Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 07:12 Flokkur fólksins hefur frá upphafi barist fyrir hagsmunum eldra fólks. Nú í haust áður en Alþingi var rofið mælti Inga Sæland fyrir tveimur málum sem varða hagsmuni eldri borgara. Þetta voru frumvörp um annars vegar afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna og hins vegar hækkun almenns frítekjumarks vegna lífeyristekna úr 300.000 kr. upp í 1.200.000 kr. á ári, eða 100.000 kr. á mánuði. Þessi tvö mál eru meðal fyrstu mála sem við í Flokki fólksins mæltum fyrir þegar flokkurinn komst á Alþingi árið 2017, og eru þetta tvö af kjarnamálunum okkar. Þótt frítekjumark vegna atvinnutekna hafi verið hækkað á síðustu árum breytir það ekki þeirri stöðu að ef ellilífeyrisþegi fer umfram þetta mark þá skerðist ellilífeyrir hans um 45% af því sem umfram er, sem mætti jafna til hátekjuskatts. Það er ekki hægt að sjá að afnám þessarar reglu um skerðingar vegna atvinnutekna eldra fólks leiði til aukinna ríkisútgjalda og ávinningurinn er augljós. Rannsóknir hafa sýnt að virkni á efri árum stuðli að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Þess vegna höfum við ávallt talað fyrir því að eldra fólk hafi möguleika til að bæta kjör sín með því að vinna óskert. Eldri borgarar hafa sjálfir sparað fyrir lífeyrissjóðshlutdeild sinni. Í skerðingu bótagreiðslna á grundvelli lífeyristekna felst því skerðing á þeim hagsmunum sem eldra fólk hefur unnið sér inn með vinnu í gegnum lífið. Við í Flokki fólksins munum alltaf berjast gegn skerðingum. Það er verið að svipta eldra fólk eignarrétti sínum og áunnum réttindum sem okkur finnst til háborinnar skammar. Höfundur er á 2. sæti á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Eldri borgarar Jónína Björk Óskarsdóttir Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur frá upphafi barist fyrir hagsmunum eldra fólks. Nú í haust áður en Alþingi var rofið mælti Inga Sæland fyrir tveimur málum sem varða hagsmuni eldri borgara. Þetta voru frumvörp um annars vegar afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna og hins vegar hækkun almenns frítekjumarks vegna lífeyristekna úr 300.000 kr. upp í 1.200.000 kr. á ári, eða 100.000 kr. á mánuði. Þessi tvö mál eru meðal fyrstu mála sem við í Flokki fólksins mæltum fyrir þegar flokkurinn komst á Alþingi árið 2017, og eru þetta tvö af kjarnamálunum okkar. Þótt frítekjumark vegna atvinnutekna hafi verið hækkað á síðustu árum breytir það ekki þeirri stöðu að ef ellilífeyrisþegi fer umfram þetta mark þá skerðist ellilífeyrir hans um 45% af því sem umfram er, sem mætti jafna til hátekjuskatts. Það er ekki hægt að sjá að afnám þessarar reglu um skerðingar vegna atvinnutekna eldra fólks leiði til aukinna ríkisútgjalda og ávinningurinn er augljós. Rannsóknir hafa sýnt að virkni á efri árum stuðli að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Þess vegna höfum við ávallt talað fyrir því að eldra fólk hafi möguleika til að bæta kjör sín með því að vinna óskert. Eldri borgarar hafa sjálfir sparað fyrir lífeyrissjóðshlutdeild sinni. Í skerðingu bótagreiðslna á grundvelli lífeyristekna felst því skerðing á þeim hagsmunum sem eldra fólk hefur unnið sér inn með vinnu í gegnum lífið. Við í Flokki fólksins munum alltaf berjast gegn skerðingum. Það er verið að svipta eldra fólk eignarrétti sínum og áunnum réttindum sem okkur finnst til háborinnar skammar. Höfundur er á 2. sæti á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun