Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2024 20:12 Ég hef verið svo heppin að kynnast Svandís Svavarsdóttur á síðustu árum sem matvælaráðherra og svo innviðaráðherra. Hún hefur nefnilega verið stórkostlega hlustandi og auðmjúkur ráðherra allan tímann, á sama tíma og hún er einhver mesti nagli og vinnuþjarkur sem ég hef kynnst. Svokallaður grjótharður femínisti. Hún hefur ítrekað boðið Ungum umhverfissinnum til fundar við sig til þess að hlusta, og var t.d. fyrsti (og eini af mér vitandi) alþingismaðurinn til að bjóða okkur upp á reglulega fundi við sig. Þar höfum við fengið að deila okkar áhyggjum, sjónarmiðum og framtíðarsýn, sem Svandís hefur sýnt mikinn skilning og virðingu, en sama skilning og virðingu hefur hún fyrir stjórnmálunum. Þannig hefur það verið stórkostlega valdeflandi og lærdómsríkt að fylgjast með henni breyta orðum í gjörðir og breyta hlutunum af alúð og vandvirkni - innan frá. Ég vil stjórnmálafólk sem raunverulega hlustar á fólkið í landinu. Gefur sér tíma fyrir samtöl í augnhæð og taka inn sjónarmið ólíkra hópa, en halda fast í kýrskýran áttavitann um hvert við þurfum að komast. Við þau ykkar sem hrópa að VG hafi "afhent XD umhverfisráðuneytið" vil ég benda á að umhverfismál (eiga og þurfa a.m.k. að) búa í öllum ráðuneytum. VG tóku við matvælaráðuneytinu, sem er eitthvert mikilvægasta umhverfisráðuneytið og gerðu stórkostlegar umbætur, t.d. hratt Svandís af stað verkefninu Auðlindin okkar, hvar ég sat í samráðsnefnd f.h. Ungra umhverfissinna. Þar voru samankomnir, í augnhæð, fjölmargt fólk með það markmið að endurhanna kvótakerfið - strangheiðarleg tilraun til akkúrat umbyltingarinnar sem þarf að eiga sér stað ef við ætlum okkur að eiga framtíð. Þá hratt hún af stað vinnu til að stöðva þær hörmungar sem við höfum séð gerast í sjókvíaeldismálum vegna hömluleysis fyrri ráðherra. Hún stöðvaði líka eftirminnilega hvalveiðar og já og hratt af stað stórkostlega mikilvægri og góðri vinnu um verndarsvæði í hafi - já í matvælaráðuneytinu, því þetta þarf að vinna þvert á ráðuneyti. Þegar í innviðaráðuneytið var komið hitti ég hana fyrir tilviljun á tónleikum, hvar ég heilsaði enda orðnar málkunnugar eftir þá fjölmörgu fundi sem ég vísaði til. Svandís gaf sér eins og ævinlega, tíma til þess að tala og tíma til þess að hlusta. Ég vissi afskaplega lítið um innviðaráðuneytið á þessum tíma, en af örstuttu samtali okkar í kvöld rann það upp fyrir mér að innviðaráðuneytið er ekki síður mikilvægt umhverfisráðuneyti. Þar undir heyra t.d. samgöngumál, byggðamál og haf- og strandsvæðaskipulagið eins og það leggur sig. Þarna rak ég upp stór augu, enda sjálf í miðjum klíðum við að hanna meistaraverkefni um verndarsvæði í hafi. Málaflokk sem fellur milli ráðuneyta, sem kemur öllum við og vill þá einhvern veginn stundum verða útundan og allir benda hver á annan. En þarna var Svandís komin í innviðaráðuneytið, og vissi að hún ætti ekki langan tíma eftir þar. Hún horfði á mig með sínum jákvæða og bjarta eldmóði, “Perla veistu við verðum bara að láta þetta gerast”, og vísaði þar í að ráðast í vinnu við hafskipulag, sem ríkið á lögum samkvæmt að útfæra og uppfæra á fimm ára fresti en hefur aldrei verið lagt í. “Veistu já ég finn mér alltaf eitthvað að gera, þetta snýst bara um að skilja hvar við getum haft áhrif og breytt til góðs, og það er alltaf eitthvað”. Já svona er Svandís - hún skilur að umhverfismálin eru alltumlykjandi, og að þarf eldhuga í hvert einasta ráðuneyti. Að rödd náttúruverndar má aldrei dvína. Hún má aldrei sofna á verðinum og hún má síst af öllu vera þurrkuð út. Það hefur mér hingað til verið hjartans mál að vera óflokksbundin, og geta þannig nýtt eigin rödd í þágu náttúrunnar þvert á flokka. En þegar ég sá kannanir í síðasta mánuði þá stóð mér hreinlega ekki á sama, því það væri: STÓRKOSTLEG TÍMASKEKKJA, EF EINI OPINBERI NÁTTÚRUVERNDARFLOKKUR LANDSINS, DYTTI AF ÞINGI, ÁRIÐ 2024, því án náttúrunnar ~ erum við ekkert, svo einfalt er það. Þess vegna skipa ég stolt 4.sæti á lista Vinsrihreyfingarinnar - græns framboðs í Alþingiskosningum 2024. Það gefur augaleið að ég er þar með ekki að sækjast eftir þingsæti sjálf en það vona ég svo SANNARLEGA að þau Svandís og Finnur Ricart fái og eldhugarnir sem skipa efstu sæti hreyfingarinnar í öllum kjördæmum. Þau eru harð harð harðduglegt fólk og ég treysti engum betur til að fylgja eftir stórgóðri nýuppfærðri umhverfisstefnu VG en akkúrat þeim. Hvet ykkur til að kynna ykkur stefnuna hér: https://vg.is/stefna/ og hvet landsmenn ALLA ennfremur til að kynna sér Sól Ungra umhverfissinna hafi þeir í hyggju að kjósa fyrir framtíðina: www.solin2024.is Höfundur er sjálfbærniarkitekt og sjómaður, og skipar 4.sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég hef verið svo heppin að kynnast Svandís Svavarsdóttur á síðustu árum sem matvælaráðherra og svo innviðaráðherra. Hún hefur nefnilega verið stórkostlega hlustandi og auðmjúkur ráðherra allan tímann, á sama tíma og hún er einhver mesti nagli og vinnuþjarkur sem ég hef kynnst. Svokallaður grjótharður femínisti. Hún hefur ítrekað boðið Ungum umhverfissinnum til fundar við sig til þess að hlusta, og var t.d. fyrsti (og eini af mér vitandi) alþingismaðurinn til að bjóða okkur upp á reglulega fundi við sig. Þar höfum við fengið að deila okkar áhyggjum, sjónarmiðum og framtíðarsýn, sem Svandís hefur sýnt mikinn skilning og virðingu, en sama skilning og virðingu hefur hún fyrir stjórnmálunum. Þannig hefur það verið stórkostlega valdeflandi og lærdómsríkt að fylgjast með henni breyta orðum í gjörðir og breyta hlutunum af alúð og vandvirkni - innan frá. Ég vil stjórnmálafólk sem raunverulega hlustar á fólkið í landinu. Gefur sér tíma fyrir samtöl í augnhæð og taka inn sjónarmið ólíkra hópa, en halda fast í kýrskýran áttavitann um hvert við þurfum að komast. Við þau ykkar sem hrópa að VG hafi "afhent XD umhverfisráðuneytið" vil ég benda á að umhverfismál (eiga og þurfa a.m.k. að) búa í öllum ráðuneytum. VG tóku við matvælaráðuneytinu, sem er eitthvert mikilvægasta umhverfisráðuneytið og gerðu stórkostlegar umbætur, t.d. hratt Svandís af stað verkefninu Auðlindin okkar, hvar ég sat í samráðsnefnd f.h. Ungra umhverfissinna. Þar voru samankomnir, í augnhæð, fjölmargt fólk með það markmið að endurhanna kvótakerfið - strangheiðarleg tilraun til akkúrat umbyltingarinnar sem þarf að eiga sér stað ef við ætlum okkur að eiga framtíð. Þá hratt hún af stað vinnu til að stöðva þær hörmungar sem við höfum séð gerast í sjókvíaeldismálum vegna hömluleysis fyrri ráðherra. Hún stöðvaði líka eftirminnilega hvalveiðar og já og hratt af stað stórkostlega mikilvægri og góðri vinnu um verndarsvæði í hafi - já í matvælaráðuneytinu, því þetta þarf að vinna þvert á ráðuneyti. Þegar í innviðaráðuneytið var komið hitti ég hana fyrir tilviljun á tónleikum, hvar ég heilsaði enda orðnar málkunnugar eftir þá fjölmörgu fundi sem ég vísaði til. Svandís gaf sér eins og ævinlega, tíma til þess að tala og tíma til þess að hlusta. Ég vissi afskaplega lítið um innviðaráðuneytið á þessum tíma, en af örstuttu samtali okkar í kvöld rann það upp fyrir mér að innviðaráðuneytið er ekki síður mikilvægt umhverfisráðuneyti. Þar undir heyra t.d. samgöngumál, byggðamál og haf- og strandsvæðaskipulagið eins og það leggur sig. Þarna rak ég upp stór augu, enda sjálf í miðjum klíðum við að hanna meistaraverkefni um verndarsvæði í hafi. Málaflokk sem fellur milli ráðuneyta, sem kemur öllum við og vill þá einhvern veginn stundum verða útundan og allir benda hver á annan. En þarna var Svandís komin í innviðaráðuneytið, og vissi að hún ætti ekki langan tíma eftir þar. Hún horfði á mig með sínum jákvæða og bjarta eldmóði, “Perla veistu við verðum bara að láta þetta gerast”, og vísaði þar í að ráðast í vinnu við hafskipulag, sem ríkið á lögum samkvæmt að útfæra og uppfæra á fimm ára fresti en hefur aldrei verið lagt í. “Veistu já ég finn mér alltaf eitthvað að gera, þetta snýst bara um að skilja hvar við getum haft áhrif og breytt til góðs, og það er alltaf eitthvað”. Já svona er Svandís - hún skilur að umhverfismálin eru alltumlykjandi, og að þarf eldhuga í hvert einasta ráðuneyti. Að rödd náttúruverndar má aldrei dvína. Hún má aldrei sofna á verðinum og hún má síst af öllu vera þurrkuð út. Það hefur mér hingað til verið hjartans mál að vera óflokksbundin, og geta þannig nýtt eigin rödd í þágu náttúrunnar þvert á flokka. En þegar ég sá kannanir í síðasta mánuði þá stóð mér hreinlega ekki á sama, því það væri: STÓRKOSTLEG TÍMASKEKKJA, EF EINI OPINBERI NÁTTÚRUVERNDARFLOKKUR LANDSINS, DYTTI AF ÞINGI, ÁRIÐ 2024, því án náttúrunnar ~ erum við ekkert, svo einfalt er það. Þess vegna skipa ég stolt 4.sæti á lista Vinsrihreyfingarinnar - græns framboðs í Alþingiskosningum 2024. Það gefur augaleið að ég er þar með ekki að sækjast eftir þingsæti sjálf en það vona ég svo SANNARLEGA að þau Svandís og Finnur Ricart fái og eldhugarnir sem skipa efstu sæti hreyfingarinnar í öllum kjördæmum. Þau eru harð harð harðduglegt fólk og ég treysti engum betur til að fylgja eftir stórgóðri nýuppfærðri umhverfisstefnu VG en akkúrat þeim. Hvet ykkur til að kynna ykkur stefnuna hér: https://vg.is/stefna/ og hvet landsmenn ALLA ennfremur til að kynna sér Sól Ungra umhverfissinna hafi þeir í hyggju að kjósa fyrir framtíðina: www.solin2024.is Höfundur er sjálfbærniarkitekt og sjómaður, og skipar 4.sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi Suður.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun