Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. desember 2024 12:45 Vísir/Ívar Fannar Sigríður Á. Andersen hefur tryggt sér þingsæti fyrir Miðflokkinn og Halla Hrund Logadóttir tekur nýliðasæti fyrir Framsóknarflokkinn. Halla Hrund bindur enn vonir við að Sigurður Ingi tryggi sér sæti á þingi. Fréttamaður náði tali af þeim í Alþingishúsinu í hádegisfréttum. „Mér líður ákaflega vel. Maður er þakklátur og djúpt snortinn yfir stuðningi sem maður fékk,“ segir Sigríður. „Fyrst og fremst er maður þakklátur fyrir hlýjar móttökur og höfðingjalegar. Og ég hlakka til að vinna fyrir kjördæmið og landið allt á þessum nýja vettvangi,“ segir Halla Hrund. Það leggst vel í Sigríði að taka sæti fyrir nýjan flokk en hún hefur ekki setið á Alþingi frá 2019, þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir tveir eigi ýmsilegt sameiginlegt þó þeir séu með ólíkar áherslur í sumum málum. „Það sem heillar mig við Miðflokkinn er að menn þora að segja það sem aðrir eru að hugsa og hafa ekki þorað að segja,“ segir Sigríður. Hún segist ekki sjá fyrir sér ráðherrasæti. Þingsæti í sjálfu sér sé virðingarverð eftirsóknarverð staða. „Menn eiga fyrst og fremst að einbeita sér að því að komast inn á þing, eins og við Halla höfum báðar gert núna. Og í framhaldinu að leyfa sér að vera í þessari núvitund með það.“ Halla segist enn halda í vonina um að Sigurður Ingi nái sæti á Alþingi. Sem stendur nær hann ekki þingsæti og er Halla því eini kjörni þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. „Við sáum það í síðustu viku að Framsókn var ekki að mælast inn á þingi. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega hraður sprettur, mikið af fólki sem kom saman og kraftur í grasrótinni.“ „Bæði vona ég að niðurstaðan verði sú að formaðurinn verði inni og svo er ljóst að við þurfum að skoða hvernig við byggjum upp og horfum fram á veginn.“ En þið hljótið að vera svekkt að formaðurinn komist ekki inn? „Eðlilega. Við erum að enda í tæpum tólf prósentum. Erum búin að tvöfalda fylgið í Suðurkjördæmi en það munar aðeins upp á. Við sjáum hvernig þetta lendir og þetta er æsispennandi lokasprettur er talninguna varðar.“ Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Fréttamaður náði tali af þeim í Alþingishúsinu í hádegisfréttum. „Mér líður ákaflega vel. Maður er þakklátur og djúpt snortinn yfir stuðningi sem maður fékk,“ segir Sigríður. „Fyrst og fremst er maður þakklátur fyrir hlýjar móttökur og höfðingjalegar. Og ég hlakka til að vinna fyrir kjördæmið og landið allt á þessum nýja vettvangi,“ segir Halla Hrund. Það leggst vel í Sigríði að taka sæti fyrir nýjan flokk en hún hefur ekki setið á Alþingi frá 2019, þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir tveir eigi ýmsilegt sameiginlegt þó þeir séu með ólíkar áherslur í sumum málum. „Það sem heillar mig við Miðflokkinn er að menn þora að segja það sem aðrir eru að hugsa og hafa ekki þorað að segja,“ segir Sigríður. Hún segist ekki sjá fyrir sér ráðherrasæti. Þingsæti í sjálfu sér sé virðingarverð eftirsóknarverð staða. „Menn eiga fyrst og fremst að einbeita sér að því að komast inn á þing, eins og við Halla höfum báðar gert núna. Og í framhaldinu að leyfa sér að vera í þessari núvitund með það.“ Halla segist enn halda í vonina um að Sigurður Ingi nái sæti á Alþingi. Sem stendur nær hann ekki þingsæti og er Halla því eini kjörni þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. „Við sáum það í síðustu viku að Framsókn var ekki að mælast inn á þingi. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega hraður sprettur, mikið af fólki sem kom saman og kraftur í grasrótinni.“ „Bæði vona ég að niðurstaðan verði sú að formaðurinn verði inni og svo er ljóst að við þurfum að skoða hvernig við byggjum upp og horfum fram á veginn.“ En þið hljótið að vera svekkt að formaðurinn komist ekki inn? „Eðlilega. Við erum að enda í tæpum tólf prósentum. Erum búin að tvöfalda fylgið í Suðurkjördæmi en það munar aðeins upp á. Við sjáum hvernig þetta lendir og þetta er æsispennandi lokasprettur er talninguna varðar.“
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira