„Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. desember 2024 19:10 Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. „Sem betur fer hefur þetta bara komið upp í einu húsi og alifuglabændur viðhafa almennt mjög miklar smitvarnir og hafa verið á tánum vegna þessara greininga í villtum fugli. Við erum að vonast til þess að smitvarnirnar haldi svo þetta komi ekki upp í fleiri búum. Það getur auðvitað gerst. Ef þetta yrði mjög útbreitt þá gæti komið upp sú staða að það myndi hafa áhrif á markaðinn.“ Þetta segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við fréttastofu. Eins og greint hefur verið frá starfar Matvælastofnun (MAST) nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainnflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag en allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir. Þóra tekur fram að svo lengi sem flensan er einskorðuð við þetta eina bú muni hún ekki koma til með að hafa áhrif á framboð á kalkúni fyrir jólin. Sagan verði þó önnur ef smit verða í fleiri búum. Hópsmit í mönnum ólíkleg Hún segir neyðarstigi aðeins lýst yfir þegar það er grunur um eða staðfest að alvarlegur dýrasjúkdómur hefur komið upp í dýrum eða mönnum. Fuglaflensan falli undir þá skilgreiningu. „Það sem fellst í neyðarstiginu er að yfirdýralæknir leggur til við matvælaráðherra að grípa til aðgerða sem hindra dreifingu smits og útrýma sjúkdómum í þessum dýrum.“ Manneskjur sem eru mikið í náinni snertingu við sýkta fugla geta smitast af inflúensunni en Þóra tekur fram að hún telji litlar sem engar líkur á því að það verði einhvers konar hópsmit í mönnum hér á landi. „Þetta afbrigði sem að greindist núna, kallað h5n5, hefur aldrei greinst í fólki, hins vegar hefur hin gerðin, h5n1, greinst í fólki en aðeins í fólki sem hefur átt mjög náin samskipti við veika fugla.“ Mikilvægt að vera á tánum Hún ítrekar þó að mikilvægt sé að vera á tánum og nota þann smitvarnarbúnað sem við höfum í snertingu við fugla. Er einhver ástæða til að óttast að kaupa fuglakjöt? „Nei alls ekki, það er engin hætta í afurðum. Allir þeir fuglar sem greinast, það er strax gripið til þess að aflífa þá fugla, bæði af dýravelferðarsjónarmiðum og til þess að forðast að smitin dreifist. Þeim er svo fargað á mjög tryggilegan hátt, það er engin hætta á því að kaupa kalkún.“ Matvælastofnun biðlar til almennings að láta stofnunina vita ef fólk verður vart við veika eða dauða fugla. Þá eigi alls ekki að koma við þá eða taka þá upp. „Ekki reyna að hlúa að þeim, heldur tilkynna, segja frá staðsetningu og þá kemur fólk sem er búið smitvarnarbúnaði. Láta vita og við tökum svo boltann.“ Matvælaframleiðsla Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þetta segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við fréttastofu. Eins og greint hefur verið frá starfar Matvælastofnun (MAST) nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainnflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag en allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir. Þóra tekur fram að svo lengi sem flensan er einskorðuð við þetta eina bú muni hún ekki koma til með að hafa áhrif á framboð á kalkúni fyrir jólin. Sagan verði þó önnur ef smit verða í fleiri búum. Hópsmit í mönnum ólíkleg Hún segir neyðarstigi aðeins lýst yfir þegar það er grunur um eða staðfest að alvarlegur dýrasjúkdómur hefur komið upp í dýrum eða mönnum. Fuglaflensan falli undir þá skilgreiningu. „Það sem fellst í neyðarstiginu er að yfirdýralæknir leggur til við matvælaráðherra að grípa til aðgerða sem hindra dreifingu smits og útrýma sjúkdómum í þessum dýrum.“ Manneskjur sem eru mikið í náinni snertingu við sýkta fugla geta smitast af inflúensunni en Þóra tekur fram að hún telji litlar sem engar líkur á því að það verði einhvers konar hópsmit í mönnum hér á landi. „Þetta afbrigði sem að greindist núna, kallað h5n5, hefur aldrei greinst í fólki, hins vegar hefur hin gerðin, h5n1, greinst í fólki en aðeins í fólki sem hefur átt mjög náin samskipti við veika fugla.“ Mikilvægt að vera á tánum Hún ítrekar þó að mikilvægt sé að vera á tánum og nota þann smitvarnarbúnað sem við höfum í snertingu við fugla. Er einhver ástæða til að óttast að kaupa fuglakjöt? „Nei alls ekki, það er engin hætta í afurðum. Allir þeir fuglar sem greinast, það er strax gripið til þess að aflífa þá fugla, bæði af dýravelferðarsjónarmiðum og til þess að forðast að smitin dreifist. Þeim er svo fargað á mjög tryggilegan hátt, það er engin hætta á því að kaupa kalkún.“ Matvælastofnun biðlar til almennings að láta stofnunina vita ef fólk verður vart við veika eða dauða fugla. Þá eigi alls ekki að koma við þá eða taka þá upp. „Ekki reyna að hlúa að þeim, heldur tilkynna, segja frá staðsetningu og þá kemur fólk sem er búið smitvarnarbúnaði. Láta vita og við tökum svo boltann.“
Matvælaframleiðsla Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?