„Stolt af sjálfri mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 08:01 Steinunn Björnsdóttir verður annar fyrirliða Íslands ásamt Sunnu Jónsdóttur á EM. Hún er klár í slaginn. vísir/Viktor Freyr Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. Ísland og Holland mætast klukkan 17:00 í dag í fyrsta leik stelpnanna okkar á Evrópumótinu. Steinunn fagnar því að vera með íslenska hópnum en í viðtali við Stöð 2 í byrjun árs sagðist hún hafa íhugað að leggja skóna á hilluna þegar hún gekk með son sinn sem fæddist í nóvember í fyrra. „Ég held það sé bara mikilvægt að njóta þess að vera í þessu meðan maður getur og meðan mér finnst þetta skemmtilegt. Maður þarf bara að vera heiðarlegur við sjálfan sig og spyrja sig að þessari spurningu. Ef svarið er já, mér finnst þetta skemmtilegt, þá held ég áfram. En svo þarf að sjá til hvað geta og skrokkur leyfa mér,“ sagði Steinunn í viðtali við Stöð 2 í febrúar á þessu ári. Þá var hún að feta fyrstu skrefin eftir að hafa átt drenginn Tryggva. Sá stutti með í för Getan, skrokkurinn og ástríðan virðast leyfa. „Ég er komin aðeins lengra en ég var komin þarna í febrúar og þess vegna er ég hér,“ segir Steinunn í samtali við fréttamann í Innsbruck. Aðspurð hvort EM hafi alltaf verið gulrótin segir hún: „Já, að sjálfsögðu. Maður vildi kannski ekki segja það upphátt. Það er mikil óvissa sem fylgir því að eiga barn og fæða. Ég vildi alltaf setja fyrirvara á það. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að ég er stolt af sjálfri mér að vera komin á þann stað sem ég er komin á. Að sjálfsögðu var þetta markmiðið svona í bakhöndinni,“ segir Steinunn. Hún tók þá Tryggva, sem varð eins árs 18. nóvember síðastliðinn, með sér út til Austurríkis en hann er í góðum höndum hjá foreldrum hennar hér ytra á meðan mótinu stendur. „Hann er búinn að vera með mér. Ég gat ekki hugsað mér að vera svona lengi frá honum svo ég tók hann með mér út. Hann var með ömmu og afa en þau eru núna farin á annað hótel. Þannig að núna er mom time og ég ætla bara að reyna að njóta eins og ég get,“ segir Steinunn. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Ísland og Holland mætast klukkan 17:00 í dag í fyrsta leik stelpnanna okkar á Evrópumótinu. Steinunn fagnar því að vera með íslenska hópnum en í viðtali við Stöð 2 í byrjun árs sagðist hún hafa íhugað að leggja skóna á hilluna þegar hún gekk með son sinn sem fæddist í nóvember í fyrra. „Ég held það sé bara mikilvægt að njóta þess að vera í þessu meðan maður getur og meðan mér finnst þetta skemmtilegt. Maður þarf bara að vera heiðarlegur við sjálfan sig og spyrja sig að þessari spurningu. Ef svarið er já, mér finnst þetta skemmtilegt, þá held ég áfram. En svo þarf að sjá til hvað geta og skrokkur leyfa mér,“ sagði Steinunn í viðtali við Stöð 2 í febrúar á þessu ári. Þá var hún að feta fyrstu skrefin eftir að hafa átt drenginn Tryggva. Sá stutti með í för Getan, skrokkurinn og ástríðan virðast leyfa. „Ég er komin aðeins lengra en ég var komin þarna í febrúar og þess vegna er ég hér,“ segir Steinunn í samtali við fréttamann í Innsbruck. Aðspurð hvort EM hafi alltaf verið gulrótin segir hún: „Já, að sjálfsögðu. Maður vildi kannski ekki segja það upphátt. Það er mikil óvissa sem fylgir því að eiga barn og fæða. Ég vildi alltaf setja fyrirvara á það. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að ég er stolt af sjálfri mér að vera komin á þann stað sem ég er komin á. Að sjálfsögðu var þetta markmiðið svona í bakhöndinni,“ segir Steinunn. Hún tók þá Tryggva, sem varð eins árs 18. nóvember síðastliðinn, með sér út til Austurríkis en hann er í góðum höndum hjá foreldrum hennar hér ytra á meðan mótinu stendur. „Hann er búinn að vera með mér. Ég gat ekki hugsað mér að vera svona lengi frá honum svo ég tók hann með mér út. Hann var með ömmu og afa en þau eru núna farin á annað hótel. Þannig að núna er mom time og ég ætla bara að reyna að njóta eins og ég get,“ segir Steinunn. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira