Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 07:53 Á morgun leggjum við sjálfstæðismenn störf okkar í dóm kjósenda, störf sem við erum stolt af. Við getum ekki bara rifjað upp hitaveituvæðinguna, stofnun og uppbyggingu Landsvirkjunar og frelsi í gjaldeyris- og viðskiptamálum, inngönguna í EES og NATO, þótt fátt eitt sé nefnt. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við náð miklum árangri í þeim málaflokkum sem við höfum haldið á, þótt einhverjir séu fúlir yfir málamiðlunum í öðrum: Undraverður árangur í orkumálum á skömmum tíma m.a. með samþykki rammaáætlunar, stóreinföldun leyfisveitinga, fyrsta jarðhitaleitaátaki aldarinnar og sameiningu stofnana. Landamærin styrkt með aukinni landamæravörslu og löggæslueftirliti, og breytt forgangsröðun í málaflokki hælisleitenda. Umsóknum um vernd hefur fækkað um yfir 60% milli ára, brottflutningur hefur aukist um yfir 70% og frávísanir á landamærum um 1200% frá árinu 2022. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að stuðla að lækkun verðbólgu svo unnt sé að lækka vexti. Það hefur gengið eftir, verðbólgan er í frjálsu falli og vaxtalækkunarferlið er hafið. Þeirri stöðu verður vonandi ekki ógnað með tilraunastarfsemi og meintum töfralausnum. Ný stoð byggð upp í hagkerfinu með öflugum stuðningi við nýsköpun, rannsóknir og tækni. Það hefur skilað okkur fjölbreyttum störfum og auknum útflutningstekjum. Enn traustara samstarf við nágranna- og vinaþjóðir. Þar er EES-samstarfið okkur gríðarlega mikilvægt og hagsmunagæsla fyrir Ísland forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Kjósum um framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn er stoltur af fortíðinni og við lítum líka björtum augum til framtíðar. Við munum tryggja áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Leggja enn meiri áherslu á ábyrgan ríkisrekstur, útboð og tækni til að fara betur með ríkisfé og fækka ríkisstofnunum úr 160 í 100. Flestir vilja eignast sitt eigið heimili. Við ætlum að skylda sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg til að tryggja nægt lóðaframboð, og lækka byggingarkostnað með einfaldari reglum og frekari skattaívilnunum. Léttum undir með heimilunum með því að afnema stimpilgjald vegna íbúðarkaupa einstaklinga, tryggjum séreignarsparnaðarúrræðið svokallaða og veitum barnafjölskyldum 150 þúsund króna skattaafslátt árlega vegna hvers barns undir þriggja ára. Lækkum erfðafjárskatt og hækkum frítekjumark erfðafjár. Við boðum stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu - fyrsta kosningamálið sem við kynntum. Tökum aftur upp samræmd próf, nýja aðalnámskrá, betri námsgögn, símalausa skóla og móttökuskóla fyrir börn sem tala ekki íslensku. Höldum áfram að tryggja landamærin sem okkur tókst að ná stjórn á og aukum öryggi fólks með öflugri löggæslu. Enginn flokkur hefur staðið eins traustan vörð um þessi mál á Alþingi og Sjálfstæðisflokkurinn. Aukum nýsköpun, tæknilausnir og fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Fáum heilbrigðismenntað fólk til baka úr námi með skattaívilnunum. Mannauðsvandinn verður ekki leystur með áætlunum. Einföldum regluverk og stillum skattheimtu fyrir atvinnulífið í hóf. Jafnlaunavottunin er ofarlega á lista yfir séríslenskar kvaðir á fyrirtæki sem þarf að afnema. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Gerum starfslok sveigjanleg, hækkum frítekjumark vegna atvinnutekna í 350 þúsund á mánuði. Drögum áfram úr skerðingum og hækkum almennt frítekjumark ellilífeyris. Stóreflum samgöngur um allt land, m.a. með því að heimila sveitarfélögum að stofna samgöngufélög um samfélagsvegi. Með Sjálfstæðisflokkinn í brúnni hefur Ísland orðið í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd. Við viljum gera enn betur og biðjum kjósendur að treysta þeim sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Þannig náum við meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Sjá meira
Á morgun leggjum við sjálfstæðismenn störf okkar í dóm kjósenda, störf sem við erum stolt af. Við getum ekki bara rifjað upp hitaveituvæðinguna, stofnun og uppbyggingu Landsvirkjunar og frelsi í gjaldeyris- og viðskiptamálum, inngönguna í EES og NATO, þótt fátt eitt sé nefnt. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við náð miklum árangri í þeim málaflokkum sem við höfum haldið á, þótt einhverjir séu fúlir yfir málamiðlunum í öðrum: Undraverður árangur í orkumálum á skömmum tíma m.a. með samþykki rammaáætlunar, stóreinföldun leyfisveitinga, fyrsta jarðhitaleitaátaki aldarinnar og sameiningu stofnana. Landamærin styrkt með aukinni landamæravörslu og löggæslueftirliti, og breytt forgangsröðun í málaflokki hælisleitenda. Umsóknum um vernd hefur fækkað um yfir 60% milli ára, brottflutningur hefur aukist um yfir 70% og frávísanir á landamærum um 1200% frá árinu 2022. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að stuðla að lækkun verðbólgu svo unnt sé að lækka vexti. Það hefur gengið eftir, verðbólgan er í frjálsu falli og vaxtalækkunarferlið er hafið. Þeirri stöðu verður vonandi ekki ógnað með tilraunastarfsemi og meintum töfralausnum. Ný stoð byggð upp í hagkerfinu með öflugum stuðningi við nýsköpun, rannsóknir og tækni. Það hefur skilað okkur fjölbreyttum störfum og auknum útflutningstekjum. Enn traustara samstarf við nágranna- og vinaþjóðir. Þar er EES-samstarfið okkur gríðarlega mikilvægt og hagsmunagæsla fyrir Ísland forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Kjósum um framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn er stoltur af fortíðinni og við lítum líka björtum augum til framtíðar. Við munum tryggja áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Leggja enn meiri áherslu á ábyrgan ríkisrekstur, útboð og tækni til að fara betur með ríkisfé og fækka ríkisstofnunum úr 160 í 100. Flestir vilja eignast sitt eigið heimili. Við ætlum að skylda sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg til að tryggja nægt lóðaframboð, og lækka byggingarkostnað með einfaldari reglum og frekari skattaívilnunum. Léttum undir með heimilunum með því að afnema stimpilgjald vegna íbúðarkaupa einstaklinga, tryggjum séreignarsparnaðarúrræðið svokallaða og veitum barnafjölskyldum 150 þúsund króna skattaafslátt árlega vegna hvers barns undir þriggja ára. Lækkum erfðafjárskatt og hækkum frítekjumark erfðafjár. Við boðum stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu - fyrsta kosningamálið sem við kynntum. Tökum aftur upp samræmd próf, nýja aðalnámskrá, betri námsgögn, símalausa skóla og móttökuskóla fyrir börn sem tala ekki íslensku. Höldum áfram að tryggja landamærin sem okkur tókst að ná stjórn á og aukum öryggi fólks með öflugri löggæslu. Enginn flokkur hefur staðið eins traustan vörð um þessi mál á Alþingi og Sjálfstæðisflokkurinn. Aukum nýsköpun, tæknilausnir og fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Fáum heilbrigðismenntað fólk til baka úr námi með skattaívilnunum. Mannauðsvandinn verður ekki leystur með áætlunum. Einföldum regluverk og stillum skattheimtu fyrir atvinnulífið í hóf. Jafnlaunavottunin er ofarlega á lista yfir séríslenskar kvaðir á fyrirtæki sem þarf að afnema. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Gerum starfslok sveigjanleg, hækkum frítekjumark vegna atvinnutekna í 350 þúsund á mánuði. Drögum áfram úr skerðingum og hækkum almennt frítekjumark ellilífeyris. Stóreflum samgöngur um allt land, m.a. með því að heimila sveitarfélögum að stofna samgöngufélög um samfélagsvegi. Með Sjálfstæðisflokkinn í brúnni hefur Ísland orðið í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd. Við viljum gera enn betur og biðjum kjósendur að treysta þeim sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Þannig náum við meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun