Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 11:31 Arne Slot tjáði sig um stöðu Mohamed Salah á blaðamannafundi í dag Vísir/Getty Arne Slot, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, sló á létta strengi á blaðamannafundi í dag er hann var spurður út í samningsmál Mohamed Salah en samningur hans við félagið rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Slot dró þær 115 ákærur sem Manchester City á yfir höfði sér inn í umræðuna og vildi svo ítreka að hann hafi verið að grínast með því. Liverpool gengur vel undir stjórn Slot sem er á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri liðsins. Liverpool er með níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, bar sigur úr býtum gegn Manchester City um síðastliðna helgi og er þá einnig á toppi Meistaradeildar Evrópu. Sóknarmaður liðsins, Mohamed Salah, hefur átt fyrirsagnir blaðanna undanfarnar vikur í tengslum við samningsstöðu hans en Egyptinn er að renna út á samningi í Bítlaborginni og bólar ekkert á viðræðum milli hans og félagsins varðandi nýjan samning. Eftir sigurinn á Manchester City um síðustu helgi sagði Salah í viðtali að þetta gæti hafa verið hans síðasti leikur gegn Manchester City og voru þessi ummæli borin undir slot á blaðamannafundi í dag fyrir leik Liverpool gegn Newcastle United. „Kannski veit hann eitthvað meira varðandi þessar 115 ákærur á hendur félaginu og að þeir verði ekki í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili ég býst hins vegar við þeim í deildinni,“ sagði Slot á blaðamannafundinum.“ City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. „Þetta er leiðinlegt svar en það er það sama og áður. Þetta er ekki rétti staðurinn fyrir mig til þess að tala um samningsmál Salah og nú þegar hef ég kannski sagt of mikið með þessum brandara mínum sem mun að öllum líkindum verða að fyrirsögn. Þetta var grin. Ég endurtek, þetta var grin,” bætti Slot við, hræddur við að ummæli sín um Manchester City yrðu tekin úr samhengi. Forráðamenn Manchester City hafa staðfastlega neitað sök er varðar þessi 115 meintu brot félagsins á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor. Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira
Liverpool gengur vel undir stjórn Slot sem er á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri liðsins. Liverpool er með níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, bar sigur úr býtum gegn Manchester City um síðastliðna helgi og er þá einnig á toppi Meistaradeildar Evrópu. Sóknarmaður liðsins, Mohamed Salah, hefur átt fyrirsagnir blaðanna undanfarnar vikur í tengslum við samningsstöðu hans en Egyptinn er að renna út á samningi í Bítlaborginni og bólar ekkert á viðræðum milli hans og félagsins varðandi nýjan samning. Eftir sigurinn á Manchester City um síðustu helgi sagði Salah í viðtali að þetta gæti hafa verið hans síðasti leikur gegn Manchester City og voru þessi ummæli borin undir slot á blaðamannafundi í dag fyrir leik Liverpool gegn Newcastle United. „Kannski veit hann eitthvað meira varðandi þessar 115 ákærur á hendur félaginu og að þeir verði ekki í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili ég býst hins vegar við þeim í deildinni,“ sagði Slot á blaðamannafundinum.“ City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. „Þetta er leiðinlegt svar en það er það sama og áður. Þetta er ekki rétti staðurinn fyrir mig til þess að tala um samningsmál Salah og nú þegar hef ég kannski sagt of mikið með þessum brandara mínum sem mun að öllum líkindum verða að fyrirsögn. Þetta var grin. Ég endurtek, þetta var grin,” bætti Slot við, hræddur við að ummæli sín um Manchester City yrðu tekin úr samhengi. Forráðamenn Manchester City hafa staðfastlega neitað sök er varðar þessi 115 meintu brot félagsins á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor.
Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira