Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 10:40 Gestir í síðasta kosningapallborði fyrir Alþingiskosningar voru afar líflegir og skemmtilegir en það sem mest er um vert þá sögðu þeir fjölmargt fróðlegt, enda miklir sérfræðingar á sínu sviði. Á myndinni eru þau Eiríkur Bergmann og Þóra Ásgeirsdóttir. Vísir/Vilhelm Hneykslismál stjórnmálamanna hafa alls ekki jafn mikið vægi hjá kjósendum og þeim er gefið í stjórnmálaumræðunni og í fjölmiðlum. Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, og Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, tekur undir. Sérfræðingar í stjórnmálafræði, tölfræði og skoðanakönnunum voru gestir í síðasta kosningapallborði fréttastofu fyrir Alþingiskosningar. Í þættinum var kosningabaráttan, til þessa, gerð upp en hún hefur litast mjög af nokkrum hneykslismálum. Dæmi um slík mál eru til dæmis hlerunarmálið þar sem upptökur voru birtar af samtali syni Jóns Gunnarssonar frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, við huldumann þar sem rætt var um stjórnsýslu og hvalveiðar, þá væri einnig hægt að nefna gamlar bloggfærslur Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingar, krot Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á kosningavarning í VMA og búvörulagamálið svokallaða. Þóra var spurð hvort hún sæi þess merki í rauntímagögnum skoðanakannana Maskínu þegar hneykslismál, líkt og nefnd voru í upphafi greinar, koma upp. „Við sáum þau ekki í gögnunum til dæmis með Þórð Snæ, við sáum ekki að fylgið hafi farið niður þó það hafi verði mjög mikið talað um það.“ Málið hafði sem sagt enga þýðingu? „Nei, ekki í okkar gögnum. Við sáum það að minnsta kosti ekki. Við sáum svo sem heldur ekkert „drop“ í okkar gögnum þegar þetta Jóns Gunnarsonar mál kom upp.“ Þá hafi hún heldur ekki séð að fylgi Miðflokksins hefði dregist saman svo heitið geti eftir ferð formanns flokksins í Verkmenntaskólann á Akureyri. Kjósendur skynugar skepnur Aðspurður hvort of mikið sé gert úr hneykslismálum svaraði Eiríkur játandi. „Allt of mikið úr þeim. Ekki bara skandölum heldur líka bara einstaka málum sem koma upp og líka einstaka forystumenn. Við ánöfnum atburði og einstaklingum hreyfingar í fylgi sem hefur ekkert með þetta fólk að gera og ekki heldur atburðina. Kjósendur eru mjög skynugar skepnur, þeir vita alveg hvað þeir vilja kjósa og það er yfirleitt miklu nær bara hugmyndum fólks um lífsskoðanir þess og afstöðu til samfélagsins almennt.“ Í spilaranum hér að ofan er hægt að horfa á kosningapallborðsþáttinn í heild sinni. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. 25. nóvember 2024 14:49 Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. 25. nóvember 2024 12:28 Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Sérfræðingar í stjórnmálafræði, tölfræði og skoðanakönnunum voru gestir í síðasta kosningapallborði fréttastofu fyrir Alþingiskosningar. Í þættinum var kosningabaráttan, til þessa, gerð upp en hún hefur litast mjög af nokkrum hneykslismálum. Dæmi um slík mál eru til dæmis hlerunarmálið þar sem upptökur voru birtar af samtali syni Jóns Gunnarssonar frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, við huldumann þar sem rætt var um stjórnsýslu og hvalveiðar, þá væri einnig hægt að nefna gamlar bloggfærslur Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingar, krot Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á kosningavarning í VMA og búvörulagamálið svokallaða. Þóra var spurð hvort hún sæi þess merki í rauntímagögnum skoðanakannana Maskínu þegar hneykslismál, líkt og nefnd voru í upphafi greinar, koma upp. „Við sáum þau ekki í gögnunum til dæmis með Þórð Snæ, við sáum ekki að fylgið hafi farið niður þó það hafi verði mjög mikið talað um það.“ Málið hafði sem sagt enga þýðingu? „Nei, ekki í okkar gögnum. Við sáum það að minnsta kosti ekki. Við sáum svo sem heldur ekkert „drop“ í okkar gögnum þegar þetta Jóns Gunnarsonar mál kom upp.“ Þá hafi hún heldur ekki séð að fylgi Miðflokksins hefði dregist saman svo heitið geti eftir ferð formanns flokksins í Verkmenntaskólann á Akureyri. Kjósendur skynugar skepnur Aðspurður hvort of mikið sé gert úr hneykslismálum svaraði Eiríkur játandi. „Allt of mikið úr þeim. Ekki bara skandölum heldur líka bara einstaka málum sem koma upp og líka einstaka forystumenn. Við ánöfnum atburði og einstaklingum hreyfingar í fylgi sem hefur ekkert með þetta fólk að gera og ekki heldur atburðina. Kjósendur eru mjög skynugar skepnur, þeir vita alveg hvað þeir vilja kjósa og það er yfirleitt miklu nær bara hugmyndum fólks um lífsskoðanir þess og afstöðu til samfélagsins almennt.“ Í spilaranum hér að ofan er hægt að horfa á kosningapallborðsþáttinn í heild sinni.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. 25. nóvember 2024 14:49 Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. 25. nóvember 2024 12:28 Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. 25. nóvember 2024 14:49
Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. 25. nóvember 2024 12:28
Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51