Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar 27. nóvember 2024 13:13 Ég bjó í 12 ár í Danmörku og flutti heim fyrir nokkrum árum. Það sem dró mig heim var sú taug sem við berum flest öll til Íslands, fjölskyldan, vinir, móðurmálið, menningin og náttúran. Það voru ekki kjörin á húsnæðislánum sem drógu mig heim, það var ekki verðbólgan eða biðlistar í heilbrigðiskerfinu. Satt best að segja skil ég þau sem hafa menntað sig erlendis og sjá ekki hag sinn í að flytja aftur heim. Staðreyndin er sú að Ísland á í samkeppni við nágrannalöndin okkar um ungt og hæfileikaríkt fólk. Eftir því sem það verður erfiðara að skapa sér framtíð hér á landi og því lengur sem það varir, því fleira og því hæfileikaríkara fólk missum við frá okkur. Breytum þessu Viðreisn var stofnuð með það að markmiði að skapa raunverulegar breytingar sem byggja á frelsi, mennsku og stöðugleika. Þegar ég flutti aftur heim sá ég samfélag sem getur gert svo miklu betur. Ég sá samfélag sem þarfnast nýrrar nálgunar – nálgunar sem byggir á trausti til einstaklingsins, öflugu velferðarkerfi og langtíma stöðugleika. Viðreisn var sá flokkur sem ég tengdi, og tengi, við þessi gildi. Stefna Viðreisnar vakti hjá mér von um að hægt væri að gera hlutina öðruvísi. Von um að við getum sett almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Von um að við getum losnað við hagsveiflur sem minna á rússíbanareið í Tivoli. Von um að við getum eytt biðlistum. Von um að fasteignakaup séu ekki áhættufjárfesting. Núna er komin tími til að hætta að sitja og vona. Ísland framtíðarinnar er innan seilingar, en það kemur ekki til okkar af sjálfu sér. Við verðum sjálf að stíga skrefin þangað. Fyrsta skrefið er að setja x við C í kjörklefanum. Við vitum hvað þarf að gera og við erum tilbúin í verkið. Höfundur er í 5. sæti Viðreisnar í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bjó í 12 ár í Danmörku og flutti heim fyrir nokkrum árum. Það sem dró mig heim var sú taug sem við berum flest öll til Íslands, fjölskyldan, vinir, móðurmálið, menningin og náttúran. Það voru ekki kjörin á húsnæðislánum sem drógu mig heim, það var ekki verðbólgan eða biðlistar í heilbrigðiskerfinu. Satt best að segja skil ég þau sem hafa menntað sig erlendis og sjá ekki hag sinn í að flytja aftur heim. Staðreyndin er sú að Ísland á í samkeppni við nágrannalöndin okkar um ungt og hæfileikaríkt fólk. Eftir því sem það verður erfiðara að skapa sér framtíð hér á landi og því lengur sem það varir, því fleira og því hæfileikaríkara fólk missum við frá okkur. Breytum þessu Viðreisn var stofnuð með það að markmiði að skapa raunverulegar breytingar sem byggja á frelsi, mennsku og stöðugleika. Þegar ég flutti aftur heim sá ég samfélag sem getur gert svo miklu betur. Ég sá samfélag sem þarfnast nýrrar nálgunar – nálgunar sem byggir á trausti til einstaklingsins, öflugu velferðarkerfi og langtíma stöðugleika. Viðreisn var sá flokkur sem ég tengdi, og tengi, við þessi gildi. Stefna Viðreisnar vakti hjá mér von um að hægt væri að gera hlutina öðruvísi. Von um að við getum sett almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Von um að við getum losnað við hagsveiflur sem minna á rússíbanareið í Tivoli. Von um að við getum eytt biðlistum. Von um að fasteignakaup séu ekki áhættufjárfesting. Núna er komin tími til að hætta að sitja og vona. Ísland framtíðarinnar er innan seilingar, en það kemur ekki til okkar af sjálfu sér. Við verðum sjálf að stíga skrefin þangað. Fyrsta skrefið er að setja x við C í kjörklefanum. Við vitum hvað þarf að gera og við erum tilbúin í verkið. Höfundur er í 5. sæti Viðreisnar í Reykjavík Norður.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar