Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2024 11:32 Bjarni Benediktsson tók á móti Sindra í morgunkaffi. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hvílir hugann með góðri tónlist, ræktun á grænmeti og hreyfingu. Þetta kom fram þegar Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til hans í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir hittust í Garðabænum klukkan sjö um morguninn og þá var Bjarni byrjaður að elda, eða matreiða egg. „Eggjaskorturinn í landinu, sem þú hefur kannski heyrt af, er út af mér. Ég borða rosalega mikið af eggjum,“ segir Bjarni og hlær. En hvernig nennir Bjarni að standa í þessari pólitík og finna fyrir umræðunni um sig í tíma og ótíma. „Þetta er svona skyldurækni hjá mér. Það gæti vel verið að maður gæti verið að gera ýmislegt annað. En ef þú hefur skoðun og getur fengið umboð og þú veist hvað yrði til heilla fyrir landsmenn þá hefur þú grunnskildu til að láta reyna á það. Að láta reyna á umboðið sem þú gætir mögulega fengið og láta kýla á það. Það hefur alltaf blundað með manni, svona ákveðin ábyrgðartilfinning sem maður losnar ekki við.“ Klippa: Ísland í dag - Morgunkaffi til Bjarna Ben Hefur áhrif á liðsandann Kannanir gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur vinsælasti flokkurinn. „Þetta eru auðvitað vonbrigði og hefur áhrif á liðsandann, ég get ekki neitað því. En ef við horfum til baka, þá hefur það reynst okkur vel að halda okkar striki. Við höfum verið stærsti flokkurinn núna fernar kosningar í röð. Ég hef trú á því að við fáum betri niðurstöður í kosningunum sem er hinn endanlegi dómur um stemninguna í samfélaginu.“ Hann segist helst vilja vinna með þessum flokkum eftir komandi kosningar. „Miðflokkur, Viðreisn á góðum degi, Flokkur fólksins mögulega sem er þarna að berjast fyrir grundvallarréttindum þeirra sem hafa ekki náð að byggja upp sterkan lífeyrissjóð yfir starfsævina, augljóslega Framsóknarflokkurinn þar sem við höfum oft unnið með þeim og getum vel séð fyrir okkur samstarf með þeim, það liggur í hlutarins eðli.“ Bjarni segist vera mikill áhugamaður um ræktun á grænmeti og hvað þá blómum. „Mamma kenndi mér að meta blóm. Hún hefur oft verið að rækta rósir og fleira í garðinum. Það er magnað hvað það gerir fyrir sálarlífið að horfa á fallegan hlut,“ segir Bjarni sem stundar einnig mikinn bakstur. Hann segist vera stoltastur af þessu á sínum stjórnmálaferli. „Ég er stoltur af því að hafa ekki látið beygja mig og brjóta mig. Vegna þess að það hafa verið gerðar margar tilraunir til þess og gengið mjög langt. Það hafi verið gengið nærri hjónabandinu mínu, það hefur ýmislegt verið grafið upp með stolnum gögnum og þetta allt saman túlkað á versta veg en ég hef komist í gengum það allt saman,“ segir Bjarni en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Þetta kom fram þegar Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til hans í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir hittust í Garðabænum klukkan sjö um morguninn og þá var Bjarni byrjaður að elda, eða matreiða egg. „Eggjaskorturinn í landinu, sem þú hefur kannski heyrt af, er út af mér. Ég borða rosalega mikið af eggjum,“ segir Bjarni og hlær. En hvernig nennir Bjarni að standa í þessari pólitík og finna fyrir umræðunni um sig í tíma og ótíma. „Þetta er svona skyldurækni hjá mér. Það gæti vel verið að maður gæti verið að gera ýmislegt annað. En ef þú hefur skoðun og getur fengið umboð og þú veist hvað yrði til heilla fyrir landsmenn þá hefur þú grunnskildu til að láta reyna á það. Að láta reyna á umboðið sem þú gætir mögulega fengið og láta kýla á það. Það hefur alltaf blundað með manni, svona ákveðin ábyrgðartilfinning sem maður losnar ekki við.“ Klippa: Ísland í dag - Morgunkaffi til Bjarna Ben Hefur áhrif á liðsandann Kannanir gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur vinsælasti flokkurinn. „Þetta eru auðvitað vonbrigði og hefur áhrif á liðsandann, ég get ekki neitað því. En ef við horfum til baka, þá hefur það reynst okkur vel að halda okkar striki. Við höfum verið stærsti flokkurinn núna fernar kosningar í röð. Ég hef trú á því að við fáum betri niðurstöður í kosningunum sem er hinn endanlegi dómur um stemninguna í samfélaginu.“ Hann segist helst vilja vinna með þessum flokkum eftir komandi kosningar. „Miðflokkur, Viðreisn á góðum degi, Flokkur fólksins mögulega sem er þarna að berjast fyrir grundvallarréttindum þeirra sem hafa ekki náð að byggja upp sterkan lífeyrissjóð yfir starfsævina, augljóslega Framsóknarflokkurinn þar sem við höfum oft unnið með þeim og getum vel séð fyrir okkur samstarf með þeim, það liggur í hlutarins eðli.“ Bjarni segist vera mikill áhugamaður um ræktun á grænmeti og hvað þá blómum. „Mamma kenndi mér að meta blóm. Hún hefur oft verið að rækta rósir og fleira í garðinum. Það er magnað hvað það gerir fyrir sálarlífið að horfa á fallegan hlut,“ segir Bjarni sem stundar einnig mikinn bakstur. Hann segist vera stoltastur af þessu á sínum stjórnmálaferli. „Ég er stoltur af því að hafa ekki látið beygja mig og brjóta mig. Vegna þess að það hafa verið gerðar margar tilraunir til þess og gengið mjög langt. Það hafi verið gengið nærri hjónabandinu mínu, það hefur ýmislegt verið grafið upp með stolnum gögnum og þetta allt saman túlkað á versta veg en ég hef komist í gengum það allt saman,“ segir Bjarni en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira