Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 11:22 Svíinn Ebba Andersson óskar hér hinni norsku Heidi Weng til hamingju með góðan árangur sinn í skíðagöngukeppni. Getty/Federico Modica Norska skíðakonan Heidi Weng mun eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar í ár en því fylgja fórnir hjá fjölskyldumiðlum hennar. Heidi sagði norska ríkissjónvarpinu frá því að systir hennar ætli að passa upp á það að skíðakonan kræki ekki í flensu eða einhverja pest yfir hátíðirnar. Það gerir hún með því að taka barnið sitt úr leikskóla löngu fyrir hátíðirnar. Ekki í æfingabúðum yfir jólin Weng er vön því að eyða jólum og áramótum í æfingabúðum í mikilli hæð til að undirbúa sig sem best fyrir tímabilið. Hún ákvað hins vegar að vera heima í ár en verður auðvitað að passa sig að veikjast ekki. Allir lunga- og kvefsjúkdómar eru skelfilegir fyrir íþróttafólk í úthaldsíþrótt eins og skíðagöngu. Heidi Weng er öflug skíðagöngukona og stjarna í heimalandi sínu Noregi.Getty/Federico Modica Eins og flestir foreldrar þekkja þá eru krakkarnir duglegir að næla sér í alls konar flensu og pestir í leikskólanum. Weng væri því í talsverði smithættu í kringum frænda sinn. Hlakkar mikið til „Systir mín á tveggja ára strák. Hann fær ekki að fara í leikskólanum í dágóðan tíma fyrir jólin. Við munum halda jólin heima í ár og ég hlakka mikið til,“ sagði Heidi Weng. Tour de Ski er skíðagönguhátíð í Austur-Evrópu sem fer fram yfir áramótin, byrjar vanalega milli jóla og nýárs og nær aðeins inn á nýtt ár. Weng fórnar henni í ár. Skiptir hana miklu máli „Þetta skiptir mig miklu máli. Einu sinni átti ég að fara og keppa á Tour de Ski en fékk magapest og þurfti að fara í einangrun. Þá var ég ein á Aðfangadagskvöld og það kemur ekki til greina í ár. Þetta var mjög leiðinlegt Aðfangadagskvöld. Núna ætla ég því að vera heima,“ sagði Weng. „Þetta verður samt erfitt. Ég hef eiginlega alltaf tekið þátt í Tour de Ski síðan 2011 og þetta er því mikil breyting. Á sama tíma þá fæ ég að upplifa það að æfa heima. Markmiðið er að keyra mig út fyrir jólin og meta síðan stöðuna eftir það,“ sagði Weng. Skíðaíþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Leik lokið: Haukar - Fram 25-24 | Mörðu spennutrylli Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira
Heidi sagði norska ríkissjónvarpinu frá því að systir hennar ætli að passa upp á það að skíðakonan kræki ekki í flensu eða einhverja pest yfir hátíðirnar. Það gerir hún með því að taka barnið sitt úr leikskóla löngu fyrir hátíðirnar. Ekki í æfingabúðum yfir jólin Weng er vön því að eyða jólum og áramótum í æfingabúðum í mikilli hæð til að undirbúa sig sem best fyrir tímabilið. Hún ákvað hins vegar að vera heima í ár en verður auðvitað að passa sig að veikjast ekki. Allir lunga- og kvefsjúkdómar eru skelfilegir fyrir íþróttafólk í úthaldsíþrótt eins og skíðagöngu. Heidi Weng er öflug skíðagöngukona og stjarna í heimalandi sínu Noregi.Getty/Federico Modica Eins og flestir foreldrar þekkja þá eru krakkarnir duglegir að næla sér í alls konar flensu og pestir í leikskólanum. Weng væri því í talsverði smithættu í kringum frænda sinn. Hlakkar mikið til „Systir mín á tveggja ára strák. Hann fær ekki að fara í leikskólanum í dágóðan tíma fyrir jólin. Við munum halda jólin heima í ár og ég hlakka mikið til,“ sagði Heidi Weng. Tour de Ski er skíðagönguhátíð í Austur-Evrópu sem fer fram yfir áramótin, byrjar vanalega milli jóla og nýárs og nær aðeins inn á nýtt ár. Weng fórnar henni í ár. Skiptir hana miklu máli „Þetta skiptir mig miklu máli. Einu sinni átti ég að fara og keppa á Tour de Ski en fékk magapest og þurfti að fara í einangrun. Þá var ég ein á Aðfangadagskvöld og það kemur ekki til greina í ár. Þetta var mjög leiðinlegt Aðfangadagskvöld. Núna ætla ég því að vera heima,“ sagði Weng. „Þetta verður samt erfitt. Ég hef eiginlega alltaf tekið þátt í Tour de Ski síðan 2011 og þetta er því mikil breyting. Á sama tíma þá fæ ég að upplifa það að æfa heima. Markmiðið er að keyra mig út fyrir jólin og meta síðan stöðuna eftir það,“ sagði Weng.
Skíðaíþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Leik lokið: Haukar - Fram 25-24 | Mörðu spennutrylli Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira