Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 16:22 Brynjar Níelsson er nú endanlega hættur í stjórnmálum. Hér er ein síðasta myndin sem náðist af honum í kosningaham en hann lét til sín taka í kosningabaráttunni fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem 3. maður á lista í Reykjavík suður. Hann lagði ýmislegt á sig, meðal annars skráði hann sig á Instagram. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík suður segist, í grátklökku kveðjubréfi, líklega vera að setja Íslandsmet í að hætta í pólitík en nú er komið að leiðarlokum hjá þessari Facebookstjörnu Sjálfstæðisflokksins. „Ég er farinn að venjast því að sofna inni en vakna úti. Slíkt gerðist ekki hjá okkur Soffíu í gamla daga. En nú er loksins komið að leiðarlokum hjá mér í stjórnmálum,“ segir Brynjar í kveðjupistli á Facebook sem birtist fyrir fáeinum mínútum. Hefði ekki getað verið á þingi án Pírata Brynjar var inni á tímabili í nótt en svo fór að lokum að hann náði ekki inn. Hann vitnar í konu sína sem segir honum að hann geti hvort sem er ekki verið á Alþingi án Pírata. Hann hefði bara reytt hár sitt og klórað til blóðs að þurfa hlusta á alla þessa þingmenn sem ætla að gera allt fyrir alla og lækka verðbólgu og vexti í leiðinni. „Ég er hvorki sár né svekktur enda vissi ég að brekkan var brött og löng. Ég vil þakka þeim sjálfstæðismönnum sem lögðu dag við nótt í kosningabaráttunni og sýndu ótrúlega eljusemi og baráttuvilja. Ég mun mest sakna þeirra,“ segir Brynjar á viðkvæmum nótum. Nú mun hann að sögn leita á önnur og ólík mið því andlegt og líkamlegt atgervi hans sé enn gott þótt margir gætu haldið annað. Sjálfstæðisflokkurinn þarf í naflaskoðun Brynjar segist mjög sáttur við ár sín í stjórnmálum. Hann hafi verið hluti af meirihlutasamstarfi síðasta áratuginn sem náði góðum árangri og oftast við erfiðar aðstæður. Brynjar hvetur sína gömlu félaga til að fara nú í rækilega naflaskoðun. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í naflaskoðun eftir þessar kosningar. Dugir skammt í mínum huga að benda á marga nýja flokka hægri megin við miðjuna, sem eru ekki einu sinni til hægri þegar betur er að gáð. Ef flokkurinn ætlar að vera áfram leiðandi í íslenskri pólitík þarf hugrekki, tala skýrt fyrir stefnunni og lesa salinn. Þá er ég að tala um eigin sal en ekki sali annarra til að reyna að þóknast öllum.“ Brynjar kveður að endingu með spurningu sem blaðamaður Vísis hefur því miður ekkert svar við: „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
„Ég er farinn að venjast því að sofna inni en vakna úti. Slíkt gerðist ekki hjá okkur Soffíu í gamla daga. En nú er loksins komið að leiðarlokum hjá mér í stjórnmálum,“ segir Brynjar í kveðjupistli á Facebook sem birtist fyrir fáeinum mínútum. Hefði ekki getað verið á þingi án Pírata Brynjar var inni á tímabili í nótt en svo fór að lokum að hann náði ekki inn. Hann vitnar í konu sína sem segir honum að hann geti hvort sem er ekki verið á Alþingi án Pírata. Hann hefði bara reytt hár sitt og klórað til blóðs að þurfa hlusta á alla þessa þingmenn sem ætla að gera allt fyrir alla og lækka verðbólgu og vexti í leiðinni. „Ég er hvorki sár né svekktur enda vissi ég að brekkan var brött og löng. Ég vil þakka þeim sjálfstæðismönnum sem lögðu dag við nótt í kosningabaráttunni og sýndu ótrúlega eljusemi og baráttuvilja. Ég mun mest sakna þeirra,“ segir Brynjar á viðkvæmum nótum. Nú mun hann að sögn leita á önnur og ólík mið því andlegt og líkamlegt atgervi hans sé enn gott þótt margir gætu haldið annað. Sjálfstæðisflokkurinn þarf í naflaskoðun Brynjar segist mjög sáttur við ár sín í stjórnmálum. Hann hafi verið hluti af meirihlutasamstarfi síðasta áratuginn sem náði góðum árangri og oftast við erfiðar aðstæður. Brynjar hvetur sína gömlu félaga til að fara nú í rækilega naflaskoðun. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í naflaskoðun eftir þessar kosningar. Dugir skammt í mínum huga að benda á marga nýja flokka hægri megin við miðjuna, sem eru ekki einu sinni til hægri þegar betur er að gáð. Ef flokkurinn ætlar að vera áfram leiðandi í íslenskri pólitík þarf hugrekki, tala skýrt fyrir stefnunni og lesa salinn. Þá er ég að tala um eigin sal en ekki sali annarra til að reyna að þóknast öllum.“ Brynjar kveður að endingu með spurningu sem blaðamaður Vísis hefur því miður ekkert svar við: „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira