Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. nóvember 2024 17:44 Soffía Sveinsdóttir er skólameistari FSu. Vísir Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla suðurlands, segir miklar gleðifréttir að verkfalli kennara hafi verið frestað. Verkfall hefur staðið yfir í skólanum síðan 29. október. Kennsla hefst á ný á þriðjudaginn og mun standa yfir til 20. desember. „Þetta bar mjög brátt að og hlutirnir gerðust mjög hratt í dag. Þetta var algjör rússíbani,“ segir Soffía. Verkfallið stóð yfir í um fjóra og hálfa viku, og í FSu féllu 24 kennsludagar niður. Hún segir að búið sé að gera drög að skóladagatali út önnina, en kennarar muni hittast á mánudaginn og skipuleggja framhaldið betur. Kennsla mun standa yfir til 20. desember, en áður en til verkfallsins kom átti kennslu að vera lokið 11. desember. Soffía segir að kennarar þurfi nú að endurskoða námsmat og annað slíkt. Kennslunni og önninni ljúki fyrir jól. „Það verða ekki jólapróf en við erum með tvo námsmatsdaga sem færast fram í janúar. Það eru mjög margir með símat, það er kannski ágætt að það skuli vera svona fáir prófdagar,“ segir hún. Ekkert ljóst hvað brottfall nemenda varðar „Ég hef enga hugmynd um brottfall nemenda. Það hefur ekki komið mikið á okkar borð á skrifstofunni að nemendur séu að hætta,“ segir Soffía. Skólinn muni í næstu viku kalla eftir því að fólk láti vita, séu þau hætt í skólanum. Þá muni það liggja fyrir hversu margir hafi hætt. „Ég veit alveg að það eru einhverjir nemendur sem fóru að vinna, en hvort það var bara tímabundið eða ekki veit ég ekki. Ég veit til dæmis að rafvirkjanemendur fengu vinnur, en ég veit ekki hvað gerist núna,“ segir hún. „Vonandi skila sér sem allra flestir til baka.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. 17. nóvember 2024 12:23 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
„Þetta bar mjög brátt að og hlutirnir gerðust mjög hratt í dag. Þetta var algjör rússíbani,“ segir Soffía. Verkfallið stóð yfir í um fjóra og hálfa viku, og í FSu féllu 24 kennsludagar niður. Hún segir að búið sé að gera drög að skóladagatali út önnina, en kennarar muni hittast á mánudaginn og skipuleggja framhaldið betur. Kennsla mun standa yfir til 20. desember, en áður en til verkfallsins kom átti kennslu að vera lokið 11. desember. Soffía segir að kennarar þurfi nú að endurskoða námsmat og annað slíkt. Kennslunni og önninni ljúki fyrir jól. „Það verða ekki jólapróf en við erum með tvo námsmatsdaga sem færast fram í janúar. Það eru mjög margir með símat, það er kannski ágætt að það skuli vera svona fáir prófdagar,“ segir hún. Ekkert ljóst hvað brottfall nemenda varðar „Ég hef enga hugmynd um brottfall nemenda. Það hefur ekki komið mikið á okkar borð á skrifstofunni að nemendur séu að hætta,“ segir Soffía. Skólinn muni í næstu viku kalla eftir því að fólk láti vita, séu þau hætt í skólanum. Þá muni það liggja fyrir hversu margir hafi hætt. „Ég veit alveg að það eru einhverjir nemendur sem fóru að vinna, en hvort það var bara tímabundið eða ekki veit ég ekki. Ég veit til dæmis að rafvirkjanemendur fengu vinnur, en ég veit ekki hvað gerist núna,“ segir hún. „Vonandi skila sér sem allra flestir til baka.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. 17. nóvember 2024 12:23 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
„Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. 17. nóvember 2024 12:23