Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 25. nóvember 2024 14:50 Ég þekki það af eigin raun að vera hommi í samfélagi þar sem hinsegin fyrirmyndir voru fáar og réttarstaða okkar bág. Sem betur fer hefur margt breyst til hins betra frá því ég var ungur maður. En baráttan er ekki unnin. Í mannréttindabaráttu er mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að eiga gott samstarf við mannréttindasamtök og vinna með þeim að úrbótum í löggjöf og framkvæmd hennar. Það höfum við í VG einmitt gert á undanförnum árum og í krafti ráðherrasetu okkar unnið að stefnumótun í málefnum hinsegin fólks í góðu samstarfi við Samtökin '78 og fleiri samtök. Það samstarf hefur fært okkur úr 18. sæti upp í 2. sæti á Regnbogakorti ILGA á aðeins sex árum, en kortið er mælikvarði á stöðu hinsegin fólks í mismunandi löndum Evrópu. Lög um kynrænt sjálfræði eru eitt stærsta skrefið sem tekið hefur verið í þessu sambandi. Einnig hefur skipt máli að við höfum treyst Samtökunum '78 til margvíslegra verkefna með þjónustusamningum sem ætlað er að tryggja fræðslu og ráðgjöf í skólum, á vinnustöðum og til hinsegin einstaklinga, aðstandenda og fagaðila, til dæmis í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Síðustu ár höfum við Vinstri græn verið leiðandi í því að laga réttarstöðu hinsegin fólks hér á landi en málaflokkurinn hefur heyrt undir ráðuneyti undir okkar stjórn. Við höfum þannig haft forgöngu um að tryggja réttindi og atvinnuöryggi fyrir hóp fólks sem hefur átt undir högg að sækja. Það er árangur sem næst ekki af sjálfu sér. En við megum ekki stoppa þar. Enn eru mikilvæg verkefni fyrir höndum og á stefnuskrá Vinstri grænna er meðal annars að auka vernd intersex fólks, bæta þjónustu við trans börn, setja skýran lagaramma um hatursorðræðu og hatursglæpi gegn hinsegin fólki og vinna að mótun stefnu um móttöku hinsegin fólks sem leitar hér að alþjóðlegri vernd. Bakslag í hinsegin baráttunni er því miður staðreynd. Ég vil vinna áfram að því að tryggja að hinsegin fólk, bæði ungt og eldra, geti lifað öruggu lífi í opnu samfélagi þar sem við öll njótum okkar sjálfsögðu mannréttinda. Það er margt enn óunnið og mikilvægt að halda áfram vinnu við að uppræta fordóma, útskúfun og ofbeldi í garð hinsegin fólks. Í því samhengi er mikilvægt að viðbragðsaðilar geti spornað gegn hatursorðræðu og hatursglæpum í garð hinsegin fólks á grundvelli skýrra laga og viðbragðsáætlana. Saman þurfum við að vinna áfram að jöfnum réttindum hinsegin fólks á við önnur í samfélaginu samhliða því að efla fræðslu og samkennd í samfélaginu. Munum að aukin réttindi eins hóps til jafns við aðra minnkar ekki réttindi hinna síðarnefndu. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja og óska eftir stuðningi ykkar til að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum hinsegin fólks á Alþingi Íslendinga. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Hinsegin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mannréttindi Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Ég þekki það af eigin raun að vera hommi í samfélagi þar sem hinsegin fyrirmyndir voru fáar og réttarstaða okkar bág. Sem betur fer hefur margt breyst til hins betra frá því ég var ungur maður. En baráttan er ekki unnin. Í mannréttindabaráttu er mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að eiga gott samstarf við mannréttindasamtök og vinna með þeim að úrbótum í löggjöf og framkvæmd hennar. Það höfum við í VG einmitt gert á undanförnum árum og í krafti ráðherrasetu okkar unnið að stefnumótun í málefnum hinsegin fólks í góðu samstarfi við Samtökin '78 og fleiri samtök. Það samstarf hefur fært okkur úr 18. sæti upp í 2. sæti á Regnbogakorti ILGA á aðeins sex árum, en kortið er mælikvarði á stöðu hinsegin fólks í mismunandi löndum Evrópu. Lög um kynrænt sjálfræði eru eitt stærsta skrefið sem tekið hefur verið í þessu sambandi. Einnig hefur skipt máli að við höfum treyst Samtökunum '78 til margvíslegra verkefna með þjónustusamningum sem ætlað er að tryggja fræðslu og ráðgjöf í skólum, á vinnustöðum og til hinsegin einstaklinga, aðstandenda og fagaðila, til dæmis í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Síðustu ár höfum við Vinstri græn verið leiðandi í því að laga réttarstöðu hinsegin fólks hér á landi en málaflokkurinn hefur heyrt undir ráðuneyti undir okkar stjórn. Við höfum þannig haft forgöngu um að tryggja réttindi og atvinnuöryggi fyrir hóp fólks sem hefur átt undir högg að sækja. Það er árangur sem næst ekki af sjálfu sér. En við megum ekki stoppa þar. Enn eru mikilvæg verkefni fyrir höndum og á stefnuskrá Vinstri grænna er meðal annars að auka vernd intersex fólks, bæta þjónustu við trans börn, setja skýran lagaramma um hatursorðræðu og hatursglæpi gegn hinsegin fólki og vinna að mótun stefnu um móttöku hinsegin fólks sem leitar hér að alþjóðlegri vernd. Bakslag í hinsegin baráttunni er því miður staðreynd. Ég vil vinna áfram að því að tryggja að hinsegin fólk, bæði ungt og eldra, geti lifað öruggu lífi í opnu samfélagi þar sem við öll njótum okkar sjálfsögðu mannréttinda. Það er margt enn óunnið og mikilvægt að halda áfram vinnu við að uppræta fordóma, útskúfun og ofbeldi í garð hinsegin fólks. Í því samhengi er mikilvægt að viðbragðsaðilar geti spornað gegn hatursorðræðu og hatursglæpum í garð hinsegin fólks á grundvelli skýrra laga og viðbragðsáætlana. Saman þurfum við að vinna áfram að jöfnum réttindum hinsegin fólks á við önnur í samfélaginu samhliða því að efla fræðslu og samkennd í samfélaginu. Munum að aukin réttindi eins hóps til jafns við aðra minnkar ekki réttindi hinna síðarnefndu. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja og óska eftir stuðningi ykkar til að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum hinsegin fólks á Alþingi Íslendinga. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun