Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2024 15:36 Börn þekkja rétt sinn betur eftir að hafa fengið fræðslu frá UNICEF. UNICEF Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann en vita ekki öll að réttindin eiga við um þau. Með markvissri fræðslu landsnefndar UNICEF hefur hlutfallið aukist úr 53 prósentum í 81 prósent, meðal barna í Réttindaskóla þeirra, sem þekkja rétt sinn. Í nýrri skýrslu samtakanna kemur jafnframt fram að verkefni UNICEF snerta líf yfir helming barna á Íslandi og að um 17.200 börn gangi í Réttindaskóla og -frístund UNICEF. Í ár eru 20 ár frá því að landsnefnd UNICEF var stofnuð á Íslandi. Í tilkynningu segir að samtökin hafi allt frá upphafi unnið að málefnum barna á Íslandi. Árangurinn af því sé til dæmis að 58 prósent barna héldu, eða voru ekki viss hvort, að hægt væri taka réttindi af þeim ef þau haga sér ekki vel. Eftir markvissa fræðslu og innleiðingu Réttindaskóla og -frístundar lækkaði hlutfallið í 23 prósent barna að meðaltali. „Við erum afar stolt af samstarfi okkar við stjórnvöld um að koma Barnasáttmálanum í framkvæmd,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi.Aðsend Í tilefni afmælisins hefur innanlandsdeild landsnefndarinnar gefið úr árangursskýrslu þar sem litið yfir farinn veg og farið yfir umfangsmikið málsvarastarf landsnefndarinnar síðastliðna áratugi. „Við erum afar stolt af samstarfi okkar við stjórnvöld um að koma Barnasáttmálanum í framkvæmd. Öll börn á Íslandi eiga að vita af réttindum sínum og finna það á eigin skinni að réttindi þeirra séu virt,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi, í tilkynningunni. Vita ekki endilega að þau eiga rétt Þar kemur einnig fram að árlega fræði samtökin þúsundir starfsmanna sveitarfélaga um Barnasáttmálann. Þá segir að í Réttindaskólum hafi aukist hlutfall barna sem hafa heyrt um Barnasáttmálann úr 85 prósent í 97,5 prósent að meðaltali, en mælingar UNICEF hafi þó sýnt að þótt börn viti af sáttmálanum vita þau ekki endilega að þau sjálf eigi réttindi. „Við höfum í gegnum tíðina tekið saman og kynnt nýjar upplýsingar um stöðu barna sem hafa breytt umræðunni og hrint af stað jákvæðum breytingum. Þar hefur rödd barnanna sjálfra skipt mestu máli og við leggjum okkur fram um að skapa tækifæri fyrir börn að hafa áhrif,“ segir Eva. Þá bendir hún á að rannsóknir sýni að börn sem þekki réttindi sín séu umburðarlyndari, virði frekar fjölbreytileika, séu líklegri til þess að taka afstöðu gegn einelti og öðru ranglæti, standi betur vörð um eigin réttindi og annarra og séu betur undirbúin til þess að leita sér aðstoðar ef þau verða fyrir ofbeldi eða misnotkun. Hægt er að kynna sér skýrsluna hér. Félagasamtök Réttindi barna Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Í nýrri skýrslu samtakanna kemur jafnframt fram að verkefni UNICEF snerta líf yfir helming barna á Íslandi og að um 17.200 börn gangi í Réttindaskóla og -frístund UNICEF. Í ár eru 20 ár frá því að landsnefnd UNICEF var stofnuð á Íslandi. Í tilkynningu segir að samtökin hafi allt frá upphafi unnið að málefnum barna á Íslandi. Árangurinn af því sé til dæmis að 58 prósent barna héldu, eða voru ekki viss hvort, að hægt væri taka réttindi af þeim ef þau haga sér ekki vel. Eftir markvissa fræðslu og innleiðingu Réttindaskóla og -frístundar lækkaði hlutfallið í 23 prósent barna að meðaltali. „Við erum afar stolt af samstarfi okkar við stjórnvöld um að koma Barnasáttmálanum í framkvæmd,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi.Aðsend Í tilefni afmælisins hefur innanlandsdeild landsnefndarinnar gefið úr árangursskýrslu þar sem litið yfir farinn veg og farið yfir umfangsmikið málsvarastarf landsnefndarinnar síðastliðna áratugi. „Við erum afar stolt af samstarfi okkar við stjórnvöld um að koma Barnasáttmálanum í framkvæmd. Öll börn á Íslandi eiga að vita af réttindum sínum og finna það á eigin skinni að réttindi þeirra séu virt,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi, í tilkynningunni. Vita ekki endilega að þau eiga rétt Þar kemur einnig fram að árlega fræði samtökin þúsundir starfsmanna sveitarfélaga um Barnasáttmálann. Þá segir að í Réttindaskólum hafi aukist hlutfall barna sem hafa heyrt um Barnasáttmálann úr 85 prósent í 97,5 prósent að meðaltali, en mælingar UNICEF hafi þó sýnt að þótt börn viti af sáttmálanum vita þau ekki endilega að þau sjálf eigi réttindi. „Við höfum í gegnum tíðina tekið saman og kynnt nýjar upplýsingar um stöðu barna sem hafa breytt umræðunni og hrint af stað jákvæðum breytingum. Þar hefur rödd barnanna sjálfra skipt mestu máli og við leggjum okkur fram um að skapa tækifæri fyrir börn að hafa áhrif,“ segir Eva. Þá bendir hún á að rannsóknir sýni að börn sem þekki réttindi sín séu umburðarlyndari, virði frekar fjölbreytileika, séu líklegri til þess að taka afstöðu gegn einelti og öðru ranglæti, standi betur vörð um eigin réttindi og annarra og séu betur undirbúin til þess að leita sér aðstoðar ef þau verða fyrir ofbeldi eða misnotkun. Hægt er að kynna sér skýrsluna hér.
Félagasamtök Réttindi barna Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira