Skoðun

Fárán­leg fjár­mála­stjórn

Sigurður Oddsson skrifar

Ekki má afhenda Íslandsbanka eigendum sínum. Hann skal seldur.

Það sem fæst fyrir hann skal notað til niðurgreiðslu skulda.

Á sama tíma er boðin út bygging brúar, sem samkvæmt kostnaðaráætlun kostar 18 milljarða.

Á sama stað er hægt að byggja jafngóða brú fyrir helmingi minna fjármagn. Þannig verða lántökur fyrir brúnna 10 milljörðum lægri en í áætlað er fyrir dýru brúnna. Í viðbót er hægt að byggja helmingi ódýrari brú á mikið skemmri tíma og taka í notkun.

Er heil brú í svona sóun á skattfé?

Hluti Íslandsbanka hefur áður verið seldur. Þá var forsætisráðherra sérstaklega ánægður með, hvað margir erlendir fjárfestar keyptu hlut í bankanum. Nokkrum vikum seinna voru þeir búnir að selja hlutabréfin og hagnaðurinn farinn úr landi.

Nær væri að læra af reynslunni og afhenda eigendum bankans hlutabréf í bankanum. Þá myndi fjármagnið vinna í hagkerfi okkar og rétt verð koma á hlutabréf í bankanum.

Áður vildi Sigmundur Davíð afhenda eigendum Arionbanka bankann. Kata sagði það ekki hægt, því að við ættum ekki forksupsrétt. Skömmu seinna varð hún að falla frá forkaupsrétti.

Í dag eiga lífeyrissjóðir stóran hlut í Arionbanka. Keyptu hlutina af þeim, sem áður töppuðu fé úr bankanum með arðgreiðslum, sem líklega hafa að mestu leiti ratað úr landi sem gjaldeyrir.

Með því að afhenda eigendum Íslandsbanka hlutabréf í bankann mun fjármagnið vinna sem innspýting í hagkerfið.

Höfundur er verkfræðingur og eldri borgari. 




Skoðun

Skoðun

Þúsundir kusu Sönnu

Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar

Sjá meira


×