Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2024 16:51 Deilu Atla Viðars og Reynis fyrir dómstólum er lokið. Atli Viðar Þorsteinsson, betur þekktur sem plötusnúðurinn Atli kanill, fagnar sigri í minningargreinarmáli sínu gegn Reyni Traustasyni ritstjóra Mannlífs. Hann upplýsir að Reynir ætli ekki að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Bæði Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, og Atli Viðar fóru í mál við Reyni og Sólartún, útgáfufélag Mannlífs. Stefna Árvakar sneri að fréttaskrifum upp úr minningargreinum í Morgunblaðinu og stefna Atla sérstaklega um frétt sem skrifuð var á vef Mannlífs upp úr minningargrein Atla Viðars í Morgunblaðinu um bróður hans. Voru Reynir og Sólartún talin hafa brotið gegn höfundalögum og sömuleiðis gegn sæmdarrétti Atla. Minningargrein hans hefði verið birt í óþökk hans, nafn hans sem höfundar hefði ekki verið getið og greinin birt í öðru samhengi en höfundur hefði kosið. Var það niðurstaða Landsréttar að Reynir og Sólartún hefðu brotið gegn sæmdarrétti Atla Viðars og hann talinn eiga rétt á 300 þúsund króna miskabótum á grundvelli höfundarlaga frá Reyni og Sólartúns. Þá þyrfti Reynir og Sólartún að kosta birtingu dómsorðanna í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins. Atli Viðar var hins vegar ekki talinn hafa sýnt fram á að frétt Mannlífs hefði falið í sér ólögmæta meingerð. „Reynir Traustason hefur gefist upp á að reyna að áfrýja málsókn minni gegn honum til Hæstaréttar; málinu mínu lýkur með fullnaðarsigri mínum. Þannig lýkur þessum ömurlega kafla í mínu lífi,“ segir Atli Viðar í færslu á X og þakkar fyrir að þessum ömurlega kafla í lífi hans sé lokið. Eitt dæmi er um að endurbirting á minningargrein hafi komið til meðferðar siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í því tilfelli var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Endurbirting eða birting á úrdrætti úr henni væri ekki brot á siðareglum. Úrskurðurinn tók þó ekki til höfundaréttarsjónamiða. Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. 7. nóvember 2024 18:26 Sigur Atla á Mannlífi sé ekki ástæða til að skála í freyðivíni Mannlífi hefur verið gert að greiða bæði Atla Viðari Þorsteinssyni plötusnúði og Morgunblaðinu miskabætur vegna fréttar sem unnin var upp úr minningargrein Atla Viðars um bróður sinn. Ritstjóri Mannlífs segir dóminn beina árás á tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu og lögmaður hans segir dóminn vekja upp spurningar um vinnubrögð fjölmiðla framvegis. 22. febrúar 2023 21:46 Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Bæði Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, og Atli Viðar fóru í mál við Reyni og Sólartún, útgáfufélag Mannlífs. Stefna Árvakar sneri að fréttaskrifum upp úr minningargreinum í Morgunblaðinu og stefna Atla sérstaklega um frétt sem skrifuð var á vef Mannlífs upp úr minningargrein Atla Viðars í Morgunblaðinu um bróður hans. Voru Reynir og Sólartún talin hafa brotið gegn höfundalögum og sömuleiðis gegn sæmdarrétti Atla. Minningargrein hans hefði verið birt í óþökk hans, nafn hans sem höfundar hefði ekki verið getið og greinin birt í öðru samhengi en höfundur hefði kosið. Var það niðurstaða Landsréttar að Reynir og Sólartún hefðu brotið gegn sæmdarrétti Atla Viðars og hann talinn eiga rétt á 300 þúsund króna miskabótum á grundvelli höfundarlaga frá Reyni og Sólartúns. Þá þyrfti Reynir og Sólartún að kosta birtingu dómsorðanna í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins. Atli Viðar var hins vegar ekki talinn hafa sýnt fram á að frétt Mannlífs hefði falið í sér ólögmæta meingerð. „Reynir Traustason hefur gefist upp á að reyna að áfrýja málsókn minni gegn honum til Hæstaréttar; málinu mínu lýkur með fullnaðarsigri mínum. Þannig lýkur þessum ömurlega kafla í mínu lífi,“ segir Atli Viðar í færslu á X og þakkar fyrir að þessum ömurlega kafla í lífi hans sé lokið. Eitt dæmi er um að endurbirting á minningargrein hafi komið til meðferðar siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Í því tilfelli var komist að þeirri niðurstöðu að birting minningargreina væri opinber birting. Endurbirting eða birting á úrdrætti úr henni væri ekki brot á siðareglum. Úrskurðurinn tók þó ekki til höfundaréttarsjónamiða.
Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. 7. nóvember 2024 18:26 Sigur Atla á Mannlífi sé ekki ástæða til að skála í freyðivíni Mannlífi hefur verið gert að greiða bæði Atla Viðari Þorsteinssyni plötusnúði og Morgunblaðinu miskabætur vegna fréttar sem unnin var upp úr minningargrein Atla Viðars um bróður sinn. Ritstjóri Mannlífs segir dóminn beina árás á tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu og lögmaður hans segir dóminn vekja upp spurningar um vinnubrögð fjölmiðla framvegis. 22. febrúar 2023 21:46 Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Reynir tapar minningargreinamáli aftur Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. 7. nóvember 2024 18:26
Sigur Atla á Mannlífi sé ekki ástæða til að skála í freyðivíni Mannlífi hefur verið gert að greiða bæði Atla Viðari Þorsteinssyni plötusnúði og Morgunblaðinu miskabætur vegna fréttar sem unnin var upp úr minningargrein Atla Viðars um bróður sinn. Ritstjóri Mannlífs segir dóminn beina árás á tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu og lögmaður hans segir dóminn vekja upp spurningar um vinnubrögð fjölmiðla framvegis. 22. febrúar 2023 21:46
Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30