Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2024 11:32 Bjarni Benediktsson tók á móti Sindra í morgunkaffi. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hvílir hugann með góðri tónlist, ræktun á grænmeti og hreyfingu. Þetta kom fram þegar Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til hans í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir hittust í Garðabænum klukkan sjö um morguninn og þá var Bjarni byrjaður að elda, eða matreiða egg. „Eggjaskorturinn í landinu, sem þú hefur kannski heyrt af, er út af mér. Ég borða rosalega mikið af eggjum,“ segir Bjarni og hlær. En hvernig nennir Bjarni að standa í þessari pólitík og finna fyrir umræðunni um sig í tíma og ótíma. „Þetta er svona skyldurækni hjá mér. Það gæti vel verið að maður gæti verið að gera ýmislegt annað. En ef þú hefur skoðun og getur fengið umboð og þú veist hvað yrði til heilla fyrir landsmenn þá hefur þú grunnskildu til að láta reyna á það. Að láta reyna á umboðið sem þú gætir mögulega fengið og láta kýla á það. Það hefur alltaf blundað með manni, svona ákveðin ábyrgðartilfinning sem maður losnar ekki við.“ Klippa: Ísland í dag - Morgunkaffi til Bjarna Ben Hefur áhrif á liðsandann Kannanir gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur vinsælasti flokkurinn. „Þetta eru auðvitað vonbrigði og hefur áhrif á liðsandann, ég get ekki neitað því. En ef við horfum til baka, þá hefur það reynst okkur vel að halda okkar striki. Við höfum verið stærsti flokkurinn núna fernar kosningar í röð. Ég hef trú á því að við fáum betri niðurstöður í kosningunum sem er hinn endanlegi dómur um stemninguna í samfélaginu.“ Hann segist helst vilja vinna með þessum flokkum eftir komandi kosningar. „Miðflokkur, Viðreisn á góðum degi, Flokkur fólksins mögulega sem er þarna að berjast fyrir grundvallarréttindum þeirra sem hafa ekki náð að byggja upp sterkan lífeyrissjóð yfir starfsævina, augljóslega Framsóknarflokkurinn þar sem við höfum oft unnið með þeim og getum vel séð fyrir okkur samstarf með þeim, það liggur í hlutarins eðli.“ Bjarni segist vera mikill áhugamaður um ræktun á grænmeti og hvað þá blómum. „Mamma kenndi mér að meta blóm. Hún hefur oft verið að rækta rósir og fleira í garðinum. Það er magnað hvað það gerir fyrir sálarlífið að horfa á fallegan hlut,“ segir Bjarni sem stundar einnig mikinn bakstur. Hann segist vera stoltastur af þessu á sínum stjórnmálaferli. „Ég er stoltur af því að hafa ekki látið beygja mig og brjóta mig. Vegna þess að það hafa verið gerðar margar tilraunir til þess og gengið mjög langt. Það hafi verið gengið nærri hjónabandinu mínu, það hefur ýmislegt verið grafið upp með stolnum gögnum og þetta allt saman túlkað á versta veg en ég hef komist í gengum það allt saman,“ segir Bjarni en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Þetta kom fram þegar Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til hans í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir hittust í Garðabænum klukkan sjö um morguninn og þá var Bjarni byrjaður að elda, eða matreiða egg. „Eggjaskorturinn í landinu, sem þú hefur kannski heyrt af, er út af mér. Ég borða rosalega mikið af eggjum,“ segir Bjarni og hlær. En hvernig nennir Bjarni að standa í þessari pólitík og finna fyrir umræðunni um sig í tíma og ótíma. „Þetta er svona skyldurækni hjá mér. Það gæti vel verið að maður gæti verið að gera ýmislegt annað. En ef þú hefur skoðun og getur fengið umboð og þú veist hvað yrði til heilla fyrir landsmenn þá hefur þú grunnskildu til að láta reyna á það. Að láta reyna á umboðið sem þú gætir mögulega fengið og láta kýla á það. Það hefur alltaf blundað með manni, svona ákveðin ábyrgðartilfinning sem maður losnar ekki við.“ Klippa: Ísland í dag - Morgunkaffi til Bjarna Ben Hefur áhrif á liðsandann Kannanir gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur vinsælasti flokkurinn. „Þetta eru auðvitað vonbrigði og hefur áhrif á liðsandann, ég get ekki neitað því. En ef við horfum til baka, þá hefur það reynst okkur vel að halda okkar striki. Við höfum verið stærsti flokkurinn núna fernar kosningar í röð. Ég hef trú á því að við fáum betri niðurstöður í kosningunum sem er hinn endanlegi dómur um stemninguna í samfélaginu.“ Hann segist helst vilja vinna með þessum flokkum eftir komandi kosningar. „Miðflokkur, Viðreisn á góðum degi, Flokkur fólksins mögulega sem er þarna að berjast fyrir grundvallarréttindum þeirra sem hafa ekki náð að byggja upp sterkan lífeyrissjóð yfir starfsævina, augljóslega Framsóknarflokkurinn þar sem við höfum oft unnið með þeim og getum vel séð fyrir okkur samstarf með þeim, það liggur í hlutarins eðli.“ Bjarni segist vera mikill áhugamaður um ræktun á grænmeti og hvað þá blómum. „Mamma kenndi mér að meta blóm. Hún hefur oft verið að rækta rósir og fleira í garðinum. Það er magnað hvað það gerir fyrir sálarlífið að horfa á fallegan hlut,“ segir Bjarni sem stundar einnig mikinn bakstur. Hann segist vera stoltastur af þessu á sínum stjórnmálaferli. „Ég er stoltur af því að hafa ekki látið beygja mig og brjóta mig. Vegna þess að það hafa verið gerðar margar tilraunir til þess og gengið mjög langt. Það hafi verið gengið nærri hjónabandinu mínu, það hefur ýmislegt verið grafið upp með stolnum gögnum og þetta allt saman túlkað á versta veg en ég hef komist í gengum það allt saman,“ segir Bjarni en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira