Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 13:31 Nicolas Jover kemur skilaboðum til leikmanna Arsenal fyrir eina hornspyrnu liðsins en knattspyrnustjórinn Mikel Arteta fylgist með. Getty/Mike Egerton Arsenal vann 2-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en bæði mörkin i leiknum komu eftir hornspyrnur. Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem föstu leikatriðin eru að skila Arsenal dýrmætum sigrum eða stigum. Fyrra markið skoraði Jurrien Timber með skalla eftir hornspyrnu Declan Rice en það síðara skoraði William Saliba eftir að Thomas Partey skallaði hornspyrnu Bukayo Saka í hann. Föstu leikatriðin eru stór þáttur í leik liðsins en Arsenal átti fleiri skot eftir hornspyrnur (7) en úr opnum leik (6) í þessum leik á móti United í gærkvöldi. Eftir leikinn hrósaði knattspyrnustjórinn Mikel Arteta líka vinnu Nicolas Jover, sem er er Sölvi Geir Ottesen þeirra Arsenal manna. These guys were all brilliant last night: @_DeclanRice @BukayoSaka87 + Saliba/Odegaard/Raya. But my Man of the Match was Nicolas Jover, our set-piece coach. Arsenal have scored 22 goals from corners since the start of last season incl 2 more last night. He’s a genius. 👏 pic.twitter.com/As7sFUjwQQ— Piers Morgan (@piersmorgan) December 5, 2024 Jover ber ábyrgð á föstu leikatriðum liðsins og er nýja hetjan hjá Arsenal. „Hann og þjálfarateymið hafa fengið leikmenn okkar til að trúa því að það er hægt að vinna fótboltaleiki á marga vegu. Það er mjög áhrifamikið og hefur gefið okkur mikið. Ég vil því hrósa þeim,“ sagði Arteta. Jover er 43 ára gamall Frakki sem fæddist í Þýskalandi. Hann var þjálfari fastra leikatriða hjá bæði Brentford og Manchester City áður en hann kom til Arsenal. Samningur hans við City endaði sumarið 2021 og Mikel Arteta, sem þekkti hann frá City, fékk hann til að koma til Arsenal. Á síðustu leiktíð skoraði Arsenal tuttugu mörk eftir föst leikatriði og þar eru vítaspyrnur ekki taldar með. Sextán þeirra komu eftir horn sem var metjöfnun í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur haldið uppteknum hætti á þessu tímabili. Arsenal hefur nú skorað 21 mark eftir hornspyrnur frá byrjun síðasta tímabils. Declan Rice og Bukayo Saka eru báðir með sjö stoðsendingar í þessum mörkum. Nicolas Jover, you deserve the world 🥰 pic.twitter.com/y1qfdVhB0v— AFTV (@AFTVMedia) December 4, 2024 Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem föstu leikatriðin eru að skila Arsenal dýrmætum sigrum eða stigum. Fyrra markið skoraði Jurrien Timber með skalla eftir hornspyrnu Declan Rice en það síðara skoraði William Saliba eftir að Thomas Partey skallaði hornspyrnu Bukayo Saka í hann. Föstu leikatriðin eru stór þáttur í leik liðsins en Arsenal átti fleiri skot eftir hornspyrnur (7) en úr opnum leik (6) í þessum leik á móti United í gærkvöldi. Eftir leikinn hrósaði knattspyrnustjórinn Mikel Arteta líka vinnu Nicolas Jover, sem er er Sölvi Geir Ottesen þeirra Arsenal manna. These guys were all brilliant last night: @_DeclanRice @BukayoSaka87 + Saliba/Odegaard/Raya. But my Man of the Match was Nicolas Jover, our set-piece coach. Arsenal have scored 22 goals from corners since the start of last season incl 2 more last night. He’s a genius. 👏 pic.twitter.com/As7sFUjwQQ— Piers Morgan (@piersmorgan) December 5, 2024 Jover ber ábyrgð á föstu leikatriðum liðsins og er nýja hetjan hjá Arsenal. „Hann og þjálfarateymið hafa fengið leikmenn okkar til að trúa því að það er hægt að vinna fótboltaleiki á marga vegu. Það er mjög áhrifamikið og hefur gefið okkur mikið. Ég vil því hrósa þeim,“ sagði Arteta. Jover er 43 ára gamall Frakki sem fæddist í Þýskalandi. Hann var þjálfari fastra leikatriða hjá bæði Brentford og Manchester City áður en hann kom til Arsenal. Samningur hans við City endaði sumarið 2021 og Mikel Arteta, sem þekkti hann frá City, fékk hann til að koma til Arsenal. Á síðustu leiktíð skoraði Arsenal tuttugu mörk eftir föst leikatriði og þar eru vítaspyrnur ekki taldar með. Sextán þeirra komu eftir horn sem var metjöfnun í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur haldið uppteknum hætti á þessu tímabili. Arsenal hefur nú skorað 21 mark eftir hornspyrnur frá byrjun síðasta tímabils. Declan Rice og Bukayo Saka eru báðir með sjö stoðsendingar í þessum mörkum. Nicolas Jover, you deserve the world 🥰 pic.twitter.com/y1qfdVhB0v— AFTV (@AFTVMedia) December 4, 2024
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira