SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2024 15:38 Tölvuteiknuð mynd sem sýnir hvernig Dragonfly gæti litið út. NASA/Johns Hopkins APL/Steve Gribben Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa samið við SpaceX um að senda kjarnorkuknúið könnunarfar af stað til tunglsins Títan, sem er á braut um Satúrnus, árið 2028. Skjóta á Dragonfly-þyrludrónanum á loft með Falcon Heavy eldflaug SpaceX en ferðin sjálf mun taka sex ár. Dragonfly er kjarnorkuknúinn þyrludróni sem verður á stærð við lítinn bíl og á hann að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs á Títan. Upprunalega stóð til að skjóta Dragonfly af stað árið 2026 en nú á að skjóta geimfarinu á loft þann 25. júlí 2028 og er vonast til þess að Dragonfly lendi á Títan árið 2034. Sjá einnig: Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Títan er stærsta tungl Satúrnusar og næst stærsta tungl sólkerfisins. Það er einnig eina tungl sólkerfisins sem hefur þykkt andrúmsloft. Vegna þessa og vegna þess að þyngdarkrafturinn þar er tiltölulega lítill þykir notkun þyrludróna sérstaklega hentug. Ekki er þó hægt að reiða á sólarorku á Títan, vegna þykktar andrúmsloftsins og þarf dróninn því að vera kjarnorkuknúinn. Títan er einnig eini hnötturinn í sólkerfinu, fyrir utan jörðina, þar sem vitað er til þess að finna megi vökva á yfirborðinu og er talið að finna megið mikið af vatni í fljótandi formi undir yfirborði tunglsins. Kostnaður langt umfram áætlanir Þróun og smíði Drekaflugunnar er á höndum verkfræðinga Johns Hopkins Applied Physics Laboratory (APL) í Bandaríkjunum, sem vinna náið með vísindamönnum NASA. Fleiri fyrirtæki og stofnanir koma einnig að verkefninu og má þar meðal annars nefna Lockheed Martin, Ames Research Center, Jet Propulsion Laboratory, CNES í Frakklandi, DLR í Þýskalandi, JAXA í Japan og fleiri. Í frétt SpaceNews segir að Dragonfly verkefnið hafi staðist endurskoðun í apríl en þá hafi þó komið í ljós að kostnaður við það hafi farið langt fram úr áætlunum. Áætlaður kostnaður fyrir verkefnið var þó kominn í 3,35 milljarða dala. Forsvarsmenn NASA sögðu að rekja mætti hækkunina til að nokkurra ástæðna. Þeirra á meðal eru tafir sem hafa orðið á verkefninu og hækkaði kostnaður við bæði vinnu og aðföng vegna faraldurs Covid. Geimurinn Satúrnus Vísindi Bandaríkin SpaceX Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Sjá meira
Dragonfly er kjarnorkuknúinn þyrludróni sem verður á stærð við lítinn bíl og á hann að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs á Títan. Upprunalega stóð til að skjóta Dragonfly af stað árið 2026 en nú á að skjóta geimfarinu á loft þann 25. júlí 2028 og er vonast til þess að Dragonfly lendi á Títan árið 2034. Sjá einnig: Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Títan er stærsta tungl Satúrnusar og næst stærsta tungl sólkerfisins. Það er einnig eina tungl sólkerfisins sem hefur þykkt andrúmsloft. Vegna þessa og vegna þess að þyngdarkrafturinn þar er tiltölulega lítill þykir notkun þyrludróna sérstaklega hentug. Ekki er þó hægt að reiða á sólarorku á Títan, vegna þykktar andrúmsloftsins og þarf dróninn því að vera kjarnorkuknúinn. Títan er einnig eini hnötturinn í sólkerfinu, fyrir utan jörðina, þar sem vitað er til þess að finna megi vökva á yfirborðinu og er talið að finna megið mikið af vatni í fljótandi formi undir yfirborði tunglsins. Kostnaður langt umfram áætlanir Þróun og smíði Drekaflugunnar er á höndum verkfræðinga Johns Hopkins Applied Physics Laboratory (APL) í Bandaríkjunum, sem vinna náið með vísindamönnum NASA. Fleiri fyrirtæki og stofnanir koma einnig að verkefninu og má þar meðal annars nefna Lockheed Martin, Ames Research Center, Jet Propulsion Laboratory, CNES í Frakklandi, DLR í Þýskalandi, JAXA í Japan og fleiri. Í frétt SpaceNews segir að Dragonfly verkefnið hafi staðist endurskoðun í apríl en þá hafi þó komið í ljós að kostnaður við það hafi farið langt fram úr áætlunum. Áætlaður kostnaður fyrir verkefnið var þó kominn í 3,35 milljarða dala. Forsvarsmenn NASA sögðu að rekja mætti hækkunina til að nokkurra ástæðna. Þeirra á meðal eru tafir sem hafa orðið á verkefninu og hækkaði kostnaður við bæði vinnu og aðföng vegna faraldurs Covid.
Geimurinn Satúrnus Vísindi Bandaríkin SpaceX Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Sjá meira