„Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 7. desember 2024 18:38 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík tók á móti ríkjandi bikarmeisturum Keflavík í 16-liða úrslitum VÍS bikarsins. Það var ljóst að um mikinn baráttuleik yrði að ræða og voru það stelpurnar í Njarðvík sem slógu út nágranna sína í Keflavík með minnsta mun 76-75. „[Tilfinningin] er ljúf fyrir okkur þjálfarana en ég get ekki ímyndað mér hvernig hún er fyrir stelpurnar sem eru búnar að tapa fyrir þeim níu sinnum í röð eða hvað það er svo ég er ótrúlega glaður fyrir þeirra hönd.“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í dag. Útlitið var um tíma ekkert alltof bjart fyrir Njarðvíkurliðið en þær sýndu mikla þrautseigju og náðu að landa mikilvægum sigri sem sló út bikarmeistara síðasta árs. „Ég held þetta hafi bara verið þrautseigjan. Við vorum aldrei að fara gefast upp. Í réttum mómentum hérna í restina, risa varnarleikur hjá Enu Viso og Brittany Dinkins sem að gera það að verkum að við siglum þessu.“ „Á hinum endanum þá auðvitað er Brittany Dinkins að gera rosalega mikið fyrir okkur. Við fáum rosalega stórar körfur frá Enu Viso og Bo Guttormsdóttur-Frost á lokakaflanum sem að var akkúrat það sem við þurftum. Við þurftum fleiri til að „chippa inn“ og þetta var bara liðssigur.“ Með því að slá út svona sterkt lið hlýtur það að gefa Njarðvík mikinn kraft fyrir komandi verkefni. „Engin spurning. Það má ekki gleyma því að við ákváðum að spila á sjö stelpum í dag og þrjár þeirra eru sextán ára, þær eru fæddar 2008. Þær eru ekkert í litlum hlutverkum. Þær eru að dekka hérna landsliðsmenn. Hulda María á kafla dekkar Jasmine Dickey hérna og Bo líka. Þær eru með risa hlutverk og ég veit sem er að þetta eru stelpur sem eiga bara eftir að verða betri eftir því sem líður á.“ „Við erum með þekktar stærðir í okkar erlendu leikmönnum og við vitum bara sem er að það er ekkert einhver ein að fara afgreiða þetta lið afþví að þetta lið er með fimm öfluga leikmenn á gólfinu. Mér fannst bara það sem við lögðum upp með í dag ganga fáránlega vel.“ VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
„[Tilfinningin] er ljúf fyrir okkur þjálfarana en ég get ekki ímyndað mér hvernig hún er fyrir stelpurnar sem eru búnar að tapa fyrir þeim níu sinnum í röð eða hvað það er svo ég er ótrúlega glaður fyrir þeirra hönd.“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í dag. Útlitið var um tíma ekkert alltof bjart fyrir Njarðvíkurliðið en þær sýndu mikla þrautseigju og náðu að landa mikilvægum sigri sem sló út bikarmeistara síðasta árs. „Ég held þetta hafi bara verið þrautseigjan. Við vorum aldrei að fara gefast upp. Í réttum mómentum hérna í restina, risa varnarleikur hjá Enu Viso og Brittany Dinkins sem að gera það að verkum að við siglum þessu.“ „Á hinum endanum þá auðvitað er Brittany Dinkins að gera rosalega mikið fyrir okkur. Við fáum rosalega stórar körfur frá Enu Viso og Bo Guttormsdóttur-Frost á lokakaflanum sem að var akkúrat það sem við þurftum. Við þurftum fleiri til að „chippa inn“ og þetta var bara liðssigur.“ Með því að slá út svona sterkt lið hlýtur það að gefa Njarðvík mikinn kraft fyrir komandi verkefni. „Engin spurning. Það má ekki gleyma því að við ákváðum að spila á sjö stelpum í dag og þrjár þeirra eru sextán ára, þær eru fæddar 2008. Þær eru ekkert í litlum hlutverkum. Þær eru að dekka hérna landsliðsmenn. Hulda María á kafla dekkar Jasmine Dickey hérna og Bo líka. Þær eru með risa hlutverk og ég veit sem er að þetta eru stelpur sem eiga bara eftir að verða betri eftir því sem líður á.“ „Við erum með þekktar stærðir í okkar erlendu leikmönnum og við vitum bara sem er að það er ekkert einhver ein að fara afgreiða þetta lið afþví að þetta lið er með fimm öfluga leikmenn á gólfinu. Mér fannst bara það sem við lögðum upp með í dag ganga fáránlega vel.“
VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira