Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 28. nóvember 2024 09:06 Steinunn Þórðardóttir segir það mikinn áfanga að ná að stytta vinnuviku lækna eins og annarra heilbrigðisstétta í 36 tíma. Vísir/Arnar Læknafélag Íslands skrifaði undir nýjan kjarasamning í nótt. Formaður læknafélagsins segir að samningurinn verði kynntur fyrir félagsfólki eftir helgi. Þau hafi náð að stytta vinnuviku lækna og bæta kjör þeirra. „Þetta skilaði árangri í nótt. Við vorum búin að hafa mikla trú á verkefninu allt frá því að við aflýstum þessari fyrstu lotu verkfalla. Við bara unum okkur ekki hvíldar fyrr en þetta kláraðist og það var mjög góð tilfinning,“ segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Hún segir að nýr kjarasamningur verði fyrst kynntur fyrir félagsmönnum og það sé planið að vera með fund á mánudagskvöldið í næstu viku. Eftir það muni þau fara um landið til að kynna samninginn fyrir læknum sem starfa víðs vegar um landið. „Við vonum innilega að læknum lítist eins vel á samninginn og okkur.“ Steinunn segir að horft hafi verið á aðferðafræði betri vinnutíma sem gangi út á það að draga úr álagi og bæta jafnvægi á milli vinnu og einkalífs hjá læknum. „Við náðum þarna loks að stytta vinnuviku lækna í 36 tíma eins og hefur verið gert fyrir allar aðrar heilbrigðisstéttir, nema lyfjafræðinga, þannig það er stór áfangi. Við erum að horfa á nýjar og betri útfærslur á vaktafyrirkomulagi og það eru ýmsar breytingar þarna sem við sjáum fyrir okkur að muni bæta vinnuumhverfi.“ Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32 Læknar undirrita nýjan kjarasamning Læknar undirrituðu nýjan kjarasamning við ríkið rétt fyrir klukkan tvö í nótt, sem miðar meðal annars að því að bæta vinnutíma og draga úr álagi. 28. nóvember 2024 06:14 Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Fyrstu lotu verkfalls lækna sem átti að hefjast nú á miðnætti hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tölvupósti til félagsmanna í Læknafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segir að verið sé að útfæra tæknileg smáatriði og það muni vonandi takast á morgun. 24. nóvember 2024 22:56 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
„Þetta skilaði árangri í nótt. Við vorum búin að hafa mikla trú á verkefninu allt frá því að við aflýstum þessari fyrstu lotu verkfalla. Við bara unum okkur ekki hvíldar fyrr en þetta kláraðist og það var mjög góð tilfinning,“ segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Hún segir að nýr kjarasamningur verði fyrst kynntur fyrir félagsmönnum og það sé planið að vera með fund á mánudagskvöldið í næstu viku. Eftir það muni þau fara um landið til að kynna samninginn fyrir læknum sem starfa víðs vegar um landið. „Við vonum innilega að læknum lítist eins vel á samninginn og okkur.“ Steinunn segir að horft hafi verið á aðferðafræði betri vinnutíma sem gangi út á það að draga úr álagi og bæta jafnvægi á milli vinnu og einkalífs hjá læknum. „Við náðum þarna loks að stytta vinnuviku lækna í 36 tíma eins og hefur verið gert fyrir allar aðrar heilbrigðisstéttir, nema lyfjafræðinga, þannig það er stór áfangi. Við erum að horfa á nýjar og betri útfærslur á vaktafyrirkomulagi og það eru ýmsar breytingar þarna sem við sjáum fyrir okkur að muni bæta vinnuumhverfi.“
Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32 Læknar undirrita nýjan kjarasamning Læknar undirrituðu nýjan kjarasamning við ríkið rétt fyrir klukkan tvö í nótt, sem miðar meðal annars að því að bæta vinnutíma og draga úr álagi. 28. nóvember 2024 06:14 Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Fyrstu lotu verkfalls lækna sem átti að hefjast nú á miðnætti hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tölvupósti til félagsmanna í Læknafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segir að verið sé að útfæra tæknileg smáatriði og það muni vonandi takast á morgun. 24. nóvember 2024 22:56 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32
Læknar undirrita nýjan kjarasamning Læknar undirrituðu nýjan kjarasamning við ríkið rétt fyrir klukkan tvö í nótt, sem miðar meðal annars að því að bæta vinnutíma og draga úr álagi. 28. nóvember 2024 06:14
Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Fyrstu lotu verkfalls lækna sem átti að hefjast nú á miðnætti hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tölvupósti til félagsmanna í Læknafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segir að verið sé að útfæra tæknileg smáatriði og það muni vonandi takast á morgun. 24. nóvember 2024 22:56