaráform Daníels má finna hér á heimasíðu Malmö.
Sænski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira