Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 30. nóvember 2024 07:20 Það hefur vakið athygli mína og áhyggjur hversu marga ég hef hitt á þeim stutta tíma síðan ég bauð mig fyrst fram til Alþingis, sem nenna ekki að kjósa lengur því það „breytist hvort eð er aldrei neitt“. Þetta var sérstaklega áberandi fyrir síðustu kosningar en minna nú, enda liggja breytingar í loftinu, hvort sem þær verða raunverulegar þegar á reynir eða ekki. Á sama tíma og ég skil hversu langþreytt fólk er orðið eftir breytingum, enda er ég það sjálf, og tek undir að stjórnmálamenn til áratuga hafi farið illa með völd sín sem veldur þessu vonleysi allt of margra, get ég ekki samþykkt þetta viðhorf. Kosningarétturinn er einn mikilvægasti réttur sem við eigum og það var hart barist fyrir honum. Þó okkur þyki hann sjálfsagður í dag, er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að svipta okkur honum eins og hefur verið gert í allt of mörgum löndum í heiminum. Þetta er réttur þar sem við höfum öll sama vægi. Atkvæði forseta Íslands hefur nákvæmlega sömu vigt og atkvæði verkakonunnar, kennarans eða forstjóra stórfyrirtækis. Fjórflokkurinn og alls kyns afleggjarar hans hafa ráðið lögum og lofum á Íslandi frá stofnun lýðveldisins. Þeim hafa aldrei fylgt raunverulegar breytingar fyrir fólkið í landinu og oft hafa þeir unnið fólkinu og hagsmunum þess raunverulegan og mælanlegan skaða. Skemmst er að minnast ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eftir hrun þar sem skjaldborgin var reist um fjármálakerfið sem stóð svo á virkisveggjunum og „skaut“ niður heimilin, eitt af öðru, þangað til a.m.k. 15.000 þeirra lágu í valnum og mörg þúsund önnur voru alvarlega særð. Fleiri dæmi eru til, en núna þurfum við raunverulegar breytingar og Flokk sem þorir að standa með Fólkinu gegn fjármálaöflunum í landinu. Staðreyndin er sú að þau sem ekki mæta á kjörstað eru í raun með afstöðuleysi sínu að styðja við öflin sem þau eru reiðust út í og að mínu mati er uppgjöf það eina sem ekki kemur til greina. Ég vil því hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á kjörstað og láta vilja sinn í ljós. „Við“ erum fleiri en þau sem maka krókinn á „kerfunum okkar“ og á kjörstað er það einmitt fjöldinn sem skiptir máli en ekki fjármagnið. Mætum og sýnum samstöðu í verki. Aðeins þannig getum við breytt þjóðfélaginu. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það hefur vakið athygli mína og áhyggjur hversu marga ég hef hitt á þeim stutta tíma síðan ég bauð mig fyrst fram til Alþingis, sem nenna ekki að kjósa lengur því það „breytist hvort eð er aldrei neitt“. Þetta var sérstaklega áberandi fyrir síðustu kosningar en minna nú, enda liggja breytingar í loftinu, hvort sem þær verða raunverulegar þegar á reynir eða ekki. Á sama tíma og ég skil hversu langþreytt fólk er orðið eftir breytingum, enda er ég það sjálf, og tek undir að stjórnmálamenn til áratuga hafi farið illa með völd sín sem veldur þessu vonleysi allt of margra, get ég ekki samþykkt þetta viðhorf. Kosningarétturinn er einn mikilvægasti réttur sem við eigum og það var hart barist fyrir honum. Þó okkur þyki hann sjálfsagður í dag, er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að svipta okkur honum eins og hefur verið gert í allt of mörgum löndum í heiminum. Þetta er réttur þar sem við höfum öll sama vægi. Atkvæði forseta Íslands hefur nákvæmlega sömu vigt og atkvæði verkakonunnar, kennarans eða forstjóra stórfyrirtækis. Fjórflokkurinn og alls kyns afleggjarar hans hafa ráðið lögum og lofum á Íslandi frá stofnun lýðveldisins. Þeim hafa aldrei fylgt raunverulegar breytingar fyrir fólkið í landinu og oft hafa þeir unnið fólkinu og hagsmunum þess raunverulegan og mælanlegan skaða. Skemmst er að minnast ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eftir hrun þar sem skjaldborgin var reist um fjármálakerfið sem stóð svo á virkisveggjunum og „skaut“ niður heimilin, eitt af öðru, þangað til a.m.k. 15.000 þeirra lágu í valnum og mörg þúsund önnur voru alvarlega særð. Fleiri dæmi eru til, en núna þurfum við raunverulegar breytingar og Flokk sem þorir að standa með Fólkinu gegn fjármálaöflunum í landinu. Staðreyndin er sú að þau sem ekki mæta á kjörstað eru í raun með afstöðuleysi sínu að styðja við öflin sem þau eru reiðust út í og að mínu mati er uppgjöf það eina sem ekki kemur til greina. Ég vil því hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á kjörstað og láta vilja sinn í ljós. „Við“ erum fleiri en þau sem maka krókinn á „kerfunum okkar“ og á kjörstað er það einmitt fjöldinn sem skiptir máli en ekki fjármagnið. Mætum og sýnum samstöðu í verki. Aðeins þannig getum við breytt þjóðfélaginu. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun