Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 13:42 Jónína Björk er aldursforseti þingsins. Hún var síðust inn sem jöfnunarþingmaður. Hún segir engan vita sína ævina fyrr en öll er. Fyrir aftan hana á myndinni má sjá móta fyrir Birgi Þórarinssyni Sjálfstæðisflokki og Björn Leví Gunnarsson Pírötum. Þeir munu ekki sitja á komandi þingi. vísir/vilhelm Aldursforsetinn á næsta þingi, sú sem kom inn síðust sem jöfnunarþingmaður í Suðvestur, er Jónína Björk Óskarsdóttir fyrir Flokk fólksins. Hún segist ekki hafa séð þetta fyrir. „Já, svona gerast kaupin á eyrinni. Guðmundur Ingi Kristinsson (oddviti flokksins í kjördæminu) var viss um það, í alla nótt, að ég væri inni. Hann sagði að ekki væri búið að telja atkvæði dvalar- og hjúkrunarheimilanna þar sem ég hef unnið í 25 ár. Og svo félagsmiðstöðin sem ég kom á fót í Hafnarfirði. Fólk sem var ágætlega á sig komið en er nú komið inn á stofnun,“ segir Jónína Ósk í samtali við blaðamann Vísis. Grátlegt viðhorf hjá unga fólkinu Jónína Björk segir það blasa við að þetta sé sá málaflokkur sem hún muni berjast fyrir eftir sem áður, það hafi hún gert í baráttunni og með greinaskrifum. Og ekki sé vanþörf á. Hún segir þennan aldursflokk útundan í samfélaginu. „Þegar þú ert orðin 65 ára, ekki búin að ná ellilífeyrissaldri þá er þetta fólk er skilið eftir alls staðar og ýtt út í horn. Það er talað um að það hafi hvorki vitsmunanlega né líkamlega getu til að gera hlutina. Þetta viðhorf má greina hjá unga fólkinu - sem er grátlegt.“ Jónína Björk segir einhvers staðar vitlaust forgangsraðað. Þetta sé fólk sem hafi byggt upp landið með haka og skóflu en þegar tæknin er komin sé allt í óefni. Ólafsfjörður vagga Flokks fólksins Hún er nú aldursforsetinn á þinginu en hún lætur það ekki vefjast fyrir sér. „Já, ég er 71 og verð 72 í janúar. Þetta hellist fljótt yfir mann þó maður sé í fullri vinnu og hlaupandi út og suður. Það er töggur í okkur utanbæjarfólkinu.“ Jónína Björk segist Akureyringur en hún bjó í 26 ár á Ólafsfirði, sem er einskonar vagga Flokks fólksins því þaðan er einnig Inga Sæland, formaður flokksins. Jónína Björk segir að á sínum tíma hafi hún verið búin að gefa það út að hún væri steinhætt í pólitík en Inga er fylgin sér.flokkur fólksins „Já, hún keypti sér hús í bakgarðinum hjá mér,“ segir Jónína Björk. Hún segist hafa verið í bæjarstjórn á Ólafsfirði og einhvern tíma hafi hún gefið það út að hún væri steinhætt í pólitíkinni. En þegar Inga stofnaði nýtt stjórnmálaafl var ekki að sökum að spyrja. Jónína segist fyrst hafa neitað umleitunum Ingu um að hún kæmi þar að málum en Inga sé fylgin sér. Viðreisn, Samfylking og Flokkur fólksins yrði söguleg stjórn En hvernig skilgreinir Jónína Björk Flokk fólksins, er hann hægri eða vinstri flokkur? „Ég hef alltaf sagt hvorki til hægri né vinstri. Hreyfingin var stofnuð um fátæk börn og aldraða. En þetta er svona, ef ég lít yfir þetta, þá er þetta mikið miðjufólk. Við værum sennilega kölluð félagshyggjufólk.“ En hvað sýnist henni um þá stjórn sem nú er helst nefnd: Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins? „Það yrði mjög söguleg ríkisstjórn. Formenn þessara flokka eru allt kvenmenn. En það er heilmikil málefnavinna fram undan. Evrópusambandið, við viljum við ekki sjá. Við sjáum fyrir okkur sæstreng og að missa frá okkur auðlindirnar. En, það þýðir auðvitað ekkert að tala um aðildarviðræður fyrr en við erum búin að ná stöðugleika í efnahagsmálum.“ Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Tengdar fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar. 1. desember 2024 10:13 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
„Já, svona gerast kaupin á eyrinni. Guðmundur Ingi Kristinsson (oddviti flokksins í kjördæminu) var viss um það, í alla nótt, að ég væri inni. Hann sagði að ekki væri búið að telja atkvæði dvalar- og hjúkrunarheimilanna þar sem ég hef unnið í 25 ár. Og svo félagsmiðstöðin sem ég kom á fót í Hafnarfirði. Fólk sem var ágætlega á sig komið en er nú komið inn á stofnun,“ segir Jónína Ósk í samtali við blaðamann Vísis. Grátlegt viðhorf hjá unga fólkinu Jónína Björk segir það blasa við að þetta sé sá málaflokkur sem hún muni berjast fyrir eftir sem áður, það hafi hún gert í baráttunni og með greinaskrifum. Og ekki sé vanþörf á. Hún segir þennan aldursflokk útundan í samfélaginu. „Þegar þú ert orðin 65 ára, ekki búin að ná ellilífeyrissaldri þá er þetta fólk er skilið eftir alls staðar og ýtt út í horn. Það er talað um að það hafi hvorki vitsmunanlega né líkamlega getu til að gera hlutina. Þetta viðhorf má greina hjá unga fólkinu - sem er grátlegt.“ Jónína Björk segir einhvers staðar vitlaust forgangsraðað. Þetta sé fólk sem hafi byggt upp landið með haka og skóflu en þegar tæknin er komin sé allt í óefni. Ólafsfjörður vagga Flokks fólksins Hún er nú aldursforsetinn á þinginu en hún lætur það ekki vefjast fyrir sér. „Já, ég er 71 og verð 72 í janúar. Þetta hellist fljótt yfir mann þó maður sé í fullri vinnu og hlaupandi út og suður. Það er töggur í okkur utanbæjarfólkinu.“ Jónína Björk segist Akureyringur en hún bjó í 26 ár á Ólafsfirði, sem er einskonar vagga Flokks fólksins því þaðan er einnig Inga Sæland, formaður flokksins. Jónína Björk segir að á sínum tíma hafi hún verið búin að gefa það út að hún væri steinhætt í pólitík en Inga er fylgin sér.flokkur fólksins „Já, hún keypti sér hús í bakgarðinum hjá mér,“ segir Jónína Björk. Hún segist hafa verið í bæjarstjórn á Ólafsfirði og einhvern tíma hafi hún gefið það út að hún væri steinhætt í pólitíkinni. En þegar Inga stofnaði nýtt stjórnmálaafl var ekki að sökum að spyrja. Jónína segist fyrst hafa neitað umleitunum Ingu um að hún kæmi þar að málum en Inga sé fylgin sér. Viðreisn, Samfylking og Flokkur fólksins yrði söguleg stjórn En hvernig skilgreinir Jónína Björk Flokk fólksins, er hann hægri eða vinstri flokkur? „Ég hef alltaf sagt hvorki til hægri né vinstri. Hreyfingin var stofnuð um fátæk börn og aldraða. En þetta er svona, ef ég lít yfir þetta, þá er þetta mikið miðjufólk. Við værum sennilega kölluð félagshyggjufólk.“ En hvað sýnist henni um þá stjórn sem nú er helst nefnd: Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins? „Það yrði mjög söguleg ríkisstjórn. Formenn þessara flokka eru allt kvenmenn. En það er heilmikil málefnavinna fram undan. Evrópusambandið, við viljum við ekki sjá. Við sjáum fyrir okkur sæstreng og að missa frá okkur auðlindirnar. En, það þýðir auðvitað ekkert að tala um aðildarviðræður fyrr en við erum búin að ná stöðugleika í efnahagsmálum.“
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Tengdar fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar. 1. desember 2024 10:13 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Nú reynir á konurnar þrjár Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar. 1. desember 2024 10:13