Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 30. nóvember 2024 07:10 Kjörtímabilið sem lýkur nú í dag, hefur ekki alltaf verði mér einhver gleðiganga eða dans á rósum. Ég var einn af mörgum efasemdamönnum um það stjórnarsamstarf sem slitið var fyrir stuttu og boðað til þeirra kosninga sem við göngum til nú í dag. Ég gat þó ekki frekar en aðrir afneitað því sem kom uppúr kjörkössunum í þingkosningunum haustið 2021 og þeirri stöðu sem komin var upp að þeim loknum Miklar málamiðlanir eru ekki efstar á óskalista flokks, sem að ná vill árangri í því sem hann hefur trú á. En örlögin skapa þó oftar en ekki þá stöðu að málamiðlanir eru nauðsynlegar til þess að ná árangri og rík ábyrgð flokks sem vill vera tekinn alvarlega að taka slíkri áskorun, þó ekki skapi sú ákvörðun ánægju eða vinsældir. Í þessu umhverfi átaka og málamiðlana hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð árangri í flestum ef ekki öllum þeim málaflokkum sem hann hefur farið með á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Nægir þar að nefna að rofin hefur verið kyrrstaða í orkumálum þjóðarinnar, rammaáætlun sem lá óhreyfð í níu ár, loks samþykkt og framkvæmdir hafnar eða við það að hefjast á virkjunum sem í nýtingarflokki þeirrar rammaáætlunar. Hafin var loks leit, sem strax hefur skilað góðum árangri, að heitu vatni, eftir tuttugu ára hlé. Ýmis önnur frumvörp á sviði orkumála, sem auðvelda orkuöflun samþykkt og stofnanaumgjörð leyfisveitinga einfölduð og stórbætt. Eftir áralanga baráttu flokksins í hælisleitendamálum, hefur loks náðst árangur og tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd hefur snarfækkað. Enn er þó nóg eftir til þess að staðan verði ásættanleg og engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum betur til þess treyst að leiða þau mál til lykta sem ljúka þarf í málaflokknum. Náðst hefur undraverður árangur í nýsköpun undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur undir stjórn flokksins lagaumhverfi nýsköpunnar verið sniðin á þann hátt að greinin hefur náð að vaxa vel umfram það sem bjartsýnustu menn leyfðu sér að dreyma um. Stefnir nú hugverkaiðnaðurinn hraðbyri að því að verða stærsta útfluttningsstoð þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, talar fyrir stefnu í málefnum háskólanna sem styður þá í því að mennta sem flesta í tækni og heilbrigðisgreinum til þess að geta staðið undir þeirri þróun og nýsköpun sem hafin er fyrir löngu á sviði tækni og í heilbrigðismála. Þrátt fyrir að hér hafi um hafi skeið, í kjölfar heimsfaraldurs riðið yfir bylgja verðbólgu og hárra vaxta, þá hefur á vakt Sjálfstæðisflokksins tekist að kveða niður verðbólgudrauginn og vextir farnir að lækka að nýju. Heimilum og fyrirtækjum í landinu til hagsbóta. Engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum, hefði ég treyst til þess að ná þeim árangri sem getið er hér að ofan. Og engum öðrum flokki treysti ég til þess að leiða þjóðina áfram á braut aukinnar verðmætasköpunnar, hagsældar og vaxtar. Þess vegna kýs ég í dag Sjálfstæðisflokkinn. Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann einn flokka hefur sett fram raunhæfa stefnu, sem hefur sannað sig í tæplega öld að virkar, um það hvernig við getum öll í sameiningu gert lífið enn betra með meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kjörtímabilið sem lýkur nú í dag, hefur ekki alltaf verði mér einhver gleðiganga eða dans á rósum. Ég var einn af mörgum efasemdamönnum um það stjórnarsamstarf sem slitið var fyrir stuttu og boðað til þeirra kosninga sem við göngum til nú í dag. Ég gat þó ekki frekar en aðrir afneitað því sem kom uppúr kjörkössunum í þingkosningunum haustið 2021 og þeirri stöðu sem komin var upp að þeim loknum Miklar málamiðlanir eru ekki efstar á óskalista flokks, sem að ná vill árangri í því sem hann hefur trú á. En örlögin skapa þó oftar en ekki þá stöðu að málamiðlanir eru nauðsynlegar til þess að ná árangri og rík ábyrgð flokks sem vill vera tekinn alvarlega að taka slíkri áskorun, þó ekki skapi sú ákvörðun ánægju eða vinsældir. Í þessu umhverfi átaka og málamiðlana hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð árangri í flestum ef ekki öllum þeim málaflokkum sem hann hefur farið með á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Nægir þar að nefna að rofin hefur verið kyrrstaða í orkumálum þjóðarinnar, rammaáætlun sem lá óhreyfð í níu ár, loks samþykkt og framkvæmdir hafnar eða við það að hefjast á virkjunum sem í nýtingarflokki þeirrar rammaáætlunar. Hafin var loks leit, sem strax hefur skilað góðum árangri, að heitu vatni, eftir tuttugu ára hlé. Ýmis önnur frumvörp á sviði orkumála, sem auðvelda orkuöflun samþykkt og stofnanaumgjörð leyfisveitinga einfölduð og stórbætt. Eftir áralanga baráttu flokksins í hælisleitendamálum, hefur loks náðst árangur og tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd hefur snarfækkað. Enn er þó nóg eftir til þess að staðan verði ásættanleg og engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum betur til þess treyst að leiða þau mál til lykta sem ljúka þarf í málaflokknum. Náðst hefur undraverður árangur í nýsköpun undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur undir stjórn flokksins lagaumhverfi nýsköpunnar verið sniðin á þann hátt að greinin hefur náð að vaxa vel umfram það sem bjartsýnustu menn leyfðu sér að dreyma um. Stefnir nú hugverkaiðnaðurinn hraðbyri að því að verða stærsta útfluttningsstoð þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, talar fyrir stefnu í málefnum háskólanna sem styður þá í því að mennta sem flesta í tækni og heilbrigðisgreinum til þess að geta staðið undir þeirri þróun og nýsköpun sem hafin er fyrir löngu á sviði tækni og í heilbrigðismála. Þrátt fyrir að hér hafi um hafi skeið, í kjölfar heimsfaraldurs riðið yfir bylgja verðbólgu og hárra vaxta, þá hefur á vakt Sjálfstæðisflokksins tekist að kveða niður verðbólgudrauginn og vextir farnir að lækka að nýju. Heimilum og fyrirtækjum í landinu til hagsbóta. Engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum, hefði ég treyst til þess að ná þeim árangri sem getið er hér að ofan. Og engum öðrum flokki treysti ég til þess að leiða þjóðina áfram á braut aukinnar verðmætasköpunnar, hagsældar og vaxtar. Þess vegna kýs ég í dag Sjálfstæðisflokkinn. Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann einn flokka hefur sett fram raunhæfa stefnu, sem hefur sannað sig í tæplega öld að virkar, um það hvernig við getum öll í sameiningu gert lífið enn betra með meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun